Peningamál - 01.03.2004, Blaðsíða 41
Fjármálafyrirtækin
Arðsemi fjármálafyrirtækjanna aldrei verið meiri ...
Í heildina jókst arðsemi6 viðskiptabankanna og sex
stærstu sparisjóðanna enn á árinu 2003 en í upphafi
ársins var frekar búist við minni hagnaði en á árinu
2002.7 Eftir því sem leið á árið varð ljóst að arðsemi
bankanna yrði með mesta móti. Heildarhagnaður
viðskiptabankanna fjögurra var um 16,5 ma.kr. (nær
eingöngu þeir þrír stærstu) á síðasta ári en heildar-
hagnaður sex stærstu sparisjóðanna var 2,3 ma.kr.
... sem að miklu leyti má rekja til annarra þátta en
hefðbundinnar viðskiptabankastarfsemi
Hreinar vaxtatekjur viðskiptabankanna jukust um
24,5% á milli áranna 2002 og 2003 og urðu ríflega 31
ma.kr. Vaxtatekjurnar sjálfar jukust um 3% en
vaxtagjöldin drógust saman um 8%. Samdráttur varð
aðallega í vaxtatekjum og gjöldum sem reiknast af
kröfum á aðrar lánastofnanir en tiltölulega lítil breyt-
ing varð á öðrum liðum. Vaxtamunur8 viðskiptabank-
anna í heild stóð þó í stað á milli ára en það má rekja
til mikillar aukningar heildarfjármagns á árinu sem
fjallað er um síðar. Starfsemi viðskiptabankanna er-
lendis hefur vaxið að undanförnu og gera má ráð fyrir
að um 16%–20% af hreinum vaxtatekjum viðskipta-
bankanna hafi komið af erlendri starfsemi á árinu
2003.9 Vaxtamunur sex stærstu sparisjóðanna lækk-
aði aðeins á árinu 2003. Vaxtagjöldin drógust saman
en vaxtatekjurnar stóðu því sem næst í stað og því
jukust hreinar vaxtatekjur en heildarfjármagn spari-
sjóðanna jókst sem leiddi til lækkunar vaxtamunar-
ins.
Hreinar þóknunartekjur viðskiptabankanna jukust
um 37% á árinu 2003 en þó sýnu mest hjá KB
banka.10 Hreinar þóknunartekjur ársins 2003 námu
ríflega 19 ma.kr. Auknar þóknunartekjur má aðallega
rekja til tekna af miðlun verðbréfa og fyrirtækjaráð-
gjöf. Gera má ráð fyrir að a.m.k. 25% af hreinum
40 PENINGAMÁL 2004/1
Mynd 10
Arðsemi eigin fjár 1995-2003
Raunarðsemi eigin fjár 1995-2001. Nafnarðsemi eigin fjár frá og með 2002.
Heimild: Fjármálaeftirlitið og útreikningar Seðlabankans.
1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003
0
5
10
15
20
25
30
35
%
Viðskiptabankar
Sex stærstu sparisjóðir
Allir
Mynd 11
Arðsemi eigin fjár banka og sparisjóða1 2003
1. Viðskiptabankar og sex stærstu sparisjóðir. Heimild: Fjármálaeftirlitið.
Samtals 2002
Samtals 2003
Sex stærstu sparisjóðir 2003
Viðskiptabankar 2003
Sparisjóðurinn í Keflavík
Íslandsbanki hf.
KB banki hf.
Sparisjóður Reykjavíkur og nágr.
Landsbanki Íslands hf.
Sparisjóður vélstjóra
Sparisjóður Mýrasýslu
Sparisjóður Hafnarfjarðar
Sparisjóðabanki Íslands hf.
Sparisjóður Kópavogs
0 5 10 15 20 25 30 35-5 %
8. Vaxtatekjur að frádregnum vaxtagjöldum sem hlutfall af meðaltali
niðurstöðu efnahagsreiknings í upphafi og lok tímabils.
9. Þetta má lesa beint út úr kynningu á ársreikningi KB banka hf. en
erfiðara er að áætla þetta fyrir hina viðskiptabankana. Gæta þarf vel að
skilgreiningunni á erlendum aðila. Að nokkru leyti er um íslenska lög-
aðila að ræða sem stofnað hafa félög erlendis. Því ber að túlka með
varúð þessa útreikninga og þá sem fylgja í næstu málsgreinum.
10. Um 56% frá árinu 2002.
Skilgreiningar
Viðskiptabankar:
Íslandsbanki hf., KB banki hf., Landsbanki Íslands hf.
og Sparisjóðabanki Íslands hf.
Sex stærstu sparisjóðir:
Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, Sparisjóður
Hafnarfjarðar, Sparisjóður vélstjóra, Sparisjóðurinn í
Keflavík, Sparisjóður Kópavogs og Sparisjóður
Mýrasýslu.
6. Hagnaður eftir skatta sem hlutfall af vegnu meðaltali eigin fjár yfir
tímabilið að frádregnum hagnaði tímabilsins.
7. Spár greiningardeilda fjármálafyrirtækja í upphafi ársins 2003.