Peningamál - 01.03.2004, Blaðsíða 59
tekið hafa upp verðbólgumarkmið bendir ótvírætt til
þess að stefnan skili árangri. Verðbólgumark-
miðsríkjum hefur því tekist að bæta peningastefnu
sína og hafa þau í sumum tilfellum verið leiðandi í
því að skapa ný viðmið um hvað telst vera best í
framkvæmd peningastefnu.
Nýja-Sjáland varð fyrst ríkja til að taka upp
verðbólgumarkmið í mars 1990. Síðan þá hefur ríkj-
um á verðbólgumarkmiði fjölgað hratt eins og áður
hefur komið fram. Í árslok 1993 voru fimm ríki á
formlegu verðbólgumarkmiði og fimm árum síðar
voru þau orðin tíu talsins. Fimm árum síðar hafði
fjöldinn aftur u.þ.b. tvöfaldast og nú er 21 ríki sem
byggir peningastefnu sína á formlegu verðbólgu-
markmiði.
Mynd 1 sýnir þessa þróun og það verðbólgustig
sem var við lýði við upptöku markmiðsins. Eins og
sést á myndinni hefur fjölgunin verið mest meðal
þróunar- og nýmarkaðsríkja á síðustu árum. Fram til
ársins 1998 voru aðeins tvö þróunar- og nýmark-
aðsríki á verðbólgumarkmiði en hefur fjölgað um
ellefu síðan þá. Á sama tíma hefur iðnríkjum á verð-
bólgumarkmiði einungis fjölgað um þrjú. Nánar er
fjallað um ríkjasafnið og tímasetningu verðbólgu-
markmiðsins í hverju ríki í þriðja kafla.
Um þessar mundir eru þrjú ár frá því að Seðla-
banki Íslands tók upp verðbólgumarkmið. Óhætt er
að fullyrða að þrátt fyrir töluverðan mótbyr í upphafi,
sem rekja má m.a. til uppsafnaðra vandamála í
tengslum við fyrri ramma peningastefnunnar, hafi
kostir hinnar nýju stefnu komið ótvírætt í ljós. Seðla-
bankanum hefur tekist betur að miðla til almennings
og stjórnmálamanna hver meginviðfangsefni pen-
ingastefnunnar eru og þannig hefur hann aukið skiln-
ing á og tiltrú til peningastefnunnar. Þetta hefur ekki
síst haft áhrif á umfjöllun um peningastefnuna innan
Seðlabankans sjálfs, sem nú endurspeglar betur
hvaða markmiðum peningastefnan getur náð og
hverjum ekki. Áherslur í umræðum um stjórn pen-
ingamála innan og utan bankans hafa því færst frá
skammtímasjónarmiðum yfir í umræðu um
verðbólguhorfur til næstu missera, en það endur-
speglar mun betur raunverulega virkni peningastefn-
unnar.
Þessi grein er skipulögð með þeim hætti að í
næsta kafla eru skilgreind megineinkenni peninga-
stefnu með verðbólgumarkmiði og þau skilyrði, ef
einhver, sem þurfa að vera til staðar áður en hægt er
að taka upp slíka stefnu. Í þriðja kafla er gerð grein
fyrir þeim ríkjum sem tekið hafa upp verðbólgu-
markmið, meginástæðum þess að breytt var um pen-
ingastefnu í viðkomandi ríkjum og sérkennum sem
greina þau frá ríkjum sem ekki hafa tekið upp
verðbólgumarkmið. Í kaflanum eru einnig reifaðar
hugmyndir um hvaða ríki gætu bæst í hópinn á næstu
árum. Fjórði kafli fjallar um mismunandi fyrirkomu-
lag og útfærslu verðbólgumarkmiðs og fimmti kafli
inniheldur lokaorð.
2. Verðbólgumarkmið: skilgreining og
forkröfur
2.1. Skilgreining verðbólgumarkmiðs
Við fyrstu sýn mætti ætla að tiltölulega auðvelt sé að
skilgreina hvað felst í peningastefnu með verðbólgu-
markmiði. Þegar nánar er skoðað kemur hins vegar í
ljós að svo er ekki. Einkenni peningastefnunnar inn-
an þess ríkjahóps sem almennt er skilgreindur sem
ríki með verðbólgumarkmið eru margvísleg og mörg
einkenni sem virðast vera sameiginleg með ríkjum
með verðbólgumarkmið má einnig heimfæra upp á
önnur ríki sem almennt er viðurkennt að hafi ekki
verðbólgumarkmið í þeirri merkingu sem yfirleitt er
lögð í slíka peningastefnu.
Af þessum sökum eru skilgreiningar á sérkennum
verðbólgumarkmiðsstefnunnar nokkuð mismun-
andi.2 Almennt má þó segja að með verðbólgumark-
58 PENINGAMÁL 2004/1
Mynd 1
1990 1992 1994 1996 1998 2000 2002
0
5
10
15
20
25
%
Verðbólga við upphaf verðbólgumarkmiðs í
21 verðbólgumarkmiðslandi
Heimildir: Sjá töflu 1.
Ung
PerTaíSvi
S-Afr
S-Kór
Pól
Mex
Bra NorSví
Bre
Kan
N-Sjá
Chí
Ísr
Ást
Ték Kól
Ísl Fil
2. Peningastefna með verðbólgumarkmiði hefur verið skilgreind með
margvíslegum hætti, allt frá mjög almennri skilgreiningu, í t.d. Leider-