Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Page 224
224
JONATHAN BATE
Wild Animals, including Birds, Fishes and Insects, and All Vegetation, whether
Trees, Vegetable, or Grass]. Ímyndið ykkur tegundirnar og skógana sem enn
væru til ef nokkrar grundvallarreglur þessa verkefnis hefðu ratað inn í upp-
lýstar yfirlýsingar amerískra og franskra byltingarmanna.
Shelley hefði verið áhugasamur lesandi ritgerðar Cosimo, en á hinn
bóginn var hann alltaf á jaðrinum. Eini heimspekingurinn sem hefði getað
skilið skrif Cosimo var Rousseau sjálfur því að hann stóð með Janusarandlit
á jaðri upplýsingarskógarins. Sem höfundur ritsins „Áætlun um stjórnarskrá
Korsíku“ [Project for the Constitution of Corsica], þar sem hann lagði til
,nákvæmt regluverk um skógana‘, var hann holdgervingur síns tíma. Hins
vegar mótmælti hann samtíma sínum og lagði upp í leit að hinni gömlu
merkingu skógarins, andstæðri þeirri sem upplýsingin léði honum, í annarri
bók Orðræðunnar [Discourse] og fjöldamörgum köflum um endurreisn dreif-
býlisins í öðrum verkum, sérstaklega Bois de Boulogne-hlutanum í Játn-
ingunum og göngum Saint Preux í Valais í La Nouvelle Héloïse. Bók Harri-
sons er mælsk greining á þessari gömlu merkingu en í henni felst alveg jafn
ástríðufullur rökstuðningur fyrir nauðsyn skógarins, jafnt í samfélagslegum,
sálfræðilegum sem og vistfræðilegum skilningi: ,Í dag verðum við vitni að
afleiðingum þessara einhliða yfirlýsinga um rétt einnar tegundar til að hafa
að engu náttúruleg réttindi allra annarra tegunda‘.
Háðskur sögumaður Barónsins í trjánum eftir Calvino segir Áætlun um
stjórnarskrá vera „mjög gott verk, sem hefði getað orðið gagnlegur leið-
arvísir fyrir hvaða ríkisstjórn sem er“ – „en enginn veitti neina athygli og var
því dauður bókstafur“. Bók barónsins var dauður bókstafur vegna þess að
orðræðuháttur upplýsingarmanna – hið kerfisbundna, kenningarlega „verk-
efni“ – ýtti undir lýsingar á náttúrunni sem byggðu á stigveldi eins og flokk-
unarkerfi Linné. Þankagangur hans gerði ekki mögulegt að útvíkka algild
mannréttindi í yfirlýsingu um algild náttúruréttindi. Þeir fáu hugmynda-
fræðingar sem lögðu til slíka útvíkkun voru álitnir tómir sérvitringar. Bók
á borð við Endalok náttúrunnar [Apocalypse of Nature] (um 1790) eftir John
„Walking“ Stewart, þar sem því er haldið fram að ekki megi beita lifandi
náttúru ofbeldi, hafði ekki nokkur áhrif í samanburði við Réttindi manns-
ins [Rights of Man] eftir Tom Paine. Skáldsagnapersóna Calvinos, Cosimo,
reynir að semja ritgerð um lög og stjórnarhætti í fyrirmyndarskógríki, „en
þegar hann skrifaði náði hvöt hans til að skálda upp flóknar sögur undirtök-
unum og útkoman var lausleg drög að ævintýrum, einvígjum og erótískum
sögum“. Í kerfisbundinni ritgerð er með öðrum orðum ekki hægt að lýsa yfir
á áhrifaríkan hátt algildum náttúruréttindum; það er aðeins hægt að tjá þessi