Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Síða 227
227
HREIÐUR, SKELJAR, KENNILEITI
og ég væri kalífi þá myndi eigandinn missa bæði eyrun fyrir þessa ósvífni
sína og fyrsti óþokkinn sem sökkti öxi sinni í rætur þeirra ætti að hanga
á greinum þeirra öllum hinum til varnaðar – Ég hef í allnokkra morgna
kvatt þá – Ef ég ætti 100 pund aflögu myndi ég kaupa þeim gálgafrest –
en þeir verða að deyja ... ef fólki liði eins og mér og hugsaði eins og ég
væri ekki hægt að halda heiminum gangandi – graslendi yrði ekki plægt,
tré eða runni yrði ekki höggvinn til eldiviðar eða í húsgögn og allt sem
þeir fyndu sem strákar myndi halda áfram að vera eins þar til þeir dæju –
þetta er tregða mín og þú munt hlæja að henni
Taylor vitnar í þessa kafla í inngangi að öðru ljóðasafni Clares, Söngvaskáld
þorpsins [The Village Minstrel] (1821), sem dæmi um „hluti sem voru kennileiti
í lífi hans“. „Kennileiti“ er afbragðsgott orðaval: án trjáa og limgerða til að
átta sig hefur Clare ekkert innra kort. Hvað er geðveiki annað en að glata
slíku korti?
Jafnvel hinn óbrjálaði William Wordsworth þurfti stundum að teygja
sig og ná taki á tré til að koma í veg fyrir að hann hrapaði ofan í hyldýpi
hughyggjunnar. Til að upplifa samspilið á milli innri og ytri korta, milli
trésins sem jarðtengir andlegt heilbrigði og trésins sem er gróðursett í jörð-
inni, getum við hlustað enn og aftur á Bachelard þegar hann les Rilke og
uppgötvar að tréð þarfnast okkar jafn mikið og við þörfnumst þess:
Skáld munu vekja slíka gleði innra með okkur yfir því að horfa að
stundum, í námunda við fullkomlega kunnuglega hluti, upplifum við
útvíkkun á innra rými okkar. Hlustum til dæmis á Rilke yfirfæra víðátt-
una á tré sem hann horfir á:
Rými, fyrir utan okkur sjálf, gerir innrás og gagntekur hluti
Ef þú vilt ná fram tilvist trés
Hjúpaðu það með innra rými, þessu rými
Sem býr innra með þér. Umluktu það með áráttu.
Það þekkir engin mörk, og verður í rauninni aðeins að tré
Ef það öðlast sess í hjarta afsals þíns.
Tréð, eins og allar raunverulega lifandi verur, játast tilveru sem ‚þekkir
engin takmörk‘. Takmörk þess eru hreinar tilviljanir. Gegn tilviljunar-
kenndum takmörkunum þarfnast tréð þess að þú gefir því ríkulegustu
myndir þínar, myndirnar sem hlúð er að í þínu innsta rými, ‚rýminu