Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Blaðsíða 199
199
RÆÐA UM LJÓÐLIST OG SAMFÉLAG
Über den reichsten Blumenflor
Hinweg, hört man Goldglockentöne schweben,
Und eine Stimme scheint ein Nachtigallenchor,
Daß die Blüten beben,
Daß die Lüfte leben,
Daß in höherem Rot die Rosen leuchten vor.
Lang hielt ich staunend, lustbeklommen.
Wie ich hinaus vors Tor gekommen,
Ich weiß es wahrlich selber nicht.
Ach hier, wie liegt die Welt so licht!
Der Himmel wogt in purpurnem Gewühle,
Rückwärts die Stadt in goldenem Rauch;
Wie rauscht der Erlenbach, wie rauscht im Grund die Mühle!
Ich bin trunken, irrgeführt –
O Muse, du hast mein Herz berührt
Mit einem Liebeshauch.
Fram brýst mynd þess sælufyrirheits sem suður-þýska þorpið getur enn
gefið gesti sínum á góðum degi, en án minnstu eftirgjafar við átthagaróman-
tíkina, við ímynd hins friðsæla sveitaþorps. Ljóðið vekur kennd hlýju og
öryggis á afmörkuðum reit en er um leið verk í háum stíl, það er ekki spillt
af notalegheitum og alúð, það vegsamar ekki þennan reit andspænis víð-
áttunni, lætur enga sælu leynast á afviknum stað. Brotakennd frásögnin og
tungumálið eiga bæði sinn þátt í að leiða saman af listfengi útópíu hins næsta
nágrennis og útópíu hinna fjarlægustu slóða. Frásögnin veit ekkert um þorpið
nema sem stundlegt leiksvið, ekki sem dvalarstað. Þróttur tilfinningarinnar
sem fylgir gagntekningunni af rödd stúlkunnar – og nemur ekki aðeins hana,
heldur einnig rödd gervallrar náttúrunnar, kórinn – opinberast ekki fyrr en
handan við mörk leiksviðsins, undir purpuralitri ólgu himinhvolfsins, þegar
gylltur bærinn og niðandi lækurinn mætast í draumsýninni. Hér leggur sitt
af mörkum hárfínn þáttur tungumálsins, sem er illgreinanlegur, forn og
óðkenndur. Frjáls hrynjandin, líkt og frá ómunatíð, minnir á órímuð grísk
bragform, en einnig skyndilegur treginn í lokalínum fyrra erindisins, sem er
laðaður fram af nærfærni með breyttri orðaröð: „svo rósir rauðar magnast
og geisla skært.“ Hið staka orð „gyðja“, undir lok ljóðsins, skiptir sköpum.
Engu er líkara en þetta orð – eitt þeirra sem var hve mest ofnotað í þýsku
klassíkinni – ljómi á ný, ósvikið í sólarlaginu, þegar það er fært genius loci