Peningamál - 01.03.2004, Blaðsíða 44

Peningamál - 01.03.2004, Blaðsíða 44
PENINGAMÁL 2004/1 43 ... og vanskil virðast enn vera nokkur Hlutfall alvarlegra vanskila, þ.e. vanskila sem voru eldri en tólf mánaða, af heildarvanskilum hjá viðskiptabönkum og sparisjóðum jókst á árinu 2003 eins og sjá má á mynd 13. Hlutfall heildarvanskila af lokastöðu útlána hefur þó lækkað frá lokum þriðja fjórðungs 2002 þegar það náði hámarki.16 Reyndar náði krónutala heildarvanskila einnig hámarki þá og var um 49,5 ma.kr. Í árslok 2003 námu heildarvanskil við viðskiptabanka og sparisjóði ríflega 41 ma.kr.17 Á árinu 2003 jukust útlán viðskiptabanka einnig mjög mikið og því gæti það gefið ranga mynd af stöðu mála að taka hlutfall vanskila í lok eins tímabils af útlánum í lok sama tímabils. Ólíklegt er að ný útlán fari strax í vanskil og því var skoðað hlutfall vanskila af lokastöðu útlána einu ári áður. Þetta hlutfall lækk- ar mun minna á árinu 2003 eins og sjá má á mynd 13. Annað vandamál við túlkun vanskilatalnanna er að þær eru ekki að fullu samanburðarhæfar á milli tíma- bila þar sem bætt vinnubrögð eins viðskiptabankans leiddu til þess að skilgreind vanskil þeirra jukust tölu- vert án þess þó að um raunverulega aukningu hafi verið að ræða. Að öllu óbreyttu ætti framlag á af- skriftareikning að dragast saman á þessu ári þar sem ætla má að gripið hafi verið til sérstakra aðgerða til að grisja útlánasafn bankanna á síðasta ári. Ef þróun vanskila er skoðuð er þó ekki víst að öll kurl séu komin til grafar og enn kunna að vera forsendur fyrir því að afskriftir útlána gætu orðið nokkrar á árinu 2004, sérstaklega ef litið er til þess að hlutfall alvar- legra vanskila jókst enn. Á mynd 14 má sjá heildarvanskil sem hlutfall af lokastöðu útlána annars vegar hjá viðskiptabönkum og hins vegar hjá sparisjóðum. Þetta hlutfall er alltaf hærra hjá sparisjóðunum og þróunin var svipuð hjá bönkum og sparisjóðum á tímabilinu sem er til skoðunar. Á fjórða fjórðungi ársins 2003 virðist þó verða töluverð breyting og dregur allverulega saman með þeim hvort heldur sem litið er á hlutfallið með eða án tafar. Þetta má að nær öllu leyti rekja til þess að hlutfall sparisjóðanna lækkar á fjórða fjórðung- num og má sennilega tengja það að einhverju leyti því að endanlega afskrifuð útlán sex stærstu spari- sjóðanna hafa aldrei verið meiri en á síðasta ári. Einnig er áhugavert að sjá að þetta hlutfall í árslok 2003 fyrir viðskiptabanka og sparisjóði er mjög svipað því sem það var í árslok 2000 áður en afskrift- ir útlána jukust fyrir alvöru. Kostnaðarhlutfallið lækkaði almennt Kostnaður ársins 2003 jókst töluvert en þó minna en tekjurnar. Þetta leiddi til þess að kostnaðarhlutfall18 viðskiptabankanna lækkaði almennt. Í fyrri úttektum á stöðugleika fjármálakerfisins hefur komið fram að þessi mælikvarði er langt frá því að vera gallalaus. Mynd 13 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 2000 2001 2002 2003 0 20 40 60 80 100 (%) 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 (%) Vanskil í bönkum og sparisjóðum 2000-2003 Heimild: Fjármálaeftirlitið. Stöplar: Hlutfall vanskila hvers tímabils af heildarvanskilum. Línur: Heildarvanskil sem hlutfall af stöðu útlána í lok sama tímabils, tafið um eitt ár. 0-1 mánuður 1-3 mánuðir 3-6 mánuðir 6-12 mánuðir Eldri en 12 mánuðir Vinstri ás (stöplar) Hægri ás (línur) Öll vanskil Öll vanskil, tímatöf 16. Gögnin ná aftur til ársloka 2000. 17. Athuga verður að vanskil minnka yfirleitt alltaf á fjórða ársfjórðungi. Mynd 14 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 2000 2001 2002 2003 0 2 4 6 8 10 12 14 (%) Viðskiptabankar Viðskiptabankar, tafið Sparisjóðir Sparisjóðir, tafið Heildarvanskil sem hlutfall af lokastöðu útlána 2000-2003 Heimild: Fjármálaeftirlitið. Stöplar: Hlutfall heildarvanskila af lokastöðu útlána á sama tímabili. Línur: Hlutfall heildarvanskila af lokastöðu útlána árinu áður. 18. Rekstrargjöld sem hlutfall af rekstrartekjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.