Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Side 160
160
HJALTI HUGASON
börn til að taka þátt í kennslu í kristnum fræðum ef trúarsannfæring foreldr-
anna er önnur.29 Þó má færa rök að því að sáttmálarnir undanþiggi nem-
endur ekki fræðslu um kristna trú og eftir atvikum önnur trúarbrögð sem
menningarleg og félagsleg fyrirbæri. Einnig þarf að tryggja að fræðslan
skarist ekki við eiginlega trúfræðslu eða trúariðkun og/eða setja ákvæði um
greiðar undanþágur frá slíkri kennslu.30
Með kirkjuskipaninni eru þjóðkirkjunni tvímælalaust veitt forréttindi um-
fram önnur trúfélög.31 Sökum þessa er ekki jafnræði með trúfélögum í land-
inu þrátt fyrir trúfrelsið.32 Er misræmið réttlætt með því að mikill meirihluti
þjóðarinnar tilheyri þjóðkirkjunni, hún gegni fjölþættum samfélagslegum
og menningarlegum hlutverkum sem önnur trúfélög hafi ekki axlað í sama
mæli, þjónusta hennar standi öllum til boða óháð búsetu, kirkjuaðild og trú,
sem og að hún eigi lengri samfellda sögu með þjóðinni en önnur trúfélög.
Hefur mismunun trúfélaga af þessum ástæðum ekki verið talin án ástæðu og
þar með ekki andstæð lögum.33 Ljóst er hins vegar að stjórnarskráin heim-
ilar ekki mismunun milli trúfélaga án málefnalegra ástæðna eða mismunun
— jákvæða eða neikvæða — milli einstaklinga sem rekja má til trúarskoð-
ana þeirra eða trúariðkunar (sbr. 65. grein). Þá kemur hún heldur ekki í
veg fyrir að ríkisvaldið veiti öðrum trúfélögum sama eða sambærilegan styrk
um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi 1979 nr. 10 28. ágúst: http://www.althingi.is/
lagas/131b/1979010.2c3.html [sótt 8. 12. 2010].
29 Gunnar G. Schram, Stjórnskipun Íslands, bls. 466, 568–469, 571.
30 Sjá Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Folgerø o. fl. gegn norksa ríkinu 29. 6. 2007:
http://vlex.com/vid/case-of-folgero-and-others-v-norway-28498722 [sótt 4. 2. 2011].
Björg Thorarensen, Stjórnskipunarréttur, bls. 336–337, sjá sérstaklega nmgr. 32.
31 Alþingistíðindi, 1/1999–2000, bls. 676. Gunnar G. Schram, Stjórnskipun Íslands, bls.
466. Páll Sigurðsson, „Trúarbrögð og mannréttindi — Trúfrelsi og jafnræði trú-
félaga á Íslandi“, bls. 137–138. Björg Thorarensen, Stjórnskipunarréttur, bls. 343.
32 Viðurkennt er að hliðstæð mismunun ríkir í Danmörku. „Danskerne og kirken“,
Velkomst til folkekirken, Kaupmannahöfn: Det mellemkirkelige Råd, 2001, bls. 4–5,
hér bls. 5. Hans Raun Iversen, „Religionsfrihed og religionslighed i Danmark“, For
Folkekirkens skyld — at forny for at bevare, Kaupmannahöfn: Unitas Forlag, 2004, bls.
33–58. Jan Lindhardt, Folkekirke?, bls. 93, 124–125. Martin Schwarz Lausten, Kirkens
historie i Danmark, bls. 121.
33 Dómur Hæstaréttar Nr. 109/2007. Ásatrúarfélagið (Steingrímur Gautur Kristjánsson
hrl., Sveinn Guðmundsson hdl.) gegn íslenska ríkinu (Skarphéðinn Þórisson hrl., Þórður
Bogason hdl.): http://www.haestirettur.is/domar?nr=4775&leit=t [sótt 5. 12. 2010]. Sjá
og Steingrímur Gautur Kristjánsson, „Kirkjan, trúfrelsið og jafnrétti trúfélaga“, Afmæl-
isrit. Guðmundur Ingvi Sigurðsson áttræður 16. júní 2002, ritstj. Eggert Óskarsson o.a.,
Seltjarnarnes: Bókaútgáfan Blik, 2002, bls. 177–208, hér bls. 187–189. Páll Sigurðsson,
„Trúarbrögð og mannréttindi — Trúfrelsi og jafnræði trúfélaga á Íslandi“, bls. 139.