Peningamál - 01.03.2004, Blaðsíða 27
fjármagn til skamms tíma sem síðan væri hægt að
bæta upp. Þess í stað þurfa lánastofnanir að leita að
fjármagni úti á markaðnum eða leita í fyrirgreiðslu
Seðlabankans. Þetta eykur mikilvægi krónumark-
aðarins en skapar jafnframt spennu þótt tiltölulega
litlar hreyfingar eigi sér stað. Þegar líður að lokum
bindiskyldutímabils stilla fjármálafyrirtækin stöðu
sína af og verja hana með hæstu mögulegum vöxtum.
Ekki er ósennilegt að þetta ferli breytist með aukinni
reynslu af nýju fyrirkomulagi. Vextir fjármagns til
lengri tíma, t.d. 3 mánaða, hafa hins vegar verið
stöðugri. Vaxtarófið gefur til kynna að markaðurinn
vænti síður vaxtahækkana Seðlabankans á næstu
mánuðum og er áberandi að vextir á markaði hækka
upp fyrir stýrivexti bankans á bilinu 9-12 mánuðum
en á miðju síðasta ári voru vextir yfir stýrivöxtum
þegar á bilinu 3-6 mánuðir.
Hlutabréfaverð á fleygiferð í Kauphöllinni
Líflegt hefur verið á hlutafjármarkaði síðustu mánuði
en síðustu 12 mánuði hefur verð hlutabréfa eins og
það er mælt í úrvalsvísitölunni hækkað um tæplega
86%. Frá áramótum til 3. mars 2004 var hækkunin
rúmlega 21%. Vísitölur lyfjagreina og vísitölur bygg-
inga- og verktakastarfsemi hafa hækkað mest þegar
litið er 12 mánuði aftur í tímann en bygginga- og
verktakastarfsemi hefur hækkað um tæplega 54%
fyrstu tvo mánuði ársins.
Breytingar á tilhögun verðbréfaútgáfu Íbúðalána-
sjóðs
Um áramótin samþykkti ríkisstjórnin að farið yrði að
tillögum nefndar sem fjallaði um fyrirkomulag fjár-
mögnunar Íbúðalánasjóðs. Nefndin gerði tillögur um
að gefin yrði út ný tegund skuldabréfa, svokölluð
íbúðabréf, sem yrðu jafngreiðslubréf og yrðu afborg-
anir ársfjórðungslegar. Jafnframt yrði útgáfu hús- og
húsnæðisbréfa hætt og eigendum boðið upp á skipti í
hin nýju bréf. Vegna áhættu sjóðsins af endur-
greiðslum húsbréfa fyrir gjalddaga mælti nefndin þó
með að slík skipti þeirra færu fram yfir nokkurn tíma.
Önnur tillaga nefndarinnar var að hætta að afhenda
skuldabréf gegn fasteignaveðbréfi en í staðinn fengi
lántaki greitt í peningum og yrðu kjör hans miðuð við
niðurstöður undangenginna útboða til fjármögnunar-
innar. Í tillögunum er gert ráð fyrir að fyrirfram
endurgreiðsla fari einungis fram gegn endurgjaldi
sem eyði áhættu sjóðsins af vaxtabreytingum í fram-
tíðinni. Unnið er að útfærslu framkvæmdar og er
stefnt að því að nýju fyrirkomulagi verði hrundið af
stokkunum fyrir mitt ár.
Ávöxtun skuldabréfa hækkaði en lækkaði síðan á ný
Óvissa um húsnæðislán vegna hugmynda um 90%
lán til íbúðakaupa olli nokkru róti á verðbréfa-
markaði. Um miðjan ágúst hafði ávöxtunarkrafa
húsbréfaflokks með gjalddaga 2026 lækkað í 4,45%
og sveiflaðist á tiltölulega þröngu bili allt til loka
nóvember. Þá tók ávöxtunin að stíga en hneig á ný og
í lok ársins var hún 4,50%. Um áramótin var tilkynnt
um fyrirhugaðar breytingar á tilhögun útgáfu
Íbúðalánasjóðs sem skýrt er frá hér að ofan og í
kjölfarið hækkaði ávöxtun allhratt og fór í 4,62%
undir lok janúar. Í byrjun febrúar snerist þróunin
síðan við og í byrjun mars var ávöxtun þessa flokks
4,52%. Ávöxtun ríkisbréfa steig frá hausti og náði há-
26 PENINGAMÁL 2004/1
Heimild: Seðlabanki Íslands.
J F M A M J J Á S O N D | J F
3,0
4,0
5,0
6,0
7,0
8,0
%
Mynd 3
Daglegar tölur 3. janúar 2003 - 3. mars 2004
Vextir á krónumarkaði og stýrivextir
Dagvextir á
krónumarkaði3 mánaða
vextir á
krónu-
markaði Stýrivextir
Mynd 4
Heimild: Kauphöll Íslands.
Úrvalsvísitala hlutabréfa í Kauphöll Íslands
Daglegar tölur 1. júlí 2003 - 3. mars 2004
Júlí | Ágúst | Sept. | Okt. | Nóv. | Des. | Jan. | Febr. |
1.400
1.600
1.800
2.000
2.200
2.400
2.600
2.800
31. des. 1997=1.000