Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Page 191

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Page 191
191 RÆÐA UM LJÓÐLIST OG SAMFÉLAG en þeim er eiginlegt að vinna úr þverstæðum sem bera hina raunverulegu tilveru uppi og hneigjast einungis af þeim sökum til að sætta þær, gerir sann- leiksgildi þeirra ekki aðeins rangt til heldur falsar einnig hugmyndafræði- hugtakið. Það hugtak felur ekki í sér að allur andi sé til þess eins nýtur að einhverjir menn knýi einhverja sérhagsmuni fram sem almannahagsmuni, heldur er því ætlað að afhjúpa tiltekinn falskan anda og skilja um leið hvers vegna hann er óhjákvæmilegur. Reisn listaverka felst aftur á móti alfarið í því að færa í orð það sem hugmyndafræðin dylur. Útkoma þeirra er annað og meira en falsvitund, hvort sem það er ætlunin eða ekki. Leyfið mér að víkja að grunsemdum ykkar. Þið skynjið ljóðlistina sem eitthvað algjörlega einstaklingsbundið og andhverft samfélaginu. Tilfinn- ingin segir ykkur að þannig eigi það að vera, að tjáning ljóðsins brjótist undan þunga efnisheimsins og særi þannig fram mynd lífs sem sé laust undan oki ríkjandi iðju, nytsemdarinnar, áþján hinnar óvægnu sjálfsbjargarviðleitni. En þessi krafa á hendur ljóðlistinni, um hið óspjallaða orð, er sjálf sam- félagsleg. Hún gefur til kynna andstöðu við þjóðfélagsástand sem sérhver einstaklingur skynjar sem fjandsamlegt, framandi, kalt og þrúgandi – og þetta ástand setur mark sitt á sköpunarverkið á neikvæðan hátt; því þungbærara sem ástandið er, þeim mun eindregnara verður sköpunarverkið í andstöðu sinni við það, með því að lúta engu utanaðkomandi valdi heldur byggja alfarið á sínum eigin lögmálum. Fjarlægð þess frá tilverunni eins og hún er verður að mælikvarða á hve ósönn hún er og svikul. Með andstöðu sinni færir ljóðið í orð draum um heim þar sem hlutirnir væru öðruvísi. Sérlyndi hins skáldlega anda andspænis ofríki hlutanna er viðbragð við hlutgervingu heimsins, drottnunarvaldi vörunnar yfir manninum, sem hefur breiðst út frá upphafi nýaldar og orðið að ríkjandi afli lífsafkomunnar frá og með iðnbylt- ingunni. Tilbeiðsla Rilkes á hlutnum lýtur einnig ægivaldi þessa sérlyndis, sem tilraun til að innlima þá hluti sem framandi eru í hina hreinu huglægu tjáningu og leysa þá upp, ljá framandleika þeirra frumspekilegt gildi – en fagurfræðilegir brestir þessarar tilbeiðslu á hlutnum, dulúðugt látæðið og blöndun trúarbragða og listiðnar, afhjúpa um leið raunverulegt vald hlut- gervingarinnar sem lætur ekki lengur sveipa sig nokkurri ljóðrænni áru og færist undan allri merkingu. Þess konar innsýn í samfélagslegt eðli ljóðlistar er aðeins orðuð á annan hátt þegar sagt er að hugtak hennar, sem er eins og milliliðalaust og á vissan hátt samgróið okkur, tilheyri nútímanum fortakslaust. Á sambærilegan hátt þróaðist landslagsmálverkið, ásamt hugmynd þess um „náttúruna“, ekki sem sjálfstætt listform fyrr en í nútímanum. Ég veit að með þessu er ég að ýkja
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.