Peningamál - 01.03.2004, Blaðsíða 34

Peningamál - 01.03.2004, Blaðsíða 34
PENINGAMÁL 2004/1 33 málakerfisins. Í Peningamálum 2003/4 var á það bent að viðskiptahalli hefði aukist verulega á öðrum fjórðungi ársins. Mikill halli var einnig á síðari helm- ingi ársins. Á árinu öllu nam viðskiptahallinn u.þ.b. 5½% af áætlaðri landsframleiðslu. Rúmlega þriðjung hallans má rekja til vöruviðskipta og samsvaraði auk- inn innflutningur fjárfestingarvöru u.þ.b. 4/5 hlutum vöruviðskiptahallans á síðasta ári. Einnig má reikna með að hallinn á þjónustujöfnuði tengist að nokkru leyti virkjanaframkvæmdum. Lægð í sjávarútvegi, sem binda má vonir við að sé tímabundin, og öðrum vöruútflutningi átti einnig hlut að máli. Að því marki sem viðskiptahallinn skýrist af auk- inni fjárfestingu, tímabundinni lægð í útflutningi eða jafnvel aðlögun stofns varanlegra neyslugæða að væntum meiri vexti ráðstöfunartekna, er ekki ástæða til að ætla að hann muni grafa undan gengisstöðug- leika í náinni framtíð. Hluta hallans sem tengist virkj- unarframkvæmdum verður auðvelt að fjármagna og hann hverfur þegar framkvæmdum lýkur. Samkvæmt uppfærðum spám sem kynntar eru hér að framan mun hallinn aukast enn frekar á næstu árum og nema 8% af landsframleiðslu árið 2005. Reiknað er með að innflutningur fjárfestingarvöru o.fl. í tengslum við virkjunarframkvæmdir muni nema u.þ.b. helmingi hallans. Hvort harkalegrar aðlögunar er að vænta, líkt og árin 2001 og 2002, ræðst af því hversu vel tekst að koma í veg fyrir umtalsverða ofþenslu meðan á fram- kvæmdum stendur. Enn er of snemmt að fullyrða um það. Horfur um stöðugleika verðlags á næstunni áfram góðar en mikið veltur á gengisþróun Þrátt fyrir öran vöxt eftirspurnar hefur ekki orðið grundvallarbreyting á verðlagshorfum næstu tvö árin, ef tekið er mið af uppfærðri verðbólguspá sem kynnt er hér að framan. Sem fyrr gætir þó aukinnar óvissu að spátímabilinu loknu vegna vaxandi þunga stór- framkvæmda, eins og lýst hefur verið áður. Nauðsyn- legt er að horfa töluvert lengra fram á veginn þegar lagt er mat á hættu sem gæti steðjað að fjármálakerf- inu. Hugsanlegt er að sterkt gengi á framkvæmdatím- anum leiði til þess að áhrifanna gæti ekki fyrr en gengi krónunnar lækkar á ný af einhverjum ástæðum. Hækkun raunverðs íbúða á höfuðborgarsvæðinu hef- ur stöðvast í bili en veruleg verðlækkun ósennileg í bráð Útlán fjármálafyrirtækja eru gjarnan tryggð með veði í fasteignum, auk þess sem þau eiga sjálf umtals- verðar fasteignir eða hlutdeild í fasteignafélögum. Af þeim sökum og vegna þess að lækkun eignaverðs tengist oft áföllum á efnahag heimila og fyrirtækja, sem í sjálfu sér valda auknum vanskilum, gæti skyndileg verðlækkun skaðað efnahag fjármálafyrir- tækja. Hátt fasteignaverð eykur hættu á verðfalli. Raunverð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu virðist hafa náð hámarki sl. haust, í bili a.m.k. Þær ófullkomnu vísbendingar sem til eru um raunverð at- vinnuhúsnæðis benda til að raunverð hafi lækkað á ný á síðasta fjórðungi liðins árs, eftir nokkra hækkun á þriðja ársfjórðungi.4 Eftir sem áður er verðið hátt í sögulegu samhengi. Frá sjónarhóli fjármálastöðug- leika er minni hækkun íbúðaverðs um þessar mundir fremur jákvæð, því að eftir því sem fasteignaverð rís hærra yfir langtímajafnvægi eykst hætta á miklu verðfalli síðar, sem gæti skaðað efnahag heimila og fyrirtækja verulega. Að raunverð íbúða sé hætt að hækka þýðir þó aðeins að áhættan sé hætt að aukast, en ekki að hún sé ekki lengur til staðar ef skyndileg- ar breytingar yrðu í þjóðarbúskapnum. Tvennt gæti stutt þá skoðun að aðeins sé um tíma- bundið hlé á hækkun íbúðaverðs að ræða. Í fyrsta lagi er líklegt að lausir kjarasamningar hafi leitt til þess að fasteignakaupum hafi verið frestað, því að lausir samningar fela í sér óvissu um tekjur heimilanna í næstu framtíð. Í öðru lagi er hugsanlegt að fyrir- hugaðar skipulagsbreytingar á húsnæðismarkaði hafi svipuð áhrif, enda hafa þær verið þannig kynntar að þær muni leiða til lægri vaxta á íbúðalánum. Meðan hagvöxtur er með ágætum, atvinnuhorfur góðar og kaupmáttur eykst, virðist lítil ástæða til að hafa áhyggjur af verðfalli íbúðarhúsnæðis. Líklegt er hins vegar að aðhaldsaðgerðir á næstu árum og hugs- anleg offjárfesting í íbúðarhúsnæði eftir að hlutfall íbúðaverðs og byggingarkostnaðar hefur verið 4. Hugsanlegt er að hækkunin á þriðja ársfjórðungi, sem mátti rekja til verðhækkunar skrifstofuhúsnæðis, hafi fremur endurspeglað gæði þess húsnæðis sem þá var selt og keypt en raunverulegar verðbreytingar og hitt að kaupunum fylgdu hagstæðir leigusamningar. Ástæða er til að undirstrika að vegna þess hve sundurleitt atvinnuhúsnæði er að gerð er erfitt að setja saman óbjagaða verðvísitölu. Slíkar tilraunir verður að líta á sem gróft mat fremur en nákvæma mælingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.