Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Blaðsíða 203
203
RÆÐA UM LJÓÐLIST OG SAMFÉLAG
söngvaranna á miðöldum og ævintýri þeirra en við tiltæk listbrögð ljóðsins
í veröld nútímans; stíllögmál ljóðsins bjargar því undan fylgispektinni. Það
gefur jafn lítinn kost á lífrænum sáttum andhverfra þátta og sjálfur raunveru-
leikinn á tímum Georges: ekki er hægt að ná tökum á þeim nema með vali,
með því að sleppa úr. Fái hinir nærtæku hlutir, það sem menn kalla alla jafna
hluttæka og milliliðalausa reynslu, yfirleitt ratað inn í ljóð Georges, er gjaldið
að þeir taki á sig goðsögulega mynd: ekkert má vera eins og það er. Þannig
er barni sem var að tína ber í einni landslagsmynd Der siebente Ring umbreytt
orðalaust í huldubarn, líkt og með töfrasprota eða grimmum álögum. Sam-
hljómur ljóðsins er þvingaður fram úr hinum öfgakenndasta mishljómi: hann
hvílir á því sem Valéry kallaði le refus [höfnunina], miskunnarlausu afsali alls
þess sem hefðir ljóðlistarinnar telja sig hafa náð að fanga áru hlutanna með.
Aðferðin heldur aðeins í líkönin, í hreinar formhugmyndir og grunnmynstur
ljóðlistarinnar sjálfrar, sem létta af sér allri hendingu og kveða sér hljóðs enn
á ný, þrungin tjáningu. Á hápunkti vilhelmska keisaratímabilsins getur hár
stíllinn, sem þessi ljóðlist braust fram úr með mælskulist sinni, ekki vísað
til neinnar hefðar, allra síst til hinnar klassísku arfleifðar. Hann næst ekki
með tilgerðarlegum mælskubrögðum eða hrynjandi, heldur með meinlæta-
kenndri frávísun á hverju því sem gæti dregið úr fjarlægð hans frá tungumál-
inu sem hefur verið saurgað af kaupmennsku. Ætli hugveran sér með sanni
að sporna gegn hlutgervingunni í þessari einveru má hún ekki enn einu sinni
reyna að hörfa inn á eigið svið eins og það væri einkaeign – í menningar-
dálkum dagblaðanna má sjá uggvænleg merki þess að einstaklingshyggjan
hefur þegar gefið sig markaðinum á vald – heldur verður hugveran að stíga
út fyrir sjálfa sig, með því að þegja. Hún verður svo að segja að breytast í
ílát fyrir hugmyndina um hreint tungumál. Helstu ljóð Georges eru helguð
bjargræði þessa tungumáls. Eyra hins þýska lærlings Mallarmés, sem hefur
fengið þjálfun í rómönskum málum og ekki síst í þeirri ögun ljóðsins sem
Verlaine beitti til að umbreyta því í tæki til ýtrustu sundurgreiningar, nemur
eigið tungumál eins og það væri framandi. Hann sigrast á firringu þess, sem
helgast af notkuninni, með því að þenja það allt til firringar tungumáls sem
er nánast hvergi talað lengur, ímyndaðs tungumáls sem opnar honum sýn
á það sem ætti að vera hægt að ná við smíð þess en tókst aldrei. Línurnar
fjórar, „nú víst ég verð / hvar sem þú ferð / alla tíma / við þrá að lynda“, sem
ég tel á meðal þeirra ómótstæðilegustu sem þýskri ljóðlist hafa nokkru sinni
hlotnast, eru líkt og tilvitnun, en ekki í annað skáld heldur í eitthvað sem
tungumálið hefur afrækt og er að eilífu glatað: þýska mansöngnum hefði
auðnast þetta ef hann, ef einhver hefð þýskrar tungu – manni er skapi næst