Peningamál - 01.03.2004, Blaðsíða 73

Peningamál - 01.03.2004, Blaðsíða 73
hún formlegt viðmið stefnu flestra seðlabankanna. Flestir taka þeir einnig mið af margvíslegum mælikvörðum á undirliggjandi verðbólgu til að auðvelda mótun peningastefnunnar. Í sumum tilvik- um hefur viðmiðsvísitölunni einnig verið breytt. Má þar t.d. nefna seðlabanka Ástralíu og Nýja-Sjálands eftir að skilgreiningu vísitölu neysluverðs var breytt árin 1998 og 1999, seðlabanka Tékklands sem breytti um viðmið árið 2001 þar sem meginástæður þess að notast við kjarnavísitölu þóttu ekki lengur vera fyrir hendi (sjá Jonas og Mishkin, 2003) og Englands- banka sem í lok desember sl. tók að miða verðbólgu- markmiðið við samræmda neysluverðsvísitölu Evr- ópusambandsins m.a. í ljósi áætlana breskra stjórn- valda um inngöngu Bretlands í Myntbandalag Evr- ópu. Tafla 5 sýnir einnig tölulegt markmið peninga- stefnunnar, þ.e. endanlegt markmið hafi því verið náð en annars opinbert langtímamarkmið. Aðeins tveir seðlabankar miða eingöngu við einfalt tölulegt markmið en níu til viðbótar skilgreina þolmörk í kringum markmiðið.21 Aðrir tíu skilgreina verð- bólgumarkmiðið sem bil án eiginlegs miðgildis. Þegar kemur að vali á milli einfalds tölulegs markmiðs eða bils koma tvö sjónarmið til greina. Vítt bil gefur þau skilaboð að stjórn seðlabanka á skamm- tímaverðbólgu sé ófullkomin og eykur líkurnar á að verðbólgu sé haldið innan skilgreinds markmiðs stefnunnar. Hins vegar er hætt við því að það dragi úr trúverðugleika stefnunnar og gildi verðbólgumark- miðsins sem kjölfestu verðbólguvæntinga. Þröngt bil gefur til kynna meiri skuldbindingu bankans gagn- vart markmiðinu en eykur á móti líkurnar á að bank- inn nái ekki markmiðinu. Það getur gefið þau skila- boð að seðlabankinn telji sig hafa mun meiri stjórn á skammtímasveiflum í verðbólgu en hann hefur í raun. Þröngt bil getur einnig dregið úr sveigjanleika bankans til að taka tillit til þróunar raunhagkerfisins. Slík frávik gætu jafnvel verið skaðlegri fyrir trú- verðugleika bankans en ef frávik verða frá einföldu tölulegu markmiði (samanber reynslu Ný-Sjálend- inga á fyrstu árum verðbólgumarkmiðsins). Önnur rök fyrir því að hafa einfalt tölulegt mark- mið (með eða án þolmarka) í stað bils er hættan á því að efra bil markanna verði túlkað sem verðbólgu- markmiðið fremur en miðja bilsins og þannig gætu verðbólguvæntingar hneigst til að festast við hærra verðbólgustig en seðlabankinn ætlaði í upphafi. Þetta gæti verið sérstaklega mikilvægt í verðbólguhjöðn- unarferlinu þar sem áframhaldandi aðhaldsaðgerðir seðlabankans gætu mætt mótstöðu, t.d. meðal stjórn- málamanna, ef verðbólga er rétt innan við efri þol- mörk verðbólgumarkmiðsins. Þá væri hægt að halda því fram að verðbólga væri innan ásættanlegra marka þrátt fyrir að hún væri vel fyrir ofan verðbólgumark- miðið sjálft. Vitanlega væri hægt að þrengja þol- mörkin nægilega mikið en þá aukast líkurnar á að verðbólga fari út fyrir þolmörkin en það gæti skaðað trúverðugleika seðlabankans meira en ef hann hittir ekki einfalt tölulegt markmið, eins og áður var nefnt. Því virðast ýmis rök hníga að því að nota tölulegt markmið fremur en bil. Spurningin er hins vegar hvort nota eigi eingöngu tölulegt markmið eða gefa einnig upp þolmörk í kringum markmiðið. Kostur þolmarkanna er sá sami og kostur bilmarkanna, þau gefa til kynna ófullkomna stjórn seðlabankans á skammtímaverðbólgu. Hættan er hins vegar sú að þau verði túlkuð sem mörk þess sem seðlabankinn er tilbúinn að leyfa verðbólgu að sveiflast innan án þess að gripið sé til aðgerða (sjá t.d. túlkun Schaechter o.fl., 2000). Vandamál þessarar túlkunar er hins veg- ar að hún gefur til kynna ósamfellu í viðbrögðum peningastefnunnar. Verðbólga innan þolmarka kallar ekki á nein viðbrögð en um leið og hún nálgast þolmörkin bregst peningastefnan við. Af þessum sökum hefur t.d. Englandsbanki dregið mjög úr áherslum á þolmörk verðbólgumarkmiðsins. Túlkun Englandsbanka (og Seðlabanka Íslands) á þolmörk- unum er frekar að þau gefa til kynna hvenær verð- bólga er komin nógu langt frá verðbólgumarkmiðinu til þess að bankinn þurfi að gefa opinbera skýringu á frávikinu. Þolmörkin eru því fremur til að auka reikningsskil peningastefnunnar en að vera vegvísir fyrir ákvarðanir í peningamálum. Verðbólgumarkmiðið miðast ávallt við tólf mánaða breytingu viðeigandi verðvísitölu og er al- gengast að verðbólgumarkmiðið, eða miðgildi bil- markanna, sé á bilinu 1-3% og er ekkert ríki með miðgildi markmiðsins undir 1%.22 Þetta er í ágætu samræmi við niðurstöður fræðilegra rannsókna á því 72 PENINGAMÁL 2004/1 21. Þrátt fyrir að peningastefna Englandsbanka skilgreini einnig þolmörk hefur bankinn á síðustu árum lagt áherslu á að stefnan taki í megin- atriðum eingöngu tillit til hins tölulega markmiðs. Í túlkun á verðbólgumarkmiði bankans er hér fylgt framsetningu Englandsbanka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.