Peningamál - 01.03.2004, Blaðsíða 104
PENINGAMÁL 2004/1 103
Peningastefnan og stjórntæki hennar
Markmið peningastefnunnar
Markmið stefnunnar í peningamálum er stöðugt
verðlag. Hinn 27. mars 2001 var tekið upp formlegt
verðbólgumarkmið sem hér segir:
• Seðlabankinn stefnir að því að árleg verðbólga,
reiknuð sem árleg hækkun vísitölu neysluverðs á
12 mánuðum, verði að jafnaði sem næst 2½%.
• Víki verðbólga meira en ±1½% frá settu marki ber
bankanum að gera ríkisstjórninni grein fyrir
ástæðu fráviksins, hvernig bankinn hyggst bregð-
ast við og hvenær hann telur að verðbólgumark-
miðinu verði náð að nýju. Greinargerðina skal
birta opinberlega.
• Ársfjórðungslega birtir Seðlabankinn verðbólgu-
spá tvö ár fram í tímann og gerir grein fyrir henni
í Peningamálum.
Með peningastefnunni er miðað að því að halda verð-
lagi stöðugu og því verður henni ekki beitt til þess að
ná öðrum efnahagslegum markmiðum, svo sem
jöfnuði í viðskiptum við útlönd eða mikilli atvinnu,
nema að því marki sem slíkt samrýmist verðbólgu-
markmiði bankans.
Helstu stjórntæki peningastefnunnar
Seðlabankinn framfylgir peningastefnunni einkum
með því að stýra vöxtum á peningamarkaði, fyrst og
fremst með ákvörðun ávöxtunar í endurhverfum
viðskiptum sínum við lánastofnanir. Ávöxtun á
peningamarkaði hefur sterk áhrif á gjaldeyrisstrauma
og þar með á gengi krónunnar og til lengdar innlenda
eftirspurn. Viðskiptum við lánastofnanir má í grófum
dráttum skipta í föst viðskiptaform annars vegar og
markaðsaðgerðir hins vegar.
Föst viðskiptaform:
• Viðskiptareikningar geyma óráðstafað fé lána-
stofnana. Þeir eru uppgjörsreikningar vegna
greiðslujöfnunar milli innlánsstofnana og milli-
bankaviðskipta, þar á meðal viðskipta við Seðla-
bankann. Vextir þessara reikninga mynda gólf
fyrir daglánavexti á millibankamarkaði.
• Daglán eru veitt að ósk lánastofnana og tryggð
með sömu verðbréfum og hæf eru í endurhverfum
viðskiptum (sjá síðar). Vextir daglána mynda þak
yfir daglánavexti á millibankamarkaði.
• Innstæðubréf eru veitt til 90 daga, að ósk lána-
stofnana. Þau eru ekki skráð en þó hæf í endur-
hverfum viðskiptum. Hlutverk þeirra er að setja
gólf undir ávöxtun þriggja mánaða vaxta á
peningamarkaði.
• Bindiskylda er lögð á lánastofnanir sem ekki eru
háðar fjárlögum í rekstri sínum. Hún miðast við
bindigrunn sem er innstæður, útgefin skuldabréf
og peningamarkaðsbréf. Bindihlutfall er 2% fyrir
þann hluta bindigrunns sem bundinn er til tveggja
ára eða skemur. Binditímabil telst frá 21. degi
hvers mánaðar til 20. dags næsta mánaðar og skal
innstæða á bindireikningi ná tilskildu hlutfalli af
meðaltali tveggja síðustu binditímabila.
Markaðsaðgerðir:
• Endurhverf viðskipti eru helsta stjórntæki Seðla-
bankans. Vikulega eru haldin uppboð á 14 daga
samningum. Lánastofnanir þurfa að leggja fram
hæf verðbréf, þ.e.a.s. ríkistryggð bréf með virkri
viðskiptavakt í Kauphöll Íslands. Uppboðin geta
verið ýmist fastverðsuppboð eða uppboð þar sem
heildarfjárhæð framboðinna samninga er tilkynnt.
Fastverðsuppboð hafa verið reglan til þessa.
• Innstæðubréf til 14 daga eru boðin upp vikulega.
Hlutverk þeirra er að mynda mótvægi við tíma-
bundna lausafjárgnótt. Uppboðsaðferð er svo-
kölluð „hollensk aðferð“ (sbr. reglur um viðskipti
við bindiskyldar lánastofnanir).
• Viðskipti á verðbréfamarkaði takmarkast við
ríkistryggð verðbréf.
• Inngripum á gjaldeyrismarkaði er einungis beitt
telji Seðlabankinn það nauðsynlegt til þess að
stuðla að verðbólgumarkmiði sínu eða ef hann
telur að gengissveiflur geti ógnað stöðugleika fjár-
málakerfisins.
Yfirlit vaxta Seðlabankans 27. febrúar 2004
Breyting Vextir
Vextir Síðast (pró- fyrir
Viðskiptaform nú (%) breytt sentur) ári (%)
Viðskiptareikningar ..........
Daglán ..............................
Innstæðubréf (til 90 daga)...
Bindiskylda.......................
Endurhverf viðskipti.........
2,8 11. feb.’03 -0,5 2,8
7,7 11. feb.’03 -0,5 7,7
4,8 11. feb.’03 -0,5 4,8
4,1 11. feb.’03 -0,5 4,1
5,3 18. feb.’03 -0,5 5,3