Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Page 159
159
ÞJÓÐKIRKJA OG TRÚFRELSI
sumu leyti öllum trúfélögum til góða. Það fyrirkomulag að ríkið launar
biskup Íslands, vígslubiskupa, ákveðinn fjölda presta og starfsmanna á bisk-
upsstofu er heldur ekki stuðningur í skilningi stjórnarskrárinnar þar sem það
byggir á samningi milli ríkis og þjóðkirkju um endurgjald fyrir jarðeignir sem
þjóðkirkjan afhenti ríkinu til umráða og loks eignar á 20. öld.26 Þessi hluti fjár-
hagstengsla ríkis og þjóðkirkju er með öðrum orðum ekki afleiðing af þjóð-
kirkjuskipaninni heldur tilfærsla á eignarhaldi og eignarrétti á liðinni öld.
Sumt af því sem hér hefur verið talið til stuðnings ríkisvaldsins við þjóð-
kirkjuna á grundvelli kirkjuskipanarinnar má einnig rökstyðja með tilliti til
sögulegra ástæðna, ríkjandi menningarhefðar eða þeirrar staðreyndar að
meirihluti þjóðarinnar lítur á þjóðkirkjuna sem „sína“ kirkju í einhverri merk-
ingu. Helgidagafriðinn og kennslu í kristnum fræðum má til dæmis styðja
slíkum almennum rökum. Þá má færa akademísk rök fyrir guðfræðiiðkun
við ríkisháskóla þótt öðrum þræði sé um kirkjulega starfsmenntun að
ræða.27 Mikilvægt er þó að mögulegt sé að stunda fullgilt guðfræðinám án
starfsþjálfunar eða tengsla við kirkjustarf. Þá þarf að huga að því í hvaða
mæli eðlilegt sé að þjóðkirkjan kosti starfsmenntunina. Frá 2007 hefur
verið í gildi samstarfssamningur milli guðfræðideildar (síðar guðfræði- og
trúarbragðafræðideildar) Háskóla Íslands og þjóðkirkjunnar um starfsþjálfun,
kennslu í kennimannlegum fræðum (helgisiðafræðum og síðar sálgæslu) og
símenntun presta og djákna sem þjóðkirkjan fjármagnar en deildin ábyrgist
faglega og annast að minnsta kosti að hluta.
Varðandi kennslu í kristnum fræðum ber að hafa í huga að í mannrétt-
indasáttmálum sem Ísland á aðild að er kveðið á um frumlægan uppeldisrétt
foreldra eða forráðamanna sem felst í því að þeir eiga rétt á að menntun,
fræðsla og trúarleg og siðferðileg mótun barna í þeirra umsjá sé í samræmi
við trú eða lífsskoðanir þeirra sjálfra.28 Vegna þess er ekki heimilt að skylda
26 Samningur íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar um fjárframlög. 7.9.1998: http://www.
domsmalaraduneyti.is/utgefid-efni/ymislegt/nr/674 [sótt 28. 12. 2010]. Páll Sigurðs-
son virðist um of horfa framhjá þessum samningi og forsendum hans er hann víkur að
fjárhagstengslum ríkis og þjóðkirkju og rekstri hennar. Páll Sigurðsson, „Trúarbrögð
og mannréttindi — Trúfrelsi og jafnræði trúfélaga á Íslandi“, bls.138, 142–143.
27 Sjá t.d. Hjalti Hugason, „Skapandi guðfræðimenntun. Miðlun þekkingar eða þjálfun
til sjálfstæðs starfs?“, Orðið. Tímarit um guðfræði, 27/1993, bls. 7–15.
28 Gunnar G. Schram, Stjórnskipun Íslands, bls. 462. Björg Thorarensen, Stjórnskipunar-
réttur, bls. 324–325, 558. Lög um mannréttindasáttmála Evrópu 1994 nr. 62 19. maí:
http://www.althingi.is/lagas/138b/1994062.html [sótt 8. 12. 2010]. Samningsviðauki
nr. 1 við samning um verndun mannréttinda og mannfrelsis með breytingum skv. samn-
ingsviðauka nr. 11 (1952), SES nr. 9: www.humanrights.is/log-og-samningar/mann-
rettindasamningar/evropuradid/echr/protone/ [sótt 28. 12 .2010]. Alþjóðasamningur