Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Side 173
173
ÞJÓÐKIRKJA OG TRÚFRELSI
móti álitamál hvort um sé að ræða málefnalega skattheimtu eða hvort leysa
beri þá sem ekki tilheyra neinu trúfélagi undan því að greiða sambærilega
upphæð og aðrir greiða til trúfélaga sinna.74
Í ljósi þess sem sagt hefur verið má líta svo á að hér ríki næsta óskorað
trúfrelsi. Það ójafnræði sem í þjóðkirkjuskipaninni felst kann þó að leiða
til þess að sumum finnist um og of þrengt að trúarlegu jafnræði fólks og
þar með jafnvel trúfrelsinu.75 Á þetta einkum við um þá sem ekki aðhyllast
kristni og jafnvel helst þá sem afneita öllum trúarbrögðum. Þar munar þó
oft meira um þjóðlega og menningarlega einsleitni samfélagsins langt fram á
20. öld en kirkjuskipanina í þröngum skilningi. Helsti vandinn sem við er að
glíma í þessu efni er sú samsvörun sem mörgum hættir til að sjá á milli þess
að vera fullgildur Íslendingur og félagi í lútherskri kirkju.76 Miklu skiptir
einnig hvernig kirkjuskipanin er útfærð á hverjum tíma og þá einkum hversu
mikla sérstöðu sú skylda ríkisvaldsins að „styðja [þjóðkirkjuna] og vernda“ er
látin skapa henni miðað við önnur trúfélög.
Í heild virðist umræða um íslensku trúfrelsisákvæðin jafnvel eftir endur-
skoðun 1994–1995 er tók til mannréttinda, þar á meðal trúfrelsisins, ein-
kennast af áherslu á félagafrelsi, frelsi til trúariðkunar og aðra ytri þætti
trúfrelsisins. Í alþjóðasáttmálum sem lögfestir hafa verið hér er fremur litið
til réttar einstaklinga til að aðhyllast þá trú eða lífsskoðun sem sannfæring
þeirra stendur til líkt og gert er í stjórnarskrá okkar þegar aðrar skoðanir
nú einnig til þjóðernisuppruna. Að því leyti er hún hliðstæð jafnræðisreglu íslensku
stjórnarskrárinnar frá 1995. Í Danmörku er gengið út frá því að túlka verði greinina
í ljósi mannréttindaumræðu á hverjum tíma. Lars Adam Rehof, „§ 70“, bls. 331–334.
Hans Raun Iversen, „Religionsfrihed og religionslighed i Danmark“, bls. 40–42. Nú
gildir einnig 14. gr. mannréttindasáttmála Evrópu í þessu efni bæði í Danmörku og á
Íslandi. Lög um mannréttindasáttmála Evrópu.
74 Páll Sigurðsson, „Trúarbrögð og mannréttindi — Trúfrelsi og jafnræði trúfélaga á
Íslandi“, 138–139, 140.
75 Því máli gegnir til að mynda um samtökin Siðmennt er tekið hafa saman sérstaka
stefnumörkun í trúfrelsismálum. Stefna Siðmenntar í trúfrelsismálum: http://www.
sidmennt.is/trufrelsi [sótt 17. 12. 2010].
76 Hjalti Hugason, „Ímynd á nýrri öld. Viðbrögð við íslenskum kirkjuveruleika við
upphaf 21. aldar“, Kirkjuritið, 1. sérhefti/2001, bls. 26–57. Þessi afstaða endurspegl-
ast m.a. í því að trúfélög sem víkja frá lútherskri játningu eru oft nefnd „sértrúarsöfn-
uðir“ jafnvel í fræðilegum textum en það orðalag getur ekki talist hlutlaust. Það að
líta á þjóðarheildina út frá meirihlutakirkjunni er þó ekki sérstakt íslenskt fyrirbrigði
heldur gætir þess einnig annars staðar á Norðurlöndum. Sjá t.d. „Den kristne kult-
urarv i Danmark — Kristendommen i Danmark“, Velkomst til folkekirken, Kaup-
mannahöfn: Det mellemkirkelige Råd, 2001, bls. 3.