Peningamál - 01.03.2004, Blaðsíða 99

Peningamál - 01.03.2004, Blaðsíða 99
Lífeyrissjóðir Það er lagaskylda að greiða að minnsta kosti 10% af öllum atvinnutekjum í lífeyrissjóði sem byggjast á fullri sjóðsöfnun og veita elli- og örorkulífeyri til æviloka sjóðfélaga. Þessir sjóðir eru flestir atvinnu- tengdir. Margir þeirra voru stofnaðir í framhaldi af al- mennum kjarasamningum á árinu 1969 en aðrir komu fyrr til sögunnar, svo sem lífeyrissjóðir ríkis- starfsmanna og Lífeyrissjóður verslunarmanna. Skylduaðild að lífeyrissjóðum varð að lögum fyrir launafólk 1974 og fyrir einyrkja 1980. Iðgjalda- grunnurinn var víkkaður í áföngum á árunum 1987 til 1990 frá því að ná aðeins til dagvinnulauna í upphafi til allra atvinnutekna. Þessi breyting hraðaði vexti iðgjalda umtalsvert. Rammalöggjöf um lífeyrissjóði var ekki sett fyrr en á árinu 1998. Lögin kveða á hvaða stofnanir geta notað heitið lífeyrissjóður. Enn- fremur skilgreina þau lágmarksskilyrði fyrir lífeyris- sjóði varðandi stærð, áhættu, innri endurskoðun og sjóðsöfnun. Að lokum má nefna að þau setja takmörk á fjárfestingu lífeyrissjóða sem eru byggð á grund- vallarhugmyndum um áhættudreifingu. Flestum sjóðanna er stjórnað sameiginlega af að- ilum vinnumarkaðarins. Reglugerðarvaldið gagnvart sjóðunum er hjá fjármálaráðuneytinu og eftirlitið hjá Fjármálaeftirlitinu. Iðgjaldahlutfall lífeyrissjóða er í flestum tilfellum 10% af tekjum. Formlega er þessum 10% skipt á milli 4% framlags launamanns og 6% framlags at- vinnurekanda. Iðgjald launafólks er að fullu frádrátt- arbært frá tekjum meðan það fer ekki yfir 4%. At- vinnurekandi getur gjaldfært sinn hluta í reikningum fyrirtækisins, jafnvel þótt hann fari yfir 6%. Fjár- magnstekjur lífeyrissjóða eru skattfrjálsar. Lífeyris- greiðslur eru skattlagðar með sama hætti og atvinnu- tekjur. Það voru 52 lífeyrissjóðir á Íslandi í upphafi árs 2003. Af þeim tóku 11 ekki lengur á móti iðgjöldum og 14 voru með launagreiðendaábyrgð frá ríki, sveit- arfélagi eða banka. Það voru 28 fullstarfandi lífeyris- sjóðir án ábyrgðar launagreiðanda. Lífeyrissjóðum hefur fækkað verulega á undanförnum árum vegna sameiningar og lokunar. Í upphafi níunda áratugarins voru 90 lífeyrissjóðir í landinu. Lífeyrissjóðasviðið einkennist af fáum stórum sjóðum með mjög háa hlutdeild í heildareignum og mörgum litlum sjóðum. Tíu stærstu lífeyrissjóðirnir áttu 70% af eignum lífeyrissjóða 2002 og tveir þeir stærstu voru með 32%. Meðalsjóðurinn var með eignir sem námu 143 milljónum Bandaríkjadala (11½ ma.kr.) en sá stærsti nam 1,3 milljörðum Bandaríkja- dala (105 ma.kr.). Rekstrarkostnaður lífeyrissjóðanna er líklega minni en vænta má í ljósi fjölda sjóða og tiltölulega lítillar meðalstærðar. Árið 2002 nam rekstrarkostn- aður sjóðanna í heild um 0,1% af eignum og 1% af iðgjöldum. Lífeyrissjóðirnir stækkuðu fremur hægt á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar þar sem iðgjalda- grunnurinn var takmarkaðri en síðar varð og ávöxtun eigna léleg og líklega neikvæð sum ár. Á þessu tíma- bili voru raunvextir á innlendum skuldabréfum og lánum iðulega neikvæðir vegna hárrar verðbólgu og stýrðra vaxta. Í lok áttunda áratugarins námu eignir lífeyrissjóðanna enn minna en 10% af landsfram- 98 PENINGAMÁL 2004/1 Mynd 1 1965 1970 1975 1980 1985 1990 1995 2000 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 % 0 4 8 12 16 20 24 28 32 -4 % Eignir lífeyrissjóða 1961-2002 Heimildir: Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands. Árleg raunaukning (hægri ás) Hlutfall af VLF (%) (vinstri ás) Mynd 2 Lú xe m bo rg Íta lía Fr ak kl an d Gr ik kl an d No re gu r Be lg ía Sp án n Au stu rrí ki Fi nn lan d Po rtú ga l Þý sk ala nd Da nm ör k Írl an d Sv íþ jó ð Br etl an d Ísl an d Ho lla nd Sv iss 0 20 40 60 80 100 120 140 % Eignir lífeyrissjóða (önnur stoð lífeyriskerfisins) í hlutfalli við VLF í ríkjum ESB og EFTA 2001 Heimild: European Federation for Retirement Provision (EFRP).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.