Peningamál - 01.03.2004, Blaðsíða 101

Peningamál - 01.03.2004, Blaðsíða 101
unni til 70 ára aldurs með viðbótarréttindum. Rétt- indareglurnar í einkageiranum og nýju kerfi opin- berra starfsmanna eru hins vegar hlutlausar gagnvart þessu vali. Það er yfirleitt marktækur munur milli sjóða með ábyrgð atvinnurekenda og annarra lífeyrissjóða varðandi iðgjöld og réttindi og einnig varðandi það hver ber þá áhættu sem starfsemi sjóðanna fylgir. Sjóðir með ábyrgð eru undanþegnir kröfunni um fulla sjóðsöfnun. Aðeins ríkið, sveitarfélög og bankar mega veita lífeyrissjóðum slíka ábyrgð. Full sjóðsöfnun verður síðan reglan fyrir alla í framtíðinni þegar eldri kerfi opinberra starfsmanna og annarra deyja út. En þar sem Lífeyrissjóður starfsmanna rík- isins, svo að dæmi sé tekið, er byggður á skilgreind- um réttindum er það launagreiðandinn sem ber ávöxt- unaráhættuna og iðgjöld til sjóðsins verða í raun breytileg. Réttindi venjulegra sjóða í einkageiranum munu þegar öllu er á botninn hvolft ráðast af ávöxtun sjóð- anna, sem getur verið breytileg á milli sjóða. Ávöxt- unaráhættan er því borin sameiginlega af sjóð- félögunum. Ennfremur fela réttindareglur sjóðanna í sér töluverða áhættudreifingu og samtryggingu meðal sjóðfélaganna og vissa tekjujöfnun. Sjóðirnir eru því ekki tryggingarfræðilega hlutlausir. Í raun hefur iðgjaldahlutfallið verið tiltölulega stöðugt en réttindum hefur öðru hverju verið breytt með beinu eða óbeinu samþykki sjóðfélaga. Sjóðirnir byggjast því hvorki að fullu á föstum skilgreindum réttindum né föstum skilgreindum iðgjöldum heldur eru þeir nokkurs konar blanda af þessu tvennu. Að sumu leyti verður áhættuumhverfi sjóðfélaganna betra en í hreinum „sjóðum skilgreindra iðgjalda” á sama tíma og áhættan er minni fyrir launagreiðendur en raunin er varðandi hreina „sjóði skilgreindra réttinda“. En hvað má hinn dæmigerði sjóðfélagi búast við að fá í lífeyri frá sjóðunum? Að gefnum raunhæfum forsendum hefur verið metið að búast megi við að sá sem fer á eftirlaun 69 ára muni fá 50-60% af launa- tekjum þeirra sem þá verða fullstarfandi.4 Að við- bættum grunnlífeyri almannatrygginga fer hlutfallið í 60-70%. Valkvæður lífeyrissparnaður Margir munu bæta við lífeyri frá skylduaðildar- sjóðum með valkvæðum lífeyrissparnaði. Löggjöf um skattahvata vegna valkvæðs lífeyrissparnaðar kom ekki til fyrr en 1998 og var það hluti af almenn- um umbótum á lífeyriskerfinu. Skattahvatarnir hafa verið auknir síðan. Launafólk hefur heimild til að draga frá skattskyldum tekjum sínum allt að 4% framlag til viðurkenndra séreignarsjóða. Atvinnurek- endur leggja ávallt fram 1%, mæta 1% í viðbót frá starfsmanni og 0,1% til viðbótar fyrir hvert 1% sem starfsmaður leggur fram. Heildarframlag til valkvæðs lífeyrissparnaðar getur því orðið allt að 6,4% hjá þeim sem hafa ákveðið að greiða sjálfir 4% framlag til séreignarlífeyrissparnaðar. Þessi sparnaður er að mestu leyti í formi séreignarsparnaðar hjá aðilum sem fjármálaráðuneytið hefur samþykkt. Lífeyris- sparnaðurinn er bundinn til 60 ára aldurs og greiðist í jöfnum skrefum á að minnsta kosti sjö ára tímabili. Skattahvatningin hefur reynst mjög virk. Áætlað er að á árinu 2001 hafi 43% þeirra sem voru virkir á vinnumarkaði greitt til slíks séreignarsparnaðarkerf- is. Lífeyriseignir í þriðju stoð lífeyriskerfisins hafa því aukist verulega og náðu 7½% af landsframleiðslu í árslok 2002. Megnið er í vörslu lífeyrissjóða, eða 85%, en hlutur banka, tryggingarfélaga og annarra hefur aukist umtalsvert á síðustu árum en hann var enginn í árslok 1997. Lífeyriseignir í heild, þ.e. bæði í annarri og þriðju stoð lífeyriskerfisins, námu nálægt 90% af landsframleiðslu í árslok 2002. 100 PENINGAMÁL 2004/1 Mynd 5 1980 1985 1990 1995 2000 0.0 0.5 1.0 1.5 2.0 2.5 3.0 3.5 4.0 % af VLF 35 40 45 50 55 hlutfall (%) Lífeyrisgreiðslur og lífeyrisbyrði 1980-2002 Heimild: Seðlabanki Íslands. Lífeyrisbyrði (hægri ás) Lífeyrisgreiðslur lífeyrissjóða (vinstri ás) Lífeyrisgreiðslur almannatrygginga (vinstri ás) 4. Sjá Guðmundur Guðmundsson (2000), áður ívitnað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.