Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Qupperneq 167
167
ÞJÓÐKIRKJA OG TRÚFRELSI
gert að taka þátt í eða gjalda til annarrar trúariðkunar en hann kýs sjálfur (64.
grein). Loks er bannað að mismuna einstaklingum eða skerða borgaraleg og
þjóðleg réttindi þeirra vegna trúarskoðana þeirra eða trúariðkunar (64. sbr.
og 65. grein). Trúfrelsið er því samofið almennu skoðanafrelsi og rétti til
frjálsrar sannfæringar, tjáningar og félagsstarfs sem kveðið er á um í 73. og
74. grein stjórnarskrárinnar og jafnvel 71. grein um friðhelgi einkalífsins.57
Má raunar líta svo á að trúfrelsið sé einn elsti þáttur mannréttinda.58 Til
viðbótar við ákvæði stjórnarskrárinnar tryggja Mannréttindasáttmáli Evrópu
og Samningur um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi sem Ísland á aðild að
trúfrelsi með svipuðu móti og gert er í stjórnarskránni.59
Í trúfrelsisgreinunum tveimur kemur fram bæði „jákvæð“ og „neikvæð
hlið“ trúfrelsis.60 Í 63. grein er þannig kveðið á um rétt til trúariðkunar en í
57 Gunnar G. Schram, Stjórnskipun Íslands, bls. 463, 571. Björg Thorarensen,
Stjórnskipunarréttur, bls. 327–328, 338, 352.
58 Willy Strzelewicz, De mänskliga rättigheternas historia. Från den amerikanska oavhängig-
hetsförklaringen till våra dagar, Stokkhólmi: Ordfront förlag, 2001, bls. 20–62.
59 Lög um mannréttindasáttmála Evrópu. Alþjóðasamningur um borgaraleg og stjórnmálaleg
réttindi. Upphafleg trúfrelsisákvæði dönsku stjskr. (81.–84., núv. 67.–70. gr.) standa
því sem næst óbreytt enn í dag og geyma 81. og 84. gr. höfuðákvæði trúfrelsisbálks-
ins; Hans Gammeltoft-Hansen, „§ 67“, „§ 68“, „§ 69“, Danmarks Riges Grundlov
med kommentarer, 1999, bls. 321–330; Lars Adam Rehof, „§ 70“, Danmarks Riges
Grundlov med kommentarer, 1999, bls. 331–334. Upphafleg 81. (núv. 67.) gr. er hlið-
stæð 63. gr. í ísl. stjskr. og kveður enn í dag á um rétt borgaranna til að tilbiðja Guð á
þann hátt sem samræmist sannfæringu þeirra. Þrátt fyrir orðalagið er ekki litið svo á
að heimildin til að stofna trúfélög takmarkist við guðstrú í þröngum skilningi; Hans
Gammeltoft-Hansen, „§ 67“, Danmarks Riges Grundlov med kommentarer, 1999, bls.
321–322; sama rit, „§ 69“, bls. 328–330. Sjá líka Henrik Zahle, Menneskerettigheter,
bls. 144; Hans Raun Iversen, „Religionsfrihed og religionslighed i Danmark“, bls.
35. Takmarkanir á trúfrelsi í Danmörku hafa verið túlkaðar með sambærilegum
hætti og hér á landi eins og greint var frá hér að framan; Hans Gammeltoft-Hansen,
„§ 67“, Danmarks Riges Grundlov med kommentarer, 1999, bls. 323.
60 „Neikvæð hlið“ trúfrelsis felst í rétti fólks til að afneita trú, standa utan trúfélaga, vera
þeim óskuldbundin og jafnvel vera laust undan trúarlegum áreitum í opinberu rými.
Í „jákvæðri hlið“ trúfrelsis felst aftur á móti frelsi til trúariðkunar. Positiv och negativ
religionsfrihet i arbetslivet: När inskränker de på varandras områden?: http://www.
essays.se/essay/d793df13ce/ [sótt 19. 12. 2010]. Hjalti Hugason, „Trúfrelsi í sögu og
samtíð. Jákvætt og neikvætt trúfrelsi“, Kirkjuritið 1/2006, bls. 17–23, hér bls. 20–22.
Hjalti Hugason, Bleikt eða blátt trúfrelsi: http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_
HjaltiHugason/bleikt-eda-blatt-trufrelsi- [sótt 19. 7. 2011]. Misjafnt er eftir löndum
hvort meiri áhersla hefur verið lögð á „jákvæða“ eða „neikvæða hlið“ trúfrelsis. Með
tilliti til þess að franska byltingin beindist ekki aðeins gegn ríkinu heldur ekki síður
kirkjunni sem pólitísku afli á „neikvæð“ útfærsla trúfrelsis sér sögulegar forsendur
þar í landi. Torben Christensen og Sven Göransson, Kyrkohistoria, 3 b., án útgst.:
Scandinavian university books, Esselete studium, 1976, bls. 142–151. Ian Buruma,