Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Qupperneq 225
225
HREIÐUR, SKELJAR, KENNILEITI
réttindi í lofgjörð. Þau kalla ekki á tilraunir í anda upplýsingarinnar heldur
á rómantískar gusur af skissum, brotum og sögnum – sögum um samfélög,
endurminningar um göngur og vinnu, stuttar lýsingar á fuglum og hreiðrum
þeirra, kvikar myndir af börnum og skordýrum og grasi. Hinn dauði bókstafur
í tilraun barónsins um stjórnskipulag öðlast sem sagt líf í ljóðum og prósa
John Clares – sem var auðvitað andsnúinn flokkunarkerfi Linnés. Hér mætti
heimfæra orð John Berryman um sonnettur Shakespeares: Þegar Clare, í
„Harmakveinum Round-Oak Waters“, skrifaði um lækinn, „þú munt finna
jafningja þinn þar“, þá var hann ekki að gera að gamni sínu, lesandi góður.
Hugtakið jafn nær vel utan um orðræðu upplýsingarinnar um réttindi.
Clare víkkar merkingu égalité þannig að það nær ekki aðeins yfir mannkyn
heldur einnig heiminn sem stendur utan við manninn. Í göngutúr á fyrsta
degi skotveiðitímabilsins neyðist hann til að snúa aftur heim „af ótta við að
verða skotinn undir limgerðinu“. Þannig finnur hann til fraternité-tengsla,
sameiginlegs varnarleysis með „vesalings hérunum, akurhænunum og fasön-
unum“. Hann lítur á fallinn álmviðinn sem „vin en ekki lífvana“, þar sem
orðið vinur er vísbending um róttæka mannúð. Og hann sækist eftir liberté
fyrir allar lifandi verur, eins og í eftirfarandi klausu um förufálkann:
Ég sá einn slíkan sem maður hafði sært með byssu; hann hafði aðeins
rotað hann, því þegar hann fór með hann heim var hann jafn grimmur
og lifandi og áður ... en hann virtist vera frekar hræddur við hundinn og
sat á stéli sínu í varnarstöðu með vængina útbreidda og klærnar opnar,
og sendi á sama tíma frá sér undarleg skerandi blísturshljóð sem hræddu
hundinn sem þá lét skott sitt lafa og læddist út eins og hann væri hræddur.
Þeir hnýttu tjargað snæri við annan fót hans og bundu hann inni í hlöðu
þar sem þeir héldu honum í þrjá eða fjóra daga þar til hann nagaði í
sundur spottann og varð frjáls.
Clare naut flótta fuglsins úr Bastillu þessarar hlöðu jafn innilega og hann
átti síðar eftir að harma innilokun sína í því sem hann kallaði enska Bastillu
geðveikrahælisins.
„Harmljóð Swordy Well“ [The Lament of Swordy Well] er ballaða um
erfiðleika Swordy Well en í stað þess að vera sögð, í anda Wordsworth, af
höltum hermanni sem hefur verið leystur frá störfum eða blindum betlara
sem hefur skrifað raunir sínar á miða og nælt í barm sinn, þá er hún kveðin
með rödd „landspildu“. „Þó að ég sé ekki maður mun hver óréttur / leita
réttar síns“, segir Swordy Well: Landinu hefur verið gert rangt til og landið