Peningamál - 01.03.2004, Blaðsíða 5

Peningamál - 01.03.2004, Blaðsíða 5
4 PENINGAMÁL 2004/1 I Þróun efnahagsmála Verðbólga hefur að undanförnu verið nokkru undir 2½% verðbólgumarkmiði Seðlabankans og er aðeins minni en fyrir fjórum mánuðum þegar Peningamál komu síðast út. Skilyrði fyrir verðlagsstöðugleika hafa verið góð. Gengi krónunnar styrktist töluvert frá sl. sumri og var í febrúar orðið álíka sterkt og um vorið 2003 og á sama tíma dró verulega úr hækkun íbúðaverðs. Þótt einkaneysla hafi aukist hröðum skrefum skýrist vöxturinn að miklu leyti af aukinni spurn eftir varanlegri neysluvöru, sem að mestu leyti er innflutt. Kröftugur vöxtur þjóðarútgjalda hefur því fremur birst í ört vaxandi viðskiptahalla en aukinni spurn eftir innlendum framleiðsluþáttum með tilheyr- andi þrýstingi á verðlag. Nokkur slaki er enn til staðar á vinnumarkaði, þótt atvinnuleysi þokist niður á við. Ef ekki gætti stórframkvæmda á Austurlandi væru gengi og vextir lægri. Stöðnun ríkti í útflutningi í fyrra og framan af þessu ári. Samspil lægðar í útflutningi og ört vaxandi þjóðarútgjalda hefur leitt til aukins viðskiptahalla, sem líklega nam u.þ.b. 5½% af landsframleiðslu sl. árs. Hallann má reyndar að töluverðu leyti rekja til aukins innflutnings fjárfest- ingarvöru er tengist virkjanaframkvæmdum, en á móti kemur að þáttatekjuhallinn væri mun meiri ef erlendir vextir væru ekki óvenju lágir. Þróun og horfur í efnahags- og peningamálum1 Minni verðbólguþrýstingur á næstunni þrátt fyrir meiri hagvöxt en verðbólga fer síðan upp fyrir markmið að óbreyttri peningastefnu Hagvöxtur á síðasta ári virðist hafa verið meiri en reiknað var með í spá bankans í nóvember. Þrátt fyrir það er verðbólguþrýstingur það sem af er ári jafnvel minni en talið var í byrjun nóvember. Ástæðurnar eru að framleiðniaukning virðist hafa verið mikil og gengi krónunnar hefur styrkst. Þá skiptir einnig máli að aukinn hagvöxt má rekja til meiri aukningar þjóðarútgjalda sem fundið hefur sér farveg í meiri innflutningi og viðskiptahalla og setur því ekki sama þrýsting á innlenda framleiðsluþætti og verðlag. Í uppfærðri spá bankans er reiknað með framkvæmdum vegna stækkunar Norðuráls. Hagvöxtur verður því meðal annars af þeim sökum meiri en í spánni í nóvember, eða 3½% 2004 og 4½% 2005. Nýgerðir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði samrýmast á heildina litið verðbólgumarkmiði Seðlabank- ans, enda er það ein af forsendum samningsins að það haldi. Verðbólga verður undir verðbólgumark- miði þar til á seinni hluta árs 2005 en fer síðan upp fyrir markmiðið að óbreyttum stýrivöxtum Seðla- bankans og óbreyttu gengi. Hafa verður í huga óvenju sterkt gengi krónunnar um þessar mundir í því sambandi. Í ljósi framvindunnar hefur Seðlabankinn ekki talið tímabært að hækka vexti sína hingað til. Sú verðbólguspá sem hér er kynnt kallar hins vegar að óbreyttu á hærri stýrivexti bankans einhvern tíma á komandi mánuðum. 1. Í þessari grein er notast við upplýsingar sem tiltækar voru þann 10. mars 2004.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.