Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Page 191
191
RÆÐA UM LJÓÐLIST OG SAMFÉLAG
en þeim er eiginlegt að vinna úr þverstæðum sem bera hina raunverulegu
tilveru uppi og hneigjast einungis af þeim sökum til að sætta þær, gerir sann-
leiksgildi þeirra ekki aðeins rangt til heldur falsar einnig hugmyndafræði-
hugtakið. Það hugtak felur ekki í sér að allur andi sé til þess eins nýtur að
einhverjir menn knýi einhverja sérhagsmuni fram sem almannahagsmuni,
heldur er því ætlað að afhjúpa tiltekinn falskan anda og skilja um leið hvers
vegna hann er óhjákvæmilegur. Reisn listaverka felst aftur á móti alfarið í því
að færa í orð það sem hugmyndafræðin dylur. Útkoma þeirra er annað og
meira en falsvitund, hvort sem það er ætlunin eða ekki.
Leyfið mér að víkja að grunsemdum ykkar. Þið skynjið ljóðlistina sem
eitthvað algjörlega einstaklingsbundið og andhverft samfélaginu. Tilfinn-
ingin segir ykkur að þannig eigi það að vera, að tjáning ljóðsins brjótist undan
þunga efnisheimsins og særi þannig fram mynd lífs sem sé laust undan oki
ríkjandi iðju, nytsemdarinnar, áþján hinnar óvægnu sjálfsbjargarviðleitni.
En þessi krafa á hendur ljóðlistinni, um hið óspjallaða orð, er sjálf sam-
félagsleg. Hún gefur til kynna andstöðu við þjóðfélagsástand sem sérhver
einstaklingur skynjar sem fjandsamlegt, framandi, kalt og þrúgandi – og þetta
ástand setur mark sitt á sköpunarverkið á neikvæðan hátt; því þungbærara
sem ástandið er, þeim mun eindregnara verður sköpunarverkið í andstöðu
sinni við það, með því að lúta engu utanaðkomandi valdi heldur byggja
alfarið á sínum eigin lögmálum. Fjarlægð þess frá tilverunni eins og hún
er verður að mælikvarða á hve ósönn hún er og svikul. Með andstöðu sinni
færir ljóðið í orð draum um heim þar sem hlutirnir væru öðruvísi. Sérlyndi
hins skáldlega anda andspænis ofríki hlutanna er viðbragð við hlutgervingu
heimsins, drottnunarvaldi vörunnar yfir manninum, sem hefur breiðst út frá
upphafi nýaldar og orðið að ríkjandi afli lífsafkomunnar frá og með iðnbylt-
ingunni. Tilbeiðsla Rilkes á hlutnum lýtur einnig ægivaldi þessa sérlyndis,
sem tilraun til að innlima þá hluti sem framandi eru í hina hreinu huglægu
tjáningu og leysa þá upp, ljá framandleika þeirra frumspekilegt gildi – en
fagurfræðilegir brestir þessarar tilbeiðslu á hlutnum, dulúðugt látæðið og
blöndun trúarbragða og listiðnar, afhjúpa um leið raunverulegt vald hlut-
gervingarinnar sem lætur ekki lengur sveipa sig nokkurri ljóðrænni áru og
færist undan allri merkingu.
Þess konar innsýn í samfélagslegt eðli ljóðlistar er aðeins orðuð á annan
hátt þegar sagt er að hugtak hennar, sem er eins og milliliðalaust og á vissan
hátt samgróið okkur, tilheyri nútímanum fortakslaust. Á sambærilegan hátt
þróaðist landslagsmálverkið, ásamt hugmynd þess um „náttúruna“, ekki sem
sjálfstætt listform fyrr en í nútímanum. Ég veit að með þessu er ég að ýkja