Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Page 222
222
JONATHAN BATE
máta. Ljóðskáldið getur samt sem áður vonast til að galdra inn í huga les-
andans þekkingu á hinum Schillerska einfaldleika. Sem lesendur erum við
undir áhrifum upplýsingarinnar og því mun ég aldrei geta sannfært ykkur
með skynsamlegum rökum um að landið syngi eða lækur geti fundið fyrir
sársauka, en með lestri á Clare gætuð þið ímyndað ykkur þann möguleika.
Svo gripið sé til orðalags Adornos og Horkheimers gæti ljóðið heillað heim-
inn upp á nýtt. Það getur eingöngu gert það ef það er skilið á þann veg að í
því felist upplifun á heiminum, ekki lýsing á honum. „Hús sem hefur verið
upplifað er ekki lífvana kassi“ skrifar Bachelard. „Rými sem er búið í er hafið
yfir rúmfræðilegt rými.“ Clare er öðru framar ljóðskáld upplifunar á örsmáu
umhverfi sem búið er í.
Clare var ekki barnslegt ljóðskáld því að hann var meðvitaður um mun-
inn á heiminum og textanum: Hann gekkst við því að egg gultittlingsins
líktust aðeins skrift. En það er einmitt vegna þess að hann gerði sér grein
fyrir þessum mismun sem hann hætti að eiga heima í landinu. Sá missir varð
meiri þegar útgefandi hans, John Taylor, gerði ljóðin fjarlægari upprunastað
sínum, máði af þeim staðarmállýskuna og pússaði enskuna þannig að hún
hentaði bókmenntaliðinu í Lundúnaborg. Missirinn varð enn meiri þegar
Clare var leiddur fyrir þetta fólk í vinnustígvélunum sínum. Fyrir okkar
sjónum lítur hann út eins og blóraböggull: Aðeins með því að firra sjálfan sig
getur hann fært okkur aftur til oikos. Sjálfsmynd hans kom frá staðnum; mig
grunar að brestir hafi komið í hana þegar hann varð lesandi og rithöfundur;
ég er ekki viss um að hann hafi getað haldið geðheilsunni eftir að hann fór
til Lundúna og sneri svo aftur.
Það sem bugaði hann endanlega voru flutningarnir frá Helpston til North-
borough. Mér finnst ég heyra brestinn í bréfi til Taylor þann 6. september
1832 þar sem Clare talar um „þunglyndið sem kvelur mig“: „Enn hef ég ekk-
ert á jörðinni, hvorki kýr né svín né nokkuð annað og er í raun verr staddur
en áður en ég kom hingað.“ Heilbrigð sál verður að standa báðum fótum „á
jörðinni“. Við verðum ekki til fyrr en við „komum á staðinn“. Fyrsta regla
vísindalegrar vistfræði er sú að því aðeins lifi bæði einstaklingar og tegundir
af ef vistkerfið lifir af. Clare boðar vísindalega vistfræði í vissu sinni um það
að, eins og James McKusick orðar það, „lífvera hafi eingöngu merkingu og
gildi á sínum heimastað, í samlífi við allar verur sem eru umhverfis og næra
hana“.
Tegund okkar rekur uppruna sinn fjörutíu þúsund ár aftur í tímann.
Samhliða þróun sinni hefur hún undirbúið tortímingu sína með því að
eyðileggja vistkerfið. Svona hefur þetta verið, eins og Rousseau benti á í upp-