Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Page 219
219
HREIÐUR, SKELJAR, KENNILEITI
og fljúgi ei lengra. Þannig er veifað hendi
að frelsinu dýra. Fuglarnir kæfa ekkann
og dæsa líkt og blómivaxin brekkan
og birkið og sérhver nafnlaus jurt, þau dæsa
er gömlum heiðum svikalögin læsa.
(Heiðarnar) [The Mores]
Hér verður hið afgirta ímynd þess sem kemur í veg fyrir að við dveljum
í heiminum. Smæðin tengist ekki smámynd heldur smásálarlegum og
ágjörnum huga sem girðir af í von um fjárhagslegan hagnað. Fuglarnir eru,
rétt eins og hinir fátæku, sýndir sem fórnarlömb slíkra smásála. Skilti land-
eigandans lokar af veginum til almenningsins og með því breytist samsetn-
ingin á hugarlendum skáldsins og teppir með því leið minnisins aftur til
barnæsku. Tvenns konar náttúrulegt ástand sem Rousseau talaði um – barn-
æskan og sambandið við landið sem var til fyrir eignarhaldið – er í einu vet-
fangi útilokað.
Og hvað með þriðju söguna, sem fjallar um stöðu Clares í hefðarveldi
bókmenntanna? Safnrit hafa alltaf gegnt lykilhlutverki við mótun hefðarveld-
isins, og því verður vart fundin sterkari vísbending um áframhaldandi vanmat
á Clare á seinni hluta tuttugustu aldar en útilokun hans úr Nýrri Oxford-bók
um rómantísk ljóð [New Oxford Book of Romantic Period Verse] frá 1993 fyrir
utan eitt stutt, máttlaust ástarljóð sem þar er birt en er ekki dæmigert fyrir
hann. Útilokunin vekur ekki síður furðu vegna þess hve mikilvægur Clare var
fyrir tvö verk sem seint á tuttugustu öld ýttu mjög undir hugmyndafræðilega
og félagslega gagnrýni á texta frá rómantíska tímabilinu, Hugmyndin um
landslag og tilfinningin fyrir rými [The Idea of Landscape and the Sense of Place]
(1972) eftir John Barrell og Sveitin og borgin [The Country and the City] (1973)
eftir Raymond Williams. ‚Sagan endurtekur sig‘ skrifuðu Hugh Haughton
og Adam Phillips í inngangi sínum að fyrsta stóra ritgerðasafninu sem fjallaði
um verk Clares á nútímalegan hátt: Líf hans einkenndist af jöðrun og útilokun
og hann hefur lengi vel einkum verið þekktur fyrir þær sakir.
Ein ástæða þess að þeir sem hafa rannsakað hina svo kölluðu rómantísku
hugmyndafræði vanræktu Clare er sú að tilvist hans afsannar rök sem eru
mjög í uppáhaldi hjá réttindalausum og róttækum bókmenntagagnrýn-
endum á síðari hluta tuttugustu aldarinnar og ganga út á að tengslin við
náttúruna mótist af því að einstaklingurinn forðist félagslegar skuldbind-
ingar, að þau séu einkenni veruleikaflótta miðstéttarinnar, afneitunar þeirra