Peningamál - 01.03.2004, Page 99
Lífeyrissjóðir
Það er lagaskylda að greiða að minnsta kosti 10% af
öllum atvinnutekjum í lífeyrissjóði sem byggjast á
fullri sjóðsöfnun og veita elli- og örorkulífeyri til
æviloka sjóðfélaga. Þessir sjóðir eru flestir atvinnu-
tengdir. Margir þeirra voru stofnaðir í framhaldi af al-
mennum kjarasamningum á árinu 1969 en aðrir
komu fyrr til sögunnar, svo sem lífeyrissjóðir ríkis-
starfsmanna og Lífeyrissjóður verslunarmanna.
Skylduaðild að lífeyrissjóðum varð að lögum
fyrir launafólk 1974 og fyrir einyrkja 1980. Iðgjalda-
grunnurinn var víkkaður í áföngum á árunum 1987 til
1990 frá því að ná aðeins til dagvinnulauna í upphafi
til allra atvinnutekna. Þessi breyting hraðaði vexti
iðgjalda umtalsvert. Rammalöggjöf um lífeyrissjóði
var ekki sett fyrr en á árinu 1998. Lögin kveða á
hvaða stofnanir geta notað heitið lífeyrissjóður. Enn-
fremur skilgreina þau lágmarksskilyrði fyrir lífeyris-
sjóði varðandi stærð, áhættu, innri endurskoðun og
sjóðsöfnun. Að lokum má nefna að þau setja takmörk
á fjárfestingu lífeyrissjóða sem eru byggð á grund-
vallarhugmyndum um áhættudreifingu.
Flestum sjóðanna er stjórnað sameiginlega af að-
ilum vinnumarkaðarins. Reglugerðarvaldið gagnvart
sjóðunum er hjá fjármálaráðuneytinu og eftirlitið hjá
Fjármálaeftirlitinu.
Iðgjaldahlutfall lífeyrissjóða er í flestum tilfellum
10% af tekjum. Formlega er þessum 10% skipt á
milli 4% framlags launamanns og 6% framlags at-
vinnurekanda. Iðgjald launafólks er að fullu frádrátt-
arbært frá tekjum meðan það fer ekki yfir 4%. At-
vinnurekandi getur gjaldfært sinn hluta í reikningum
fyrirtækisins, jafnvel þótt hann fari yfir 6%. Fjár-
magnstekjur lífeyrissjóða eru skattfrjálsar. Lífeyris-
greiðslur eru skattlagðar með sama hætti og atvinnu-
tekjur.
Það voru 52 lífeyrissjóðir á Íslandi í upphafi árs
2003. Af þeim tóku 11 ekki lengur á móti iðgjöldum
og 14 voru með launagreiðendaábyrgð frá ríki, sveit-
arfélagi eða banka. Það voru 28 fullstarfandi lífeyris-
sjóðir án ábyrgðar launagreiðanda. Lífeyrissjóðum
hefur fækkað verulega á undanförnum árum vegna
sameiningar og lokunar. Í upphafi níunda áratugarins
voru 90 lífeyrissjóðir í landinu.
Lífeyrissjóðasviðið einkennist af fáum stórum
sjóðum með mjög háa hlutdeild í heildareignum og
mörgum litlum sjóðum. Tíu stærstu lífeyrissjóðirnir
áttu 70% af eignum lífeyrissjóða 2002 og tveir þeir
stærstu voru með 32%. Meðalsjóðurinn var með
eignir sem námu 143 milljónum Bandaríkjadala (11½
ma.kr.) en sá stærsti nam 1,3 milljörðum Bandaríkja-
dala (105 ma.kr.).
Rekstrarkostnaður lífeyrissjóðanna er líklega
minni en vænta má í ljósi fjölda sjóða og tiltölulega
lítillar meðalstærðar. Árið 2002 nam rekstrarkostn-
aður sjóðanna í heild um 0,1% af eignum og 1% af
iðgjöldum.
Lífeyrissjóðirnir stækkuðu fremur hægt á sjöunda
og áttunda áratug síðustu aldar þar sem iðgjalda-
grunnurinn var takmarkaðri en síðar varð og ávöxtun
eigna léleg og líklega neikvæð sum ár. Á þessu tíma-
bili voru raunvextir á innlendum skuldabréfum og
lánum iðulega neikvæðir vegna hárrar verðbólgu og
stýrðra vaxta. Í lok áttunda áratugarins námu eignir
lífeyrissjóðanna enn minna en 10% af landsfram-
98 PENINGAMÁL 2004/1
Mynd 1
1965 1970 1975 1980 1985 1990 1995 2000
0
10
20
30
40
50
60
70
80
90
%
0
4
8
12
16
20
24
28
32
-4
%
Eignir lífeyrissjóða 1961-2002
Heimildir: Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands.
Árleg raunaukning
(hægri ás)
Hlutfall af VLF (%) (vinstri ás)
Mynd 2
Lú
xe
m
bo
rg
Íta
lía
Fr
ak
kl
an
d
Gr
ik
kl
an
d
No
re
gu
r
Be
lg
ía
Sp
án
n
Au
stu
rrí
ki
Fi
nn
lan
d
Po
rtú
ga
l
Þý
sk
ala
nd
Da
nm
ör
k
Írl
an
d
Sv
íþ
jó
ð
Br
etl
an
d
Ísl
an
d
Ho
lla
nd
Sv
iss
0
20
40
60
80
100
120
140
%
Eignir lífeyrissjóða (önnur stoð lífeyriskerfisins)
í hlutfalli við VLF í ríkjum ESB og EFTA 2001
Heimild: European Federation for Retirement Provision (EFRP).