Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Page 172
172
HJALTI HUGASON
þeirra líkt og gert er víða þar sem almenn herskylda er.71 Má líta á þetta sem
þá „jákvæðu hlið“ trúfrelsis sem greinin tryggir.
Bann 64. greinar um að borgaraleg og þjóðleg réttindi séu skert vegna
trúarskoðana stendur í nánu sambandi við jafnræðisreglu (65. gr.) stjórnar-
skrárinnar. Felur greinin bæði í sér bann við að meina nokkrum að gegna
einhverju starfi eða embætti vegna trúarskoðana eða aðildar að trúfélagi og
bann við að krefjast slíkrar aðildar nema þegar í hlut eiga einstaklingar er
sækjast eftir vígðri þjónustu í þjóðkirkjunni eða atkvæðisrétti um málefni sem
þjóðkirkjunni er falin sjálfsstjórn í, til dæmis með því að verða kirkjuþings-
fulltrúar eða sóknarnefndarmenn. Virðast málefnaleg rök fyrir því að krefj-
ast þess af biskupum, prestum og djáknum að þeir séu í þjóðkirkjunni, boði
og kenni í samræmi við játningargrundvöll hennar og virði að öðru leyti
helgisiði og formlegar starfsreglur þjóðkirkjunnar.72
Grein 64 er einnig ætlað að standa vörð um „neikvæða hlið“ trúfrelsisins.
Þannig ítrekar hún þann rétt sem einnig má leiða af 63. grein að öllum sé
heimilt að standa utan trúfélaga. Þyngra vegur þó að enginn skal þurfa að
greiða persónuleg gjöld til annars trúfélags en þess sem hann er félagi í. Er
þetta tryggt í framkvæmd þeirrar gjaldheimtu sem ríkið fer með fyrir hönd
trúfélaga á þann hátt að þjóðkirkjunni og öðrum skráðum trúfélögum er
skilað ákveðinni upphæð af óskiptum tekjuskatti fyrir hvern einstakling sem
tilheyrir viðkomandi trúfélagi. Ekki er mögulegt með skírskotun til þessa
ákvæðis að neita að greiða almenna skatta þótt nokkur hluti af skatttekjum
ríkisins renni þannig til þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga. Greinin tryggir
síðan fjárhagslega jafnstöðu þeirra sem tilheyra trúfélögum og hinna sem
standa utan þeirra með ákvæði um sérstakt gjald sem upphaflega rann til
Háskóla Íslands en rennur nú beint í ríkissjóð.73 Eftir þá breytingu er aftur á
71 Gunnar G. Schram, Stjórnskipun Íslands, bls. 468, 475–476. Björg Thorarensen,
Stjórnskipunarréttur, bls. 341–342. Samkirkjulegar samþykktir sem Þjóðkirkjan gerist
aðili að geta valdið því að félögum í öðrum kirkjum jafnvel af öðrum kirkjudeildum
sé veittur réttur til embætta eða trúnaðarstarfa með atkvæðisrétti í Þjóðkirkjunni.
Þessi er t.d. raunin með Porvoo-yfirlýsinguna frá 1992. Sjá: Sameiginleg yfirlýsing frá
Porvoo, Reykjavík: Skálholtsútgáfan, 1995, bls. 29, 30.
72 Björg Thorarensen, Stjórnskipunarréttur, bls. 342–343, 582–584.
73 Lög um sóknargjöld o.fl. 1987 nr. 91 29. desember: http://www.althingi.is/
lagas/139a/1987091.html [sótt 18. 2. 2011]. Björg Thorarensen, Stjórnskipunar-
réttur, bls. 335–336. Sjá Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu. Darby gegn sænska
ríkinu 23. 10. 1990: http://sim.law.uu.nl/SIM/CaseLaw/hof.nsf/d0cd2c2c444d8d9
4c12567c2002de990/1ee49a8f840489f7c1256640004c1d6f?OpenDocument [sótt 4.
2. 2011]. Ákvæði sambærilegs efnis 64. gr. ísl. stjskr. var að finna í 82. og 84. (núv.
68. og 70.) gr. í þeirri dönsku. Síðari greinin var útvíkkuð 1953 þannig að hún nær