Peningamál - 01.03.2004, Blaðsíða 57

Peningamál - 01.03.2004, Blaðsíða 57
Á tímabilinu 1997-2001 fór vaxtamunur við útlönd hækkandi en frá árslokum 2001 hefur hann lækkað á ný og er hann um þessar mundir álíka mik- ill og í upphafi tímabilsins. Þróun vaxtamunar við útlönd getur tæplega verið eina skýringin á þeirri aukningu erlendra skulda sem orðið hefur á síðustu árum. Á hinn bóginn er líklegt að næmi fyrirtækja fyrir vöxtum og vaxtamun hafi aukist samhliða sí- aukinni opnun hagkerfisins, markaðsvæðingu og samkeppni. … og ýmsum kerfisbreytingum Á síðustu árum hafa orðið margháttuð kaflaskil á fjármálamarkaði. Kerfisbreytingar og nýbreytni í þjónustu hafa haft tilhneigingu til að auka erlenda skuldastöðu og breyta þeirri áhættu sem lánastofnan- ir og þjóðarbúið búa við. Lánastofnanir, fyrirtæki og heimili hafa beint og óbeint tekið erlendan gjaldeyri inn í efnahagsreikninga sína í stað íslenskrar krónu. Mikilvægt er að hafa í huga nokkrar breytingar sem hafa átt sér stað á liðnum 5 árum og snúa að bönkum og sparisjóðum: 1. Lánveitingar til erlendra aðila. 2. Fjárfesting í erlendum markaðsverðbréfum. 3. Útrás íslenskra banka með stofnun útibúa og dótturfélaga erlendis. 4. Útrás íslenskra fyrirtækja með kaupum á erlend- um fyrirtækjum en fjármögnun frá íslenskum viðskiptabönkum. 5. Þátttaka íslenskra banka í sambankalánum með erlendum bönkum. 6. Tilkoma fasteignafélaga og annarra eignarhalds- félaga sem fjármagna sig að hluta til með erlend- um lánum. 7. Eignarleigusamningar eru nú að meirihluta til með erlendri fjármögnun. 8. Íbúðaveðlán boðin með gengisbindingu. 9. Lánshæfismat fyrir stærstu viðskiptabankana. 10. Aðgengi íslenskra banka að djúpum markaði fyrir útgefnar skuldaviðurkenningar (MTN, ECP) í skjóli lánshæfismats. Afleiðingarnar eru ýmsar Þessi þróun hefur þegar haft víðtækar afleiðingar. Rúmt er um laust fé til gengisbundinna útlána og gengisáhætta lántakenda fer vaxandi. Varðandi stjórn peningamála og fjármálastöðugleika má m.a. nefna að áhrif vaxtabreytinga Seðlabankans á heildarláns- fjáreftirspurn verða minni en ella. Þetta á einkum við gagnvart fyrirtækjum. Það gerir notkun peninga- stjórnunar til sveiflujöfnunar torveldari. Möguleiki peningastefnu til að ákvarða til lengdar verðbólgustig í innlendri mynt breytist hins vegar ekki. Einnig er vert að hafa í huga að úrræði Seðlabankans til lausa- fjáraðstoðar verða takmarkaðri. Svigrúm bankans til aðstoðar með lausafjárfyrirgreiðslu til lánastofnunar sem ekki er í eiginfjárvanda er nánast án takmarkana í íslenskum krónum en er verulega takmarkað ef lausafjárvandinn birtist í erlendum gjaldeyri. 56 PENINGAMÁL 2004/1 1. Vaxtamunur 3 mánaða íslenskra ríkisvíxla og 3 mánaða ríkisvíxla helstu viðskiptalanda veginna með sömu hlutföllum og í gengisvoginni. Heimildir: Reuters og Seðlabanki Íslands. 6 12 6 12 6 12 6 12 6 12 6 12 6 12 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 Prósentur Vaxtamunur1 (3 mánaða ríkisvíxlar í lok júní og desember 1997-2003) Mynd 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.