Peningamál - 01.03.2004, Blaðsíða 62

Peningamál - 01.03.2004, Blaðsíða 62
Að sama skapi er oft talið mikilvægt að fjármála- kerfið sé nægilega skilvirkt og þróað þannig að markaðsaðgerðir seðlabankans í peningamálum miðlist með skilvirkum hætti út í hagkerfið.8 Einnig er talið mikilvægt að fjármálalegur stöðugleiki sé fyrir hendi við upptöku verðbólgumarkmiðsins þannig að seðlabankinn geti einbeitt sér að því að ná verðbólgumarkmiðinu og þurfi ekki að láta nauðsyn þess að afstýra mögulegri fjármálakreppu móta pen- ingastefnuna. Að lokum er oft talið nauðsynlegt að almennur efnahagslegur stöðugleiki sé fyrir hendi við upptöku verðbólgumarkmiðsins. Þar er sérstaklega talið mik- ilvægt að staða ríkisfjármála sé viðunandi til að afstýra verðbólgufjármögnun ríkissjóðshalla. Þetta á einkum við ef möguleikar á markaðsfjármögnun eru að einhverju leyti takmarkaðir og landið reiðir sig í miklum mæli á fjármögnun ríkissjóðs með verð- bólguskatti. Þetta gæti átt við þar sem fjármála- markaðir eru tiltölulega vanþróaðir, skattheimta í molum eða skuldir miklar. Stundum er því jafnframt haldið fram að ytri staða þjóðarbúsins verði að vera viðunandi til að auka líkurnar á því að seðlabankinn geti beitt sér að verðbólgumarkmiðinu og að verð- bólga verði að vera tiltölulega lítil þegar verðbólgu- markmiðið er tekið upp. Þrátt fyrir að öll þessi skilyrði séu æskileg og sum þeirra jafnvel nauðsynleg er varhugavert að túlka þau þannig að ríki geti einungis tekið upp verðbólgu- markmið hafi það uppfyllt þau öll fyrirfram. Öll auka þau vissulega líkurnar á skilvirkri og vel heppnaðri peningastefnu, en það gildir um hvaða tegund pen- ingastefnu sem er, ekki aðeins um verðbólgumark- mið (sjá t.d. Debelle, 2001, Amato og Gerlach, 2002, Sterne, 2002, og Truman, 2003). Þannig er ekki hægt að fullyrða að ríki væri betur sett án verðbólgumark- miðs hafi það ekki uppfyllt öll þessi skilyrði, því að þá væri horft fram hjá því að viðkomandi ríki gæti ekki síður átt í vandræðum með önnur form peninga- stefnu. Reynslan sýnir einnig að ríki hafa tekið upp verðbólgumarkmið með ágætum árangri án þess að hafa uppfyllt öll ofangreind skilyrði í upphafi. Virðist tilhneiging því fremur vera í þá átt að skilyrðin séu smám saman uppfyllt eftir upptöku markmiðsins eins og áður hefur komið fram. Þekking á miðlunarferli peningastefnunnar og geta til að spá verðbólgu var jafnframt oft takmörkuð í upphafi, eins og t.d. í ríkjum Austur-Evrópu enda lítið um haldbæra reynslu og gögn í kjölfar hinna umfangsmiklu breytinga sem orðið höfðu við markaðsvæðingu hagkerfanna. Það sama á við um þróun fjármálamarkaða ríkjanna og aðrar efnahags- stofnanir. Dæmi eru einnig um að ríki hafi tekið upp verðbólgumarkmið í kjölfar gjaldeyriskreppu (t.d. Bretland og Svíþjóð og á suma mælikvarða telst Ís- land í þessum hópi) og verðbólga var tiltölulega há í sumum þeirra eins og sjá má í rammagrein 1. Niður- stöður Amatos og Gerlachs (2002) benda jafnframt til þess að staða ríkisfjármála í verðbólgumark- miðsríkjunum hafi almennt verið fremur veik þegar verðbólgumarkmiðið var tekið upp, þótt hún hafi batnað eftir upptöku markmiðsins og sé yfirleitt betri en meðal samanburðarríkja sem ekki hafa tekið upp verðbólgumarkmið (sjá töflu 2 í næsta kafla).9 Þar að auki má halda því fram að upptaka verð- bólgumarkmiðs geti stuðlað að umbótum á öðrum sviðum hagkerfisins, t.d. að breyttum áherslum í starfsemi seðlabankanna og bættri umræðu um pen- ingastefnuna innan og utan bankans. Verðbólgu- markmiðið virðist þannig auka skilning á því hvað peningastefnan getur gert og hvað ekki. Skilningur á hlutverki seðlabankans í almennri efnahagsstjórnun hefur því aukist en hann hefur jafnframt varið bank- ann betur gegn pólitískum þrýstingi. Önnur hagstjórn getur einnig batnað. Þannig getur upptaka verðbólgu- markmiðs stuðlað að auknu aðhaldi í ríkisfjármálum þar eð stjórnvöld þurfa að taka ákvarðanir um útgjöld með tilliti til afleiðinga þeirra fyrir verðbólguhorfur og þar með vexti, enda verðbólgumarkmiðið í flest- um tilvikum sameiginlegt markmið seðlabankans og stjórnvalda eins og kemur fram í næsta kafla. PENINGAMÁL 2004/1 61 8. Í þessu samhengi má nefna að Arnór Sighvatsson o.fl. (2001) telja að ekki hafi verið grundvöllur fyrir upptöku verðbólgumarkmiðs á Íslandi fyrr en innlendur gjaldeyrismarkaður hafði náð ákveðnum þroska þannig að hægt væri að láta gengi krónunnar fljóta (sjá einnig grein höfundar í Peningamálum, 2000/1). Í raun er það óútkljáð spurning hvort smáríki eins og Ísland geti í raun rekið sjálfstæða peningastefnu með fljótandi gengi, samanber greinar Más Guðmundssonar (2001b, 2003). Engar vísbendingar eru þó um að smáríki standi verr efnahags- lega eða að gengissveiflur þeirra séu meiri en stærri ríkja, sjá nánar í grein Más (2001b) og grein höfundar (2004). 9. Til að gæta fyllstu sanngirni hafa áðurnefndir sérfræðingar Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins einnig lagt áherslu á að þessi skilyrði séu eingöngu hugsuð sem æskileg skilyrði vel heppnaðrar peningastefnu með verð- bólgumarkmiði og eigi álíka vel við annars konar ramma peningastefn- unnar. Þess gætir hins vegar oft í almennri umræðu að skilyrðin séu túlkuð sem nauðsynlegar forkröfur fyrir upptöku verðbólgumarkmiðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.