Peningamál - 01.03.2004, Blaðsíða 69

Peningamál - 01.03.2004, Blaðsíða 69
verðbólgumarkmiðsbankar í ,,dulargervi“ (sjá t.d. Bernanke o.fl., 1999). Áhrifamiklir hagfræðingar í Bandaríkjunum, eins og Ben Bernanke, Frederic Mishkin og Ted Truman, hafa hvatt þarlend stjórnvöld til að taka upp formlegt verðbólgumarkmið (sjá t.d. Bernanke o.fl., 1999, og Truman, 2003).18 Þeir hafa lagt áherslu á að, þrátt fyrir góðan árangur við stjórn peningamála í Banda- ríkjunum á síðustu áratugum, sé mikilvægt að festa þann árangur í sessi og skilgreina nýtt formlegt akk- eri peningastefnunnar eftir að núverandi ,,akkeri“, seðlabankastjórinn Alan Greenspan hverfur af vett- vangi (sjá t.d. Mishkin, 2000b). Nokkrum sinnum hefur verið lagt fram frumvarp á þingi til breytinga á lögum um seðlabankann með það fyrir augum að taka upp verðbólgumarkmið en í öll skiptin hefur frumvarpið dagað upp í nefnd. Nokkur umræða hef- ur einnig verið innan peningamálaráðs seðlabankans á síðustu árum en án þess að niðurstaða hafi fengist. Evrópski seðlabankinn og sá japanski hafa jafn- framt verið hvattir til að breyta núverandi fyrirkomu- lagi peningamála og taka upp verðbólgumarkmið. Sá fyrrnefndi hefur verið hvattur til að leggja af annan meginþátt peningastefnunnar, þ.e. peningamagns- markmið sitt, og leggja áherslu á seinni þáttinn, markmiðið um að halda verðbólgu nálægt 2%. Hinn síðarnefndi hefur verið hvattur til að taka upp verðbólgumarkmið sem lið í baráttunni við viðvar- andi verðhjöðnun og samdráttarsýki í japanska hag- kerfinu. Erfitt er að leggja mat á líkur þess hvort eitthvert þessara stóru hagkerfa taki upp verðbólgumarkmið á næstu árum og hvort hagstjórn myndi batna í kjölfarið. Þó virðist líklegt að gagnsæi peningastefn- unnar myndi aukast í öllum tilvikum og jafnvel einnig skilvirkni og skilningur á hlutverki peninga- stefnunnar í almennri hagstjórn. Þetta er þó misjafnt eftir því hvaða ríki er verið að tala um. Mjög líklegt er að stjórn peningamála batni töluvert í Japan og jafnvel eitthvað á evrusvæðinu en það er síður aug- ljóst fyrir Bandaríkin sem hafa almennt náð góðum árangri á undanförnum árum. 4. Mismunandi fyrirkomulag verðbólgu- markmiðs Þrátt fyrir þau almennu einkenni peningastefnu með verðbólgumarkmiði sem lýst er hér að framan er nán- ari útfærsla á fyrirkomulagi stefnunnar og lagalegum ramma hennar margbreytileg og hefur einnig tekið ýmsum breytingum í tímans rás. Misjafnt er hversu langt ríkin hafa gengið í að formfesta áðurnefnd ein- kenni peningastefnu með verðbólgumarkmiði en þeir bankar virðast hafa gengið lengst sem verst urðu úti í baráttunni við verðbólgu og höfðu minnstan trú- verðugleika. Í þessum tilvikum hefur lögum seðla- bankanna gjarnan verið breytt áður en verðbólgumark- miðið var tekið upp. Hinir sem meiri trúverðugleika höfðu gengu skemur í lögformlegri bindingu stefnunn- ar þótt því fari fjarri að rammi stefnunnar byggist að einhverju leyti á veikari grunni í þeim ríkjum. 4.1. Lagalegur rammi verðbólgumarkmiðs Eins og kemur fram í yfirlitsgrein höfundar í Pen- ingamálum, 2000/4, hefur löggjöf seðlabanka víða um heim tekið miklum breytingum á síðustu árum með það fyrir augum að auka sjálfstæði seðlabank- anna til að taka ákvarðanir er varða peningastefnuna án íhlutunar ríkisstjórnar eða einstakra ráðherra. Þegar lagt er mat á sjálfstæði seðlabanka hefur eink- um verið horft til fimm þátta: hversu mikla áherslu löggjöf bankans leggur á verðstöðugleika sem megin- markmið peningastefnunnar, hversu mikið aðgengi ríkissjóður hefur að fjármögnun í seðlabankanum, hversu mikið sjálfstæði bankinn hefur til að taka ákvarðanir til að ná settu markmiði, hversu mikið bankinn hefur um hið endanlega markmið að segja og hversu langur ráðningartími seðlabankastjóra er. Eins og sjá má í töflu 4 er verðstöðugleiki megin- markmið peningastefnunnar meðal verðbólgumark- miðsríkjanna í langflestum tilvikum. Annaðhvort er hann tilgreindur sem eina markmið peningastefnunn- ar eða tilgreindur sem það markmið sem hefur for- gang, komi upp togstreita milli þess og annarra markmiða sem lög bankans tilgreina. Þetta er í sam- ræmi við þróun löggjafar seðlabanka víða um heim á síðustu árum. 68 PENINGAMÁL 2004/1 18. Bernanke var áður prófessor við Princeton-háskóla en er nú í peninga- málaráði bandaríska seðlabankans. Mishkin er prófessor við Columbia- háskóla og fyrrverandi yfirmaður rannsóknardeildar útibús bandaríska seðlabankans í New York. Truman starfaði áður í bandaríska fjár- málaráðuneytinu og var framkvæmdastjóri alþjóðadeildar í höfuð- stöðvum bandaríska seðlabankans áður en hann varð rannsóknarfélagi við rannsóknarstofnunina Institute for International Economics. Þeir hafa hvatt alla þrjá seðlabankana til að taka upp verðbólgumarkmið og Truman hefur hvatt þá til að vera samstíga í þeirri ákvörðun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.