Peningamál - 01.03.2004, Page 106

Peningamál - 01.03.2004, Page 106
Október 2003 Hinn 1. október var fjárlagafrumvarp fyrir árið 2004 kynnt ásamt áætlun til næstu fjögurra ára og spá fjár- málaráðuneytisins um þróun efnahagsmála á kom- andi misserum. Hinn 3. október samþykkti hluthafafundur Íslands- banka hf. hlutafjárhækkun um allt að 1,5 milljarða hluta vegna kaupa bankans á Sjóvá-Almennum tryggingum hf. Hluti þessarar heimildar var nýttur 6. október, þegar hlutafé bankans var hækkað um hálfan milljarða hluta. Nam heildarhlutafé hans eftir hækkun 9,5 milljarða hluta. Hinn 10. október nam eign Íslandsbanka hf. í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. 77,13%. Hinn 16. október voru kaup Kaupþings Búnaðar- banka hf. á finnska fjárfestingarfélaginu Norvestia Oyj staðfest. Hinn 27. október samþykkti FME umsókn MP- verðbréfa hf. um starfsleyfi sem lánafyrirtæki skv. 3. tl. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrir- tæki. Í framhaldi af leyfisveitingunni var nafni fyrir- tækisins breytt í MP fjárfestingarbanki hf. Hinn 31. október var undirrituð viljayfirlýsing milli Norðuráls annars vegar og Hitaveitu Suðurnesja og Orkuveitu Reykjavíkur hins vegar um að orkufyrir- tækin tvö sjái Norðuráli fyrir rafmagni vegna fyrir- hugaðrar stækkunar álbræðslu fyrirtækisins um sem svarar 90 þús. tonna framleiðslugetu á ári. Nóvember 2003 Hinn 6. nóvember gaf Seðlabanki Íslands út árs- fjórðungsritið Peningamál þar sem birt var þjóðhags- og verðbólguspá auk þess sem fjallað var um fjár- málamarkaði og aðgerðir bankans og stöðugleiki fjármálakerfisins metinn. Eftir kaup á hlutabréfum í Sjóvá-Almennum trygg- ingum hf. hinn 12. nóvember átti Íslandsbanki hf. ríf- lega 99% hlut í fyrirtækinu. Í tengslum við þessi kaup jók Íslandsbanki hf. hlutafé sitt í nokkrum skrefum og þann 10. nóvember var fullnýtt heimild sem hlut- hafafundur hafði veitt bankaráði bankans um að auka hlutaféð um 1,5 ma.kr. að nafnverði. Hinn 21. nóvember fékk Nordea Bank Danmark A/S heimild til að hefja skuldabréfaviðskipti í viðskipta- kerfi Kauphallar Íslands. Hinn 27. nóvember samþykkti Alþingi frumvarp til laga um 8% hækkun á þungaskatti og vörugjöldum af bensíni sem átti að taka gildi um áramót. Desember 2003 Hinn 2. desember 2003 var tilkynnt að bankastjórn Seðlabanka Íslands hefði sett nýjar reglur um bindi- skyldu fjármálafyrirtækja (lánastofnana) sem hafa starfsleyfi samkvæmt 1., 2. og 3. tl. 4. greinar laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Þar með var síðari áfanga áður boðaðra breytinga hrundið í framkvæmd en hinn fyrri tók gildi í mars 2003. Í þessum síðari áfanga voru reglur Seðlabanka Íslands um bindi- grunn og bindihlutfall færðar til samræmis við reglur sem Seðlabanki Evrópu hefur sett lánastofnunum PENINGAMÁL 2004/1 105 Annáll efnahags- og peningamála Annáll sem birtur hefur verið í Peningamálum undir heitinu „annáll fjármálamarkaða“ birtist hér í nýju formi. Breytingarnar eru tvíþættar. Í fyrsta lagi verður framvegis fjallað um víðara svið efnahags- og peningamála en áður, en áður var annállinn einskorðaður við fjármálamarkaði. Í öðru lagi mun ann- állinn aðeins spanna einn ársfjórðung, eða u.þ.b. tímabilið frá síðustu útgáfu Peningamála, en áður náði annállinn ár aftur í tímann. Að þessu sinni spannar annállinn þó heldur lengra tímabil, sem staf- ar af því að útgáfudagar Peningamála hafa verið færðir til innan ársins.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.