Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Qupperneq 171
171
ÞJÓÐKIRKJA OG TRÚFRELSI
Trúfrelsi einstaklinga
Annan hornstein þess trúfrelsis sem stjórnarskráin myndar grunn að er
að finna í 64. grein sem felur í sér jafnræðisreglu og bannar mismunun
einstaklinga sem byggist á trúarlegum skoðunum þeirra eða höfnun þeirra
á slíkum viðhorfum, það er trúleysi. Greinin tryggir þannig óskorað pers-
ónulegt eða einstaklingsbundið trúfrelsi og að þjóðfélagsréttindi manna
séu ekki bundin við trúarbrögð. Ákvæðið á við alla sem dvelja hér á landi
en einnig hugsanlega þá sem staddir eru erlendis. Þannig er ekki heimilt
að meina mönnum að koma til landsins vegna trúarbragða sinna né eiga
fasteignir hér. Þá er heldur ekki heimilt að fara mismunandi með eigur
manna eftir því hvaða trúfélagi þeir tilheyra. Jafnræðið er ítrekað í 65. grein
stjórnarskrárinnar. Beinist þetta bann bæði gegn handhöfum löggjafarvalds
og framkvæmdavalds. Þá er óheimilt að setja trúarskilyrði á sviði einkamála-
réttar eins og að tengja erfðarétt eða rétt til að ganga í hjónaband við trúar-
skoðanir en það var gert hér á landi fram á 9. áratug 19. aldar. Eina undan-
tekningin er að krefjast má að vígðir þjónar þjóðkirkjunnar, biskupar, prestar
og djáknar séu í kirkjunni, sem og þeir sem kjörnir eru til setu á kirkjuþingi
eða í sóknarnefnd. Á hinn bóginn má heldur ekki víkjast undan almennum
borgaralegum skyldum af trúarástæðum. Með því er til dæmis átt við að sitja
í sveitarstjórn, vera meðdómsmaður, bera vitni í máli eða annað slíkt. Þó má
gera undantekningu í lögum til dæmis með því að veita mönnum undan-
þágu frá tilteknum skyldum sem væru sérstaklega andsnúnar trúarskoðunum
telur greinina ekki aðeins tryggja trúfélögum vernd heldur verndi hún einnig rétt
fólks til að vera ekki skyldugt til að iðka tiltekna trú eða trúarathafnir. Gunnar G.
Schram, Stjórnskipun Íslands, bls. 466. Þetta kann að leiða af greininni en kemur þó
einkum fram í 64. gr. stjskr. Oddný Mjöll Arnardóttir, „Trúfrelsi, sannfæringarfrelsi
og jafnrétti í íslensku stjórnarskránni“, bls. 371. Björg Thorarensen, Stjórnskipunar-
réttur, bls. 330, 337, 339–341, 404–405, 410–411. Samkvæmt 81. (núv. 67.) gr. í
dönsku stjskr. var öllum trúfélögum þar í landi einnig veitt ríkari réttarvernd en öðr-
um félögum að stjórnmálaflokkum undanskildum. Henrik Zahle, Regering, forvaltnig
og dom, bls. 151. Henrik Zahle, Menneskerettigheter, bls. 144. Hans Gammeltoft-
Hansen, „§ 69“, Danmarks Riges Grundlov med kommentarer, 1999, bls. 328–330.
Danskerne og kirken, bls. 5. Hans Raun Iversen, „Religionsfrihed og religionslighed i
Danmark“, bls. 36, 43. Jens Kristiansen, „§ 78“, Danmarks Riges Grundlov med komm-
entarer, 1999, bls. 451–468, hér bls. 453, 461. Trossamfund uden for folkekirken: http://
www.km.dk/ministeren-og-ministeriet/andre-trossamfund/religionsfrihed-og-tros-
samfund.html [sótt 17.12.2010].