Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Qupperneq 223
223
HREIÐUR, SKELJAR, KENNILEITI
hafi annars hluta Orðræðunnar um uppruna óréttlætis [Discourse on the Origin
of Inequality], frá þeirri stundu að stofnað var til siðmenntaðs samfélags með
afgirðingu. Michel Serres, en ég ræði verk hans í fjórða kafla, staðhæfir að
með því að skrifa félagslegan sáttmála í stað þess að skrifa náttúrulegan sátt-
mála hafi Rousseau reynst vera blindur á eigið innsæi. Serres og fylgismenn
hans líta svo á að upplýsingin sé mögulega besta tækifæri tegundar okkar og
það seinasta sem við áttum kost á. Hápunktur hugmyndafræði upplýsing-
arinnar var yfirlýsingin um altæk réttindi mannsins. Ameríska og franska
byltingin lögðu til samfélagsskipulag sem byggði á óhlutstæðum lögmálum
eins og frelsi og jafnrétti; þau voru andstæð þeim hugmyndum sem gengið
höfðu mann fram af manni og taldar voru af „náttúrulegum“ toga. Að því
gefnu að stigveldislíkan var inngróið í náttúruvísindi átjándu aldarinnar er
skiljanlegt að framsæknir hugsuðir hafi fallið frá hinu náttúrulega líkani en
það varð til þess að jörðin var eyðilögð hraðar en ella hefði verið.
Bók Roberts Harrison, Skógar [Forests], er tileinkuð Serres. Hún tekst
á við þessi efni í kaflanum ,Hvað er upplýsing? Spurning fyrir skógræktar-
menn‘ [,What is Enlightment? A Question for Foresters‘]. Harrison minnir
lesendur sína á brjálæðing Nietzsches sem stormaði inn á markaðstorgið
og tilkynnti að Guð væri dauður. Segjum sem svo að við hefðum stöðvað
hann, róað hann niður og spurt hvenær og hvar Guð dó. „Og látum sem
svo að hann myndi svara: „Árið 1637, í fjórða hluta af Orðræðu um aðferð!
Brjálæðingur hefur, þegar allt kemur til alls, efni á því að vera nákvæmur um
svona mál.“ Descartes hefur Guð, en það er kaldur óhlutbundinn Guð, ekki
kraftur sem tilheyrir náttúrunni. Guð sem býr til dæmis ekki í trjám.
Eftir upplýsinguna var skógurinn hvorki staður dulúðar né griða heldur
frekar staður sem þurfti að sýsla með: „Ein ástæðan fyrir því að draumurinn
um yfirráð og eignarétt verður að veruleika eftir Descartes tengist uppgangi
skógræktar á seinni hluta átjándu aldar og á nítjándu öld.“ Tré voru gróðursett
í beinar línur í anda nákvæmni Descartes. Skáldsaga Italos Calvino, Baróninn
í trjánum [Il Barone Rampante], segir frá aðalsmanni á átjándu öld sem klifrar
upp í eikartré tólf ára gamall og strengir þess heit að stíga aldrei framar fæti
á jörðu. Cosimo barónn skrifaði fjölda pólitískra og heimspekilegra ritgerða
sem vöktu athygli æðstupresta upplýsingarinnar, Voltaire og Diderot, en
þeir höfðu engan tíma til að lesa verkið sem lýsti honum best, Stjórnskipulegt
verkefni fyrir lýðræðislega borg með yfirlýsingu um réttindi karla, kvenna, barna,
húsdýra og villtra dýra, þar á meðal fugla, fiska og skordýra, og alls gróðurs, hvort
sem um er að ræða tré, grænmeti eða gras [Constitutional Project for a Republican
City with a Declaration of the Rights of Men, Women, Children, Domestic and