Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Page 215
215
HREIÐUR, SKELJAR, KENNILEITI
sér stöðugt leið um þessa þreyttu braut;
ef sprettur grasstrá má ei sjá neitt minna
en merahjörð og fola á beit; þó hnaut
ei gæfan fyrr um friðsamari reit:
traust hvíla eggin, hvert í faðmi hinna.
– Stans, hér er fuglinn. Flæmdur burt á leit
að friði er skógarvörður kaus að raska –
ólívugrænn og agnarsmár, þar veit
ég gransöngvarann glaðan burt sér haska;
svo fágæt sýn. Ég hef í heppnisbraut
á eigri mínu oft hans hreiður fundið,
en aldrei fyrr mín ímyndun þess naut
að ást við slíkan reit hann gæti bundið.
Erfitt er að skrifa um smátt, undurfagurt, fullkomið ljóð eins og þetta. Túlk-
andinn líkist um of skógarhöggsmanninum sem kemur undir lokin og truflar
fuglinn í hreiðrinu. Hann potar með fingrinum og rýfur notalega gáttina að
hinu hringlaga kvenlega rými. Arðbær starfsemi mannsins – skógarhöggs-
maðurinn og búfénaðurinn – verður alltaf til staðar og truflar náttúrulegt
ferli. Sé horft til annars vettvangs verður túlkunarstarfið ávallt, samkvæmt
hugmyndum Schillers, innrás tilfinningaseminnar inn í hið barnslega
einfalda. Með því að lesa ljóðið og hugsa um það getum við samt sem áður
komist að þeirri niðurstöðu að þótt nauðsynlegt sé fyrir okkur að nýta nátt-
úruna til þess að komast af er okkur einnig nauðsynlegt að finna tíma fyrir
iðjuleysi og íhuga kraftaverkið sem raungerist bæði í byggingu hreiðursins
og því að það skuli halda velli.
Hreiður gransöngvarans er örsmátt en þó skýlir það undirstöðu sjálfs
lífsins, egginu. Skurnin getur verið svo brothætt að jafnvel stökk engisprettu
getur brotið hana. „Hreiður gransöngvarans“ er ljóð um traust. Gran-
söngvarinn ver ekki hreiður sitt með stríðstólum á borð við gróðurnálar og
þistla. Ekki munu öll eggin í hverju hreiðri klekjast út en það getur borgað
sig að endurgjalda traust gransöngvarans og láta í friði hreiðrið, sem við
gætum svo auðveldlega troðið niður. Þegar allt kemur til alls gæti sú stund
runnið upp að við sjálf erum varnarlaus, við gætum þurft að minnast þess
að stundum verður maður að búa um sig á berangri. Clare uppgötvaði þetta
þegar hann lagði upp í göngu í áttina heim til Northamptonshire eftir að
hann flúði frá geðveikrahælinu sem hann var lokaður inni á í Essex: „Nótt