Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Síða 164
164
HJALTI HUGASON
órofa hluta þess eins og raun hafði verið fram að gildistöku stjórnarskrár-
innar. „Fyrirheitisgreinin“ bendir og til að ætlunin hafi verið að auka sjálfs-
stjórn dönsku kirkjunnar á grundvelli sérstakra kirkjulaga. Þar sem slík lög
hafa ekki verið sett í Danmörku verður að líta svo á að stjórnarskráin 1849
hafi aðeins komið á ríkiskirkjufyrirkomulagi sem sé eins konar millistig milli
trúarlega skilgreinds ríkisvalds og eiginlegrar þjóðkirkju. Slík skipan er enn
við lýði í Danmörku þrátt fyrir að lýðræði í kirkjunni hafi verið aukið mikið
á safnaða- eða grasrótar-„plani“ með ýmsum sérlögum meðal annars um
sóknarnefndir, leysingu sóknarbands, kjörsöfnuði og fleira en líta má á slík
lög sem óbeina uppfyllingu „fyrirheitisgreinarinnar.48
Líta má svo á að allt frá lokum 19. aldar og einkum upphafsárum þeirrar
20. hafi staðið yfir barátta um að koma á þjóðkirkju af fyrrgreindu tagi hér
á landi — að vísu með löngum hléum — uns það tókst með þjóðkirkjulög-
unum frá 1997.49 Þau valda því að hér á landi ríkir í grundvallaratriðum
annars konar skipan en í Danmörku: Þjóðkirkjan er sjálfstætt trúfélag og
persóna að lögum sem fer með víðtæka stjórn í bæði ytri og innri málum
sínum og lýtur lýðræðislegum stjórnarháttum.50 Hér má því líta svo á að
ríki eiginlegt þjóðkirkjufyrirkomulag sem víkur í veigamiklum atriðum frá
dönsku ríkiskirkjuskipaninni.51 Þó er lýðræði og umfram allt sveigjanleiki á
safnaða-„planinu“ vissulega ekki eins mikið hér og í Danmörku. Frá þeirri
sjónarhæð séð má vissulega segja að þjóðkirkjuhugtakið og þjóðkirkju-
skipanin séu trúarpólitísk hlaðin eða normerandi en þá aðeins að því er tekur
til stjórnskipunar þjóðkirkjunnar en hvorki til tengsla hennar við ríkisvaldið
né forréttinda fram yfir önnur trúfélög. Með þessu er átt við að litið sé svo á
48 H. J. H Glædemark, Kirkeforfatningsspørgsmaalet i Danmark, bls. 512–513. Henrik
Zahle, Regering, forvaltnig og dom, bls. 149–150. Jan Lindhardt, Folkekirke?, bls. 46–
47. Jens Ravn-Olesen, „Fra statskirke til Folkekirke“, bls. 13. Hans Raun Iversen,
„Religionsfrihed og religionslighed i Danmark“, bls. 50, 52. Martin Schwarz
Lausten, Kirkens historie i Danmark, bls. 83, 118. Með trúarlega skilgreindu ríkisvaldi
er hér átt við ríkisvald sem starfar á ákveðnum játningargrundvelli og viðurkennir
ekki trúfrelsi. Með ríkiskirkjuskipan er átt við kirkju sem lýtur yfirstjórn ríkisvalds-
ins í veigamiklum málum. Eiginleg þjóðkirkja er aftur á móti kirkja sem nýtur í
meginatriðum sjálfstjórnar þótt hún geti starfað í tengslum við ríkisvald.
49 Hjalti Hugason, „Þróun sjálfstæðrar þjóðkirkju“, bls. 73–104. Hér er einnig byggt
á greinaflokki höf. Þróun sjálfstæðrar þjóðkirkju á öndverðri 20. öld sem að hluta bíður
birtingar.
50 Lög um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar 1997.
51 Hjalti Hugason, „Folkkyrka i ett multikulturellt samhälle. — En isländsk fallstudie“, Kirke,
protestantisme og samfunn. Festskrift til professor dr. Ingun M. Montgomery, ritstj. Roger Jens-
en o.a., Þrándheimi: Tapir akademisk forlag, 2006, bls. 325–336, hér bls. 327–330.