Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Síða 198
198
THEODOR W. ADORNO
kallaðir eru formlegir. Einkum er vert að draga fram hvernig báðir þessir
þættir ryðja sér rúms, því að það er á vissan hátt aðeins í því ferli sem ljóðið
nær að fanga hið sögulega andartak innan eigin ramma. Ég vil þó ekki velja
ljóð eins og Goethes, þar sem ég benti á ýmislegt án þess að greina, heldur
nýrri verk í bundnu máli sem búa ekki yfir sama skilyrðislausa sannferðinu
og „Kvöldljóðið“. Bæði ljóðin sem ég hyggst ræða eiga vissulega hlutdeild í
hinni félagslegu undiröldu. Ég vil þó fyrst og fremst draga athygli ykkar að
því hvernig ólík lög grundvallarþverstæðna samfélagsins koma fram í þeim
í miðli hinnar skáldlegu hugveru. Leyfið mér að ítreka, að þá er ekki átt við
persónu skáldsins, hvorki sálarlíf né svokallaða þjóðfélagsstöðu þess, heldur
um ljóðið sem söguspekilegt sólúr.
Fyrst langar mig að lesa fyrir ykkur „Á göngu“ [Auf einer Wanderung]
eftir Mörike:
Ég held inn í þorp eitt viðmótsþýtt
og kvöldroði strýkst um götur blítt.
Úr opnum glugga gullna þíða,
um ríklegt blómaskart,
nem ég klukkutóna í svipan líða
og einum rómi næturgalar kveða vært,
svo blómstur skrýða,
svo háloft prýða,
svo rósir rauðar magnast og geisla skært.
Mér dvaldist, forviða, þrunginn gleði.
En hulið er þó mínu geði,
hví barst ég frá staðnum svo ört.
Ó, hér ljómar veröldin björt!
Himinninn ólgar í purpura skýjafuna,
að baki bærinn í gylltum reyk;
hve lækjarins ómur, hve myllunnar hljómur í eyrum mér duna!
Ég er í vímu, vitið skert –
Æ, gyðja þú hefur mitt hjarta snert
í blíðum ástarleik.
In ein freundliches Städtchen tret ich ein,
In den Straßen liegt roter Abendschein.
Aus einem offnen Fenster eben,