Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Blaðsíða 192
192
THEODOR W. ADORNO
og þið gætuð tilgreint mörg dæmi um hið gagnstæða. Skýrasta dæmið væri
Saffó. Um kínverska, japanska og arabíska ljóðlist ræði ég ekki, þar sem ég
get ekki lesið hana á frummálinu og mig grunar að í þýðingum rati hún inn í
aðlögunarferli er útiloki með öllu tilhlýðilegan skilning. En birtingarmyndir
þess anda fyrri tíðar sem okkur er kunnuglegur, og ljóðrænn í sérstæðum
skilningi, eru aðeins tvístruð leiftur, á sama hátt og bakgrunnur gamalla
málverka vekur af og til hugboð um ímynd landslagsmálverksins. Þær móta
ekki formið. Stórskáld fjarlægrar fortíðar sem tilheyra ljóðlistinni í flokkun
bókmenntasögunnar, til að mynda Pindar og Alkaios en einnig megnið af
verkum Walthers von der Vogelweide, eru órafjarri grunnhugmynd okkar
um ljóðlist. Verk þeirra skortir einkenni hins milliliðalausa, hins efnissvipta,
sem við með réttu eða röngu höfum vanist að beita sem mælikvarða á ljóðlist
og við getum aðeins hafið okkur yfir með markvissri menntun.
Það sem við eigum við með ljóðlist hefur – áður en við víkkum hugtakið
út sögulega eða snúum því með gagnrýnum hætti gegn hinu einstaklings-
bundna sviði – að geyma andartak rofs; þeim mun ákafar sem það gefur sig
út fyrir að vera „hreinna“. Sjálfið sem tekur til máls í ljóðlistinni skilgreinir
sig og tjáir í andstöðu við fjöldann, hlutverundina; það er ekki samvaxið
náttúrunni sem tjáning þess vísar til. Það hefur svo að segja glatað henni og
leitast nú við að endurreisa hana með sálgæðingu, með því að steypa henni
ofan í sjálfið. Með manngervingunni á náttúran að endurheimta þann rétt
sem drottnunarvald mannsins svipti hana. Jafnvel ljóðræn sköpunarverk sem
engar menjar hinnar vanabundnu og hlutrænu tilveru og enginn hrár efnis-
leiki ná lengur inn í, þau mikilfenglegustu sem tungumál okkar þekkir, eiga
reisn sína að þakka einmitt því afli sem sjálfið beitir til að tendra í þeim ljóma
náttúrunnar um leið og það hörfar undan firringunni. Hrein hugverund
þeirra, það sem orkar órofið og samhljóma, ber vott um hið gagnstæða, um
þjáningu tilveru sem er hugverunni framandi, og um ást á henni. Samhljómur
þeirra er í raun ekki annað en samþætting slíkrar þjáningar og slíkrar ástar.
Jafnvel „Sjá, innan stundar / sefur þú rótt“ [Warte nur, balde / ruhest du
auch] hefur yfirbragð hughreystingar: hyldjúp fegurð orðanna verður ekki
greind frá því sem þau þegja yfir, hugmyndinni um heim sem gefur engin
grið.13 Með því einu að deila þessum harmi slær hljómur ljóðsins því föstu að
friður ríki þrátt fyrir allt. Maður freistast til að grípa til línanna „göngulúinn
13 Allar tilvitnanir í þetta ljóð Goethes eru sóttar í þýðingu Helga Hálfdanarsonar,
„Kvöldljóð vegfaranda“, í Erlend ljóð frá liðnum tímum, Reykjavík: Mál og menning,
1982, bls. 78.