Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Page 216
216
JONATHAN BATE
eina lá ég á botni skurðar og var gegnblautur á annarri hliðinni vegna rakans
á botni skurðarins.“
Manneskja getur gert allt nema byggja fuglshreiður. Það sem við getum
gert er að smíða í ljóði myndlíkingu um fuglshreiður. Við getum skapað
orðahreiður með því að safna og njóta skrýtinna málleifa, orða sem koma í
stað samtínings af stráum, rotnandi laufblöðum og fjöðrum sem eru efniviður
gransöngvarans. Tíma okkar er jafn vel varið í að safna orðum og að nýta
náttúruna. Þótt þú hafir aldrei fundið fuglshreiður og aldrei velt því fyrir
þér geturðu, með aðstoð ljóða Clares, orðið þess áskynja hvers vegna fugls-
hreiður skipta máli, hvers vegna þau eru, svo notað sé tilkomumikið orðalag
Bacherlads, „miðja heils alheims“. Bæði Clare og Bachelard litu svo á að það
að nálgast hreiður, lúta yfir það en leyfa því að lifa, væri að vera umvafinn
efniviði jarðarinnar og treysta um leið sjálfsímyndina.
Hvernig eigum við að lifa til fulls án þess að spilla yfirfullri jörðinni? Ef
til vill gætum við byrjað á því að gefa okkur tíma til að hlusta á Clare þegar
hann nær taki á smáu hlutunum:
Hér markast hlið af tveimur stýfðum trjám
hér tvístrar lautu moldvörpunnar nám
hér liggur eftir litlu brúnni rið
hér leitar bergfléttan í götótt hlið
hér skælist stigi í skógarslóða hverjum
hér skríður lækur yfir stikluherjum
og kanínurnar gata grasbakkana
og gamla eikin bærir greifingjana
úr bælum, þar sem aldnar undrarætur
við alla munna hafa á þeim gætur.
(Hreiður sefhænunnar) [The Moorhen’s Nest]
Hér eru borin kennsl á hlutina af væntumþykju af því að þeir eru smáir.
Rætur eikartrésins bjóða ekki upp á „töfra“ víðfeðms útsýnis. Þær eru fremur
eins og örsmáir „heillagripir“ sem verja gegn hættum. Þær verja greifingj-
ann gegn veiðimanninum og þeim sem egnir fyrir honum. Litlar holur og
moldvörpuhólar – myndir hins hringlaga – auðvelda Clare að dvelja.
„Því snjallari sem ég er í að smækka heiminn“, skrifar Bachelard, „því
heldur verður hann eign mín.“ Tilhugsunin er fögur og sönn en tenging-