Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Side 202
202
THEODOR W. ADORNO
Úr rakri nótt
blik brýst skjótt –
nú vorið brestur á
nú víst ég verð
hvar sem þú ferð
alla tíma
við þrá að lynda.
Hár stíllinn er hafinn yfir allan vafa. Á sælu hinna nærtæku hluta, sem líður
um mun eldra ljóð Mörikes, hvílir nú bannhelgi. Henni er úthýst einmitt
af þeirri tilfinningaþrungnu fjarlægð hjá Nietzsche sem George tók vit-
andi vits í arf. Á milli Mörikes og hans liggur andstyggilegur úrgangur
rómantíkurinnar; dreggjar sveitasælunnar eru með öllu úr sér gengnar og
megna nú aðeins að hlýja um hjartarætur. Á meðan skáldskapur Georges,
hins drottnunargjarna einstaklings, gerir hið einstaklingssinnaða borgara-
lega samfélag og einstaklinginn sem lifir fyrir sjálfan sig að forsendu eigin
tilvistar, þá er borgaralegur þáttur hins viðtekna forms bannfærður, engu
síður en hið borgaralega inntak. En þar sem þessi ljóðlist getur ekki talað
út frá neinu öðru en því borgaralega heildarástandi sem hún hafnar ekki
aðeins a priori [á frumforsendum] og í hljóði, heldur einnig í orði kveðnu,
rekst hún á hindrun: fyrir eigin tilstuðlan og af eigin rammleik býr hún sér
til annað, höfðinglegra svið. Þjóðfélagslega er það hulið að baki því sem
klisjan kallar aristókratíska afstöðu Georges. Sú afstaða er ekki tilgerðin sem
fyllir borgarann vandlætingu vegna þess að hann getur ekki gælt við ljóðin,
hún er öllu heldur – svo fjandsamleg þjóðfélaginu sem hún gefur sig út fyrir
að vera – afurð þjóðfélagslegrar díalektíkur sem neitar hugveru ljóðsins
um að samsama sig því sem er og formheimi þess. Eftir sem áður er hún, í
sínum innsta kjarna, eiðbundin því sem er: hún getur ekki talað frá neinum
öðrum stað en þeim sem er horfinn, út frá þjóðfélagi sem sjálft byggir á
drottnunarvaldi. Þangað er sótt sú hugsjón tignarinnar sem stýrir valinu á
hverju einasta orði, hverri mynd og hverjum hljómi í ljóðinu. Sjálft formið
er frá miðöldum og hefur borist inn í þessa samröðun tungumálsins eftir
leiðum sem erfitt er að festa fingur á. Að þessu leyti er ljóðið – eins og ljóð
Georges yfirleitt – vissulega nýrómantískt. En það sem hér er sært fram eru
ekki raunverulegir hlutir eða hljómar, heldur glatað sálarástand. Launung
hugsjónarinnar, sem er listilega knúin fram, fjarvera hvers kyns ruddalegrar
málfyrningar, hefur ljóðið yfir þá örvona hugsmíð sem það býður engu að
síður upp á; því verður ekki fremur ruglað saman við refilkveðskap man-
Aus nasser nacht
Ein glanz entfacht –
Nun drängt der mai
Nun muss ich gar
Um dein aug und haar
Alle Tage
In sehnen leben.