Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Page 226
226
JONATHAN BATE
má leita réttar síns. Það eru ekki aðeins hinir fátæku heldur einnig jörðin
sem verður að lúta og stynja undan þungri járnkrumlu kúgunar. Áður fyrr
var Swordy Well ómissandi í samfélagi gagnkvæmrar virðingar, þar sem
flækingurinn fékk réttindi í skiptum fyrir frelsi sitt. Hafi þetta verið hógvær
útópía, þá var þetta engu að síður vistkerfi sem stjórnað var á árangursríkan
hátt. Það er að segja þar til innilokun kom í stað gagnkvæmni, samfélags og
frelsis, með arðráni, eignarhaldi og þrælkun:
Ég fyrrum breiddi út fagurt land
sem frjálsan þrælinn gerði.
Á asnann færði enginn band,
yfir hans næturverði.
Sígauninn bjó við sæla ró
í sínu frjálsa tjaldi.
Uns markviss fangamörkin dró
að mér: í sóknarhaldi.
(Harmsöngur Swordy Well) [The Lament of Swordy Well]
Réttindi landsins, asnans og sígaunans eru samtengd. Þessi gagnkvæmu tengsl
ganga þvert á sjónarmið þeirra sem líta á rómantíska „ást á náttúrunni“ sem
flótta frá „ást á manninum“.
Frasar eins og „rétturinn til frelsis“ og hins vegar, „eiginhagsmunir“,
„hallast að harðstjórn í auknum mæli“ og „að skaða annan í nafni réttinda“
eru almennur áróður róttækra bæklingahöfunda og mótmæla á landsbyggð-
inni á árunum milli Waterloo og Siðabótafrumvarpsins mikla. En Clare
notar ekki þessa frasa um meðferðina á hinum fátæku heldur um tré, „Hið
fallna eikartré“. Hann lýsir yfir rétti hvers einasta lifandi hlutar á því að halda
lífi. Hann viðurkennir að slík trú muni vera talin kjánaleg tregða, en hann
er ástríðufullur í staðhæfingu sinni, jafnvel að því marki að beina tungumáli
harðræðis gegn þeim sem sýna umhverfinu harðræði til að öðlast efnahags-
legan gróða og því að viðurkenna að afstaða hans er ósamræmanleg ver-
aldlegum (efnislegum) framförum:
Tveir uppáhalds álmviðirnir mínir á bak við kofann eru dæmdir til að
deyja [–] það er mér áfall að segja frá þessu en þetta er satt [–] villimaður-
inn sem á þá heldur að þeir hafi lifað sitt besta og nú vill hann nýta sér þá
sem best hann getur með því að selja þá – Ó, ef þetta land væri Egyptaland