Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Side 217
217
HREIÐUR, SKELJAR, KENNILEITI
arnar við „snjall“ og „eign“ eru rangar því að þær kalla fram hinn kartesíska
mann. Við skulum endurorða þetta: Því samstilltari sem ég er þegar ég
smækka heiminn, því betur dvel ég á jörðinni.
*
Tillögurnar hér að ofan eru tilraun til að lýsa, með aðstoð Bachelards, hluta
af þeim endurómi sem býr í vitund eins lesanda Clares. En gagnrýni krefst
einnig þess að við íhugum söguna – sögu Clares sjálfs, sögu staðarins sem
hann unni og stað hans í bókmenntasögunni. Allar þrjár bera þær ör eftir
aðskilnað.
John Clare fæddist í bænum Helpston í Northhamptonshire 1793. Faðir
hans var nánast ólæs verkamaður. Sjálfur vann hann við að plægja, skera
korn og þreskja. En hann las líka og uppgötvaði Árstíðirnar eftir Thomson
þegar hann var 13 ára. Ef til vill varð lestur árstíðanna í bók til þess að hann
átti erfiðara með að lifa í sátt við árstíðirnar í vinnunni á bóndabænum. Firr-
ingin jókst þegar fyrsta ást Clares, Mary Joyce, var hrifin á brott frá honum;
minningin um hana ásótti hann það sem eftir var, líkt og minningin um
barnæskuna sjálfa.
Bókin Ljóð sem lýsa dreifbýlislífi [Poems Descriptive of Rural Life] kom út árið
1820 og ári síðar Söngvaskáld þorpsins [The Village Minstrel]. Útgefandi Clares
fór með hann til Lundúna þar sem honum var fagnað sem „sveitaskáldinu“.
John Taylor, útgefandi sem gekk gott eitt til, sannfærði Clare ekki aðeins
um að yfirgefa heimili sitt heldur rangfærði hann einnig eðlilega málvenju
skáldsins þegar hann ritstýrði harkalega Dagatali hirðingjans [The Shepherd’s
Calendar] (1827), hinu langa ljóði um árstíðabundinn leik og störf. Þegar hér
var komið sögu stríddi Clare við alvarlegt þunglyndi. Árið 1832 töldu vernd-
ari og vinir Clares hann á að flytja frá Helpston og í betur útbúið hús, með
eigin garði, í þorpinu Northborough sem var í þriggja mílna fjarlægð. Þeim
gekk gott eitt til eins og Taylor en reyndust jafn dómgreindarlaus. Okkur
finnst þessi vegalengd ekki löng en fyrir Clare – sem unni hinu smáa og bjó í
hinu nákunna – þýddi það að fara til Northborough útlegð frá öllu sem hann
þekkti og veitti honum öryggi:
Ég kvatt hef gamla heiminn heima,
græn holt og sérhvern yndisstað.
Mér sumrinu aðeins gefst að gleyma,
ég get ei lengur bent á það.