Peningamál - 01.03.2004, Blaðsíða 106
Október 2003
Hinn 1. október var fjárlagafrumvarp fyrir árið 2004
kynnt ásamt áætlun til næstu fjögurra ára og spá fjár-
málaráðuneytisins um þróun efnahagsmála á kom-
andi misserum.
Hinn 3. október samþykkti hluthafafundur Íslands-
banka hf. hlutafjárhækkun um allt að 1,5 milljarða
hluta vegna kaupa bankans á Sjóvá-Almennum
tryggingum hf. Hluti þessarar heimildar var nýttur
6. október, þegar hlutafé bankans var hækkað um
hálfan milljarða hluta. Nam heildarhlutafé hans eftir
hækkun 9,5 milljarða hluta. Hinn 10. október nam
eign Íslandsbanka hf. í Sjóvá-Almennum tryggingum
hf. 77,13%.
Hinn 16. október voru kaup Kaupþings Búnaðar-
banka hf. á finnska fjárfestingarfélaginu Norvestia
Oyj staðfest.
Hinn 27. október samþykkti FME umsókn MP-
verðbréfa hf. um starfsleyfi sem lánafyrirtæki skv. 3.
tl. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrir-
tæki. Í framhaldi af leyfisveitingunni var nafni fyrir-
tækisins breytt í MP fjárfestingarbanki hf.
Hinn 31. október var undirrituð viljayfirlýsing milli
Norðuráls annars vegar og Hitaveitu Suðurnesja og
Orkuveitu Reykjavíkur hins vegar um að orkufyrir-
tækin tvö sjái Norðuráli fyrir rafmagni vegna fyrir-
hugaðrar stækkunar álbræðslu fyrirtækisins um sem
svarar 90 þús. tonna framleiðslugetu á ári.
Nóvember 2003
Hinn 6. nóvember gaf Seðlabanki Íslands út árs-
fjórðungsritið Peningamál þar sem birt var þjóðhags-
og verðbólguspá auk þess sem fjallað var um fjár-
málamarkaði og aðgerðir bankans og stöðugleiki
fjármálakerfisins metinn.
Eftir kaup á hlutabréfum í Sjóvá-Almennum trygg-
ingum hf. hinn 12. nóvember átti Íslandsbanki hf. ríf-
lega 99% hlut í fyrirtækinu. Í tengslum við þessi kaup
jók Íslandsbanki hf. hlutafé sitt í nokkrum skrefum
og þann 10. nóvember var fullnýtt heimild sem hlut-
hafafundur hafði veitt bankaráði bankans um að auka
hlutaféð um 1,5 ma.kr. að nafnverði.
Hinn 21. nóvember fékk Nordea Bank Danmark A/S
heimild til að hefja skuldabréfaviðskipti í viðskipta-
kerfi Kauphallar Íslands.
Hinn 27. nóvember samþykkti Alþingi frumvarp til
laga um 8% hækkun á þungaskatti og vörugjöldum af
bensíni sem átti að taka gildi um áramót.
Desember 2003
Hinn 2. desember 2003 var tilkynnt að bankastjórn
Seðlabanka Íslands hefði sett nýjar reglur um bindi-
skyldu fjármálafyrirtækja (lánastofnana) sem hafa
starfsleyfi samkvæmt 1., 2. og 3. tl. 4. greinar laga nr.
161/2002 um fjármálafyrirtæki. Þar með var síðari
áfanga áður boðaðra breytinga hrundið í framkvæmd
en hinn fyrri tók gildi í mars 2003. Í þessum síðari
áfanga voru reglur Seðlabanka Íslands um bindi-
grunn og bindihlutfall færðar til samræmis við reglur
sem Seðlabanki Evrópu hefur sett lánastofnunum
PENINGAMÁL 2004/1 105
Annáll efnahags- og peningamála
Annáll sem birtur hefur verið í Peningamálum undir heitinu „annáll fjármálamarkaða“ birtist hér í nýju
formi. Breytingarnar eru tvíþættar. Í fyrsta lagi verður framvegis fjallað um víðara svið efnahags- og
peningamála en áður, en áður var annállinn einskorðaður við fjármálamarkaði. Í öðru lagi mun ann-
állinn aðeins spanna einn ársfjórðung, eða u.þ.b. tímabilið frá síðustu útgáfu Peningamála, en áður
náði annállinn ár aftur í tímann. Að þessu sinni spannar annállinn þó heldur lengra tímabil, sem staf-
ar af því að útgáfudagar Peningamála hafa verið færðir til innan ársins.