Peningamál - 01.08.2001, Síða 34

Peningamál - 01.08.2001, Síða 34
Þess má geta að ákvæði hliðstæð því sem hér um ræðir eru í lögum fjölmargra seðlabanka og þykja nauðsynleg sem varnagli fyrir fjármálakerfið. Rök sem færð hafa verið gegn því að ákvæði þessa efnis skuli vera í seðlabankalögum eru einkum þau að með því sé skapaður svokallaður freistnivandi (e. moral hasard) sem geri lánastofnanir áhættusæknari en þær myndu ella verða í trausti þess að seðlabanki komi þeim til bjargar ef á bjátar. Það er þó talið vega þyngra að seðlabankar hafi með þessum hætti mögu- leika á að forða því að lausafjárerfiðleikar einnar stofnunar stofni fjármálakerfinu í heild í tvísýnu. Í þessu sambandi má einnig nefna að alþjóðleg láns- hæfismatsfyrirtæki leggja upp úr ákvæðum af þessu tagi. Það verður því að mæta freistnivandanum með öðrum hætti. Þar kemur til öflugt fjármálaeftirlit og skilaboð um að þótt fjármálastofnunum kunni að verða bjargað úr vandræðum eigi ekki það sama við um yfirstjórn og eigendur. Séu skilaboðin skýr og trúverðug hafa stjórnendur fjármálastofnana þannig hvata til að gæta öryggis í rekstri þeirra þrátt fyrir ákvæði í seðlabankalögum um heimild til lánveitinga til þrautavara. Í 16. grein laganna er mikilvægt nýmæli sem kveður svo á að Seðlabankanum sé óheimilt að veita ríkissjóði, sveitarfélögum og ríkisstofnunum öðrum en lánastofnunum lán. Í fyrri lögum voru engar tak- markanir á aðgangi ríkissjóðs að skammtímalánum í Seðlabankanum. Á árinu 1992 sömdu fjármálaráð- herra og Seðlabankinn um að ríkissjóður hætti að yfirdraga reikninga sína í bankanum og myndi þaðan í frá mæta fjárþörf sinni með uppboðum á ríkisverð- bréfum á markaði. Við endurskoðun seðlabankalaga víða um heim á undanförnum árum hefur sem fyrr segir ein mikilvæg breyting falist í að loka fyrir að- gang ríkissjóðs að lánum í seðlabönkum þar sem hann hefur á annað borð verið til staðar. Þetta hefur þótt nauðsynlegur þáttur í að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði seðlabankanna og stuðla að eðlilegri vaxta- myndun auk þess að koma í veg fyrir þensluhvetjandi fjármögnun á ríkissjóði. Með breytingunni sem gerð var á þessu ákvæði laganna var staðfestur með lögum sá mikilvægi áfangi sem náðist með samkomulagi fjármálaráðherra og Seðlabankans 1992. Þrátt fyrir þetta ákvæði veita lögin Seðlabank- anum heimild til að kaupa á verðbréfamarkaði verð- bréf sem gefin eru út af ríkissjóði, sveitarfélögum og ríkisstofnunum í þeim tilgangi að ná markmiðum sínum í peningamálum. Kaup á verðbréfum þessara aðila með þessum hætti skulu ekki teljast lán sam- kvæmt þeim ákvæðum sem þegar hefur verið lýst. Gengismál Ákvæðin um gengismál voru einfölduð frá fyrri lögum. Í 18. grein laganna segir að Seðlabankinn ákveði að fengnu samþykki forsætisráðherra hvaða stefna skuli gilda um ákvörðun á verðgildi íslensku krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Í greinargerð með frumvarpinu sagði meðal annars að þetta væri í samræmi við fyrri Seðlabankalög en bæri einnig að skilja í samræmi við meginmarkmið bankans um að stuðla að stöðugu verðlagi. Gengis- stefnan geti með öðrum orðum ekki orðið önnur en sú sem samrýmist meginmarkmiði stefnunnar í peningamálum. Bankastjórn Nokkrar breytingar voru gerðar á kafla laganna um stjórnskipulag bankans. Eftir sem áður sitja þrír bankastjórar í bankastjórn Seðlabanka Íslands og er einn þeirra formaður bankastjórnar. Í 23. grein segir að bankastjórn beri ábyrgð á rekstri bankans og fari með ákvörðunarvald í öllum málefnum hans sem ekki eru öðrum falin með lögunum. Þetta þýðir að ákvörðunarvald í peningamálum er í höndum banka- stjórnar og hennar einnar. Í lögunum er kveðið svo á að forsætisráðherra skipi bankastjóra Seðlabankans til sjö ára í senn og að ekki verði heimilt að skipa þá oftar en tvisvar, eða samtals í 14 ár. Forsætisráðherra skipar formann bankastjórnar Seðlabankans. Ekki er skylt að auglýsa þessi embætti laus til umsóknar. Samkvæmt fyrri lögum skipaði ráðherra bankastjóra Seðlabankans að fenginni umsögn bankaráðs. Bankaráð leikur ekki lengur neitt hlutverk við skipun bankastjóra. Samkvæmt fyrri lögum kusu bankastjór- ar Seðlabankans einn úr sínum hópi til þess að vera formaður bankastjórnar til þriggja ára í senn. Sem fyrr segir skipar nú forsætisráðherra formann banka- stjórnar sérstaklega. Í lögunum er jafnframt heimild til þess að setja bankastjóra tímabundið ef banka- stjóri forfallast þannig að bankastjórn sé jafnan full- skipuð. Í athugasemdum með frumvarpinu kom fram að í nefndinni sem samdi frumvarpið hefði verið rætt nokkuð hvort breyta ætti stöðuheitum á þann veg að oddviti bankastjórnar yrði kallaður aðalbankastjóri PENINGAMÁL 2001/3 33
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.