Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Side 161
161
ÞJÓÐKIRKJA OG TRÚFRELSI
og vernd.34 Trúarleg mismunun er því ekki óhjákvæmileg afleiðing þjóð-
kirkjuskipanar af því tagi sem hér er.35
Þess skal að lokum getið að þrátt fyrir aukna fjölhyggju hafa þær
alþjóðastofnanir sem um tilvist þjóðkirkna hafa fjallað ekki talið slíkt fyr-
irkomulag í sjálfu sér andstætt trúfrelsisákvæðum.36 Í lýðræðisríkjum nútím-
ans skiptir þó máli hvernig slíkt fyrirkomulag er framkvæmt og hversu mikil
forréttindi það tryggir einni kirkju eða trúfélagi.
Lýsandi eða „normerandi“ kirkjuskipan?
Kirkjuskipan má annað tveggja túlka svo að henni sé aðeins ætlað að endur-
spegla trúarlegar aðstæður í viðkomandi samfélagi (lýsandi hlutverk) eða
þannig að henni sé ætlað trúarpólitískt (normativt) hlutverk.
Það er viðtekin túlkun að kirkjuskipan dönsku stjórnarskrárinnar hafi
verið ætlað að falla sem best að ríkjandi aðstæðum í trúarefnum í Danmörku
er hún var sett, það er að vera algerlega lýsandi, en hún kvað á um að
evangelísk-lútherska kirkjan væri þjóðkirkja þar í landi.37 Þar störfuðu þá
34 Hans Gammeltoft-Hansen, „§ 4“, Danmarks Riges Grundlov med kommentarer, 2006,
bls. 136–138, hér bls. 137. Sjá og túlkun Oddnýjar Mjallar Arnardóttur á 9. gr.
Mannréttindasáttmála Evrópu og 18. gr. Alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórn-
málaleg réttindi. Oddný Mjöll Arnardóttir, „Trúfrelsi, sannfæringarfrelsi og jafnrétti
í íslensku stjórnarskránni“, bls. 379–382.
35 Sjá Steingrímur Gautur Kristjánsson, „Kirkjan, trúfrelsið og jafnrétti trúfélaga“, bls.
203–206. Páll Sigurðsson, „Trúarbrögð og mannréttindi — Trúfrelsi og jafnræði trú-
félaga á Íslandi“, bls.140. Í Svíþjóð hafa til dæmis frjáls trúfélög notið fjárhagslegs
stuðnings frá ríkinu allt frá 1971 þrátt fyrir að tengsl ríkis og evangelísk-lúthersku
kirkjunnar þar í landi hafi allt til 2000 verið hliðstæð og gerist hér á landi nú. Sören
Ekström, „Staten, trossamfunden och samhällets grundläggande värderingar — en
bakgrund“, Samfunden og bidragen. „De grundläggande värderingar som samhället vilar
på“ — om förutsättningarna för statsbidrag till trossamfund, Stokkhólmi: Proprius förlag
AB, 2006, bls. 11–35, hér bls. 11.
36 Steingrímur Gautur Kristjánsson, „Kirkjan, trúfrelsið og jafnrétti trúfélaga“, bls. 205.
Páll Sigurðsson, „Trúarbrögð og mannréttindi — Trúfrelsi og jafnræði trúfélaga á Ís-
landi“, 139–140. Ragnhildur Helgadóttir, „Hugsana-, samvisku- og trúfrelsi“, Mann-
réttindasáttmáli Evrópu. Meginreglur, framkvæmd og áhrif á íslenskan rétt, ritstj. Björg
Thorarensen o.a., Reykjavík: Mannréttindastofnun Háskóla Íslands, Lagadeild Há-
skólans í Reykjavík, 2005, bls. 342–358, hér bls. 357–358. Oddný Mjöll Arnardóttir,
„Trúfrelsi, sannfæringarfrelsi og jafnrétti í íslensku stjórnarskránni“, bls. 381. Björg
Thorarensen, Stjórnskipunarréttur, bls. 346.
37 Í stjórnarskrárfrumvarpi dönsku ríkisstjórnarinnar 1848 er til dæmis notað algerlega
lýsandi orðalag sem segir að evangelíska-lútherska kirkjan sé „...som den, hvori den
overvejende Deel af Folket befinder sig, at ansee som den danske Folkekirke...“.
H. J. H Glædemark, Kirkeforfatningsspørgsmaalet i Danmark indtil 1847. En Histor-