Peningamál - 01.03.2004, Blaðsíða 107
sem starfa í aðildarlöndum Efnahags- og myntbanda-
lags Evrópu. Nýju reglurnar tóku gildi 21. desember
2003.
Hinn 2. desember voru fjáraukalög þess árs sam-
þykkt. Tekjuáætlanir voru hækkaðar um 6,4 ma.kr.,
mest vegna tekjuskatts fyrirtækja, virðisaukaskatts og
arðtekna. Útgjaldaheimildir voru hækkaðar um 12,6
ma.kr.
Íslandsbanki hf. keypti allt hlutafé í Framtaki fjárfest-
ingarbanka hf. (áður Eignarhaldsfélag Alþýðubank-
ans hf. og Þróunarfélag Íslands hf.) af Fjárfestingar-
félaginu Straumi hf. í byrjun desember. Framtak fjár-
festingarbanki hf. verður sameinaður Íslandsbanka
hf. og mun sameiningin miðast við 1. janúar 2004.
Samhliða sölunni var gengið frá samkomulagi þar
sem Fjárfestingarfélagið Straumur hf. kaupir þær
eignir Framtaks fjárfestingarbanka hf. sem flokkast
undir áhættufjárfestingu.
Viðskiptaráðuneytið tilkynnti að kaupverð Lands-
banka Íslands hf. skyldi lækka um 700 m.kr.
Hinn 5. desember voru samþykkt lög þar sem felld er
niður heimild launagreiðenda til að verja hluta af
tryggingagjaldi til mótframlags vegna frjáls lífeyris-
sparnaðar (10% mótframlag allt að 0,4% af stofni
tryggingagjalds).
Hinn 12. desember var samþykkt frumvarp til laga
um breytingar á lögum um tekju- og eignarskatt.
Ákvæði um hátekjuskatt hefðu að óbreyttu runnið út
árið 2003, en voru framlengd um tvö ár með lækk-
andi skatthlutfalli, 4% vegna tekna 2004 og 2%
vegna tekna 2005. Hámarksvextir til vaxtabóta voru
lækkaðir úr 7% í 5,5% af skuldum við útreikning
bóta frá og með 2005, en vaxtabætur 2004 voru
lækkaðar um 10% frá því sem ella hefði orðið. Loks
voru helstu bóta- og viðmiðunarfjárhæðir laganna
hækkaðar um 2,5% milli áranna 2003 og 2004.
Hinn 12. desember voru lög um alþjóðaviðskipta-
félög með sérstökum skattafríðindum felld úr gildi
frá og með 1. janúar 2008 og tekið fyrir ný leyfi frá
og með 1. mars 2004.
Hinn 15. desember voru samþykkt lög um eftirlaun
forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstarétt-
ardómara.
Hinn 15. desember hækkaði Moody’s lánshæfismat
Kaupþings Búnaðarbanka hf. Langtímaeinkunn
bankans var hækkuð úr A3 í A2, einkunn vegna víkj-
andi lána fór úr Baa1 í A3 og einkunn vegna fjárhags-
legs styrks fór úr C í C+. Skammtímaeinkunnin P1
var staðfest. Horfur um mat bankans skv. Moody’s
eru jákvæðar. Hækkun lánshæfismatsins grundvallast
að sögn Moody’s á sterkum efnahag, traustri eigin-
fjárstöðu, hagræðingu frá samruna bankanna tveggja
í maí og góðum rekstrarárangri ársins.
Hinn 16. desember tilkynnti alþjóðlega matsfyrir-
tækið Standard & Poor´s að það hefði breytt horfum
um lánshæfiseinkunn ríkissjóðs í erlendum gjald-
miðlum úr stöðugum í jákvæðar. Fyrirtækið staðfesti
jafnframt lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs, þar með
taldar einkunnirnar A+/A-1+ fyrir lán í erlendum
gjaldmiðlum og AA+/A-1+ fyrir lán í íslenskum
krónum.
Hinn 18. desember voru undirritaðir samningar milli
Norðuráls, Landsvirkjunar, Orkuveitu Reykjavíkur
og Hitaveitu Suðurnesja um orkuöflun vegna fyrir-
hugaðrar stækkunar álbræðslu Norðuráls.
Hinn 19. desember tilkynnti fjármálaráðuneytið að
tekjuskattshlutfall á árinu 2004 yrði 25,75%, sem er
hið sama og 2003. Meðalútsvar á árinu 2004 sam-
kvæmt fyrirliggjandi ákvörðunum sveitarstjórna
verður 12,83%, samanborið við 12,80% árið 2003.
Staðgreiðsluhlutfall á árinu 2004 verður því 38,58%.
Sveitarfélögin geta ákveðið útsvar á bilinu 11,24% til
13,03%. Af 104 sveitarfélögum ætla 67 að innheimta
hámarksútsvar en 5 sveitarfélög verða með lágmarks-
útsvar.
Hinn 21. desember undirrituðu stjórnendur Kaup-
þings Búnaðarbanka hf. og stjórn Sparisjóðs Reykja-
víkur og nágrennis (SPRON) yfirlýsingu þess efnis
að unnið yrði að því að SPRON yrði sjálfstætt starf-
andi dótturfélag Kaupþings Búnaðarbanka hf. Stefnt
yrði að því að eigendur í væntanlegu hlutafélagi um
SPRON skiptu á hlutum í sparisjóðnum og nýjum
hlutum í Kaupþingi Búnaðarbanka hf. Til þess að
slíkt gengi eftir þyrfti stjórn SPRON fyrst að fá
samþykki stofnfjáreigenda fyrir því að breyta spari-
sjóðnum í hlutafélag. Samkvæmt fréttatilkynningum
ætlaði Kaupþing Búnaðarbanki hf. að reka SPRON
áfram sem sjálfstæða einingu.
106 PENINGAMÁL 2004/1