Peningamál - 01.03.2004, Blaðsíða 16
PENINGAMÁL 2004/1 15
Aukin innlend eftirspurn endurspeglast einnig í
meiri framleiðsluspennu en gert var ráð fyrir í síðustu
spá bankans. Í uppfærðu spánni er gert ráð fyrir að
slakinn í þjóðarbúskapnum hverfi á þessu ári, en í
síðustu spá var reiknað með að lítilsháttar slaki héld-
ist á árinu. Gert er ráð fyrir að spenna aukist er líða
tekur á spátímabilið. Mat á framleiðsluslaka síðasta
árs er óbreytt frá síðustu spá. Hins vegar er talið að
slakinn árið 2002 hafi verið heldur meiri en gert hef-
ur verið ráð fyrir hingað til.
... en slakinn á vinnumarkaði á síðasta ári var hugs-
anlega meiri
Þrátt fyrir minni slaka á innlendum vörumarkaði á
síðasta ári en gert var ráð fyrir í síðustu spá bankans
gæti slaki á vinnumarkaði hafa verið heldur meiri.
Atvinnuleysi mældist að vísu um 3,4% sem er í
samræmi við það sem spáð var í nóvember. Hins veg-
ar eru sterkar vísbendingar um að vinnuaflseftirspurn
hafi verið veikari en þetta gefur til kynna og að at-
vinnuþátttaka hafi minnkað og vinnutími styst, sam-
anber umfjöllun í kaflanum um vinnumarkað hér að
framan. Vinnuaflsnotkun virðist því á heildina litið
hafa dregist nokkuð saman. Þar sem talið er að
hagvöxtur hafi verið 2¾% 2003 virðist framleiðni-
aukning hafa verið töluverð. Í því ljósi er nú gert ráð
fyrir að framleiðni vinnuafls hafi aukist um 3¾% á
síðasta ári, í stað 2% í síðustu spá. Á móti kemur að
launakostnaður jókst aðeins meira en þá var gert ráð
fyrir. Það breytir þó ekki því að launakostnaður á
framleidda einingu hækkaði aðeins um 1¾% árið
2003, í stað 3% í síðustu spá.
Eins og í nóvemberspánni er gert ráð fyrir að
þessi slaki hverfi smám saman og snúist í spennu í
lok spátímabilsins. Spáð er heldur meiri vexti launa-
kostnaðar á framleidda einingu á næstu tveimur árum
Tafla 3 Uppfærð þjóðhagsspá Seðlabanka Íslands
Milljarðar króna Magnbreyting Breyting frá síðustu
á verðlagi hvers árs frá fyrra ári (%)1 spá (prósentur)1
Landsframleiðsla og
helstu undirliðir hennar 2003 2004 2005 2003 2004 2005 2003 2004 2005
Einkaneysla ........................................................... 453,1 483,9 525,8 6 5 6 ½ ¾ 1
Samneysla ............................................................. 213,9 224,1 238,7 3 ¾ 2 -½ -¼ -
Fjármunamyndun .................................................. 172,0 198,3 224,6 12½ 13 9 5¾ 5 ½
Atvinnuvegafjárfesting ...................................... 96,8 125,3 148,2 18½ 26 13½ 6¼ 11 -1
Án stóriðju, skipa og flugvéla ......................... 66,3 69,8 74,5 -2¾ 2½ 2½ -1 ¼ -
Fjárfesting í íbúðarhúsnæði ............................... 41,5 43,9 47,3 6 4½ 4 3 1 ½
Fjárfesting hins opinbera ................................... 33,7 29,1 29,2 10½ -16 -3½ 7 -7½ 4½
Þjóðarútgjöld, alls ................................................. 839,0 906,3 989,2 6¾ 5¾ 5¾ 1½ 1½ ¾
Útflutningur vöru og þjónustu .............................. 284,5 289,7 306,9 ¼ 4 4½ ¼ - -¼
Innflutningur vöru og þjónustu............................. 311,6 333,6 363,9 10½ 9½ 8 2 2 1
Verg landsframleiðsla............................................ 811,9 862,4 932,1 2¾ 3½ 4½ ¾ ½ ¼
Breyting frá síðustu
Hlutfall af VLF (%) spá (prósentur)1
Viðskiptajöfnuður ................................................. . . . -5½ -7½ -8¼ -2 -2¼ -2¼
Vergur þjóðhagslegur sparnaður ........................... . . . 15½ 15½ 16 -1 - ½
Framleiðsluspenna ................................................ . . . -½ ¼ 1½ - ½ ¼
Breyting frá síðustu
Helstu lykilstærðir vinnumarkaðar % spá (prósentur)1
Launakostnaður á almennum vinnumarkaði (breyting milli ársmeðaltala, %) . 5½ 5 5½ ½ ¾ -
Framleiðni vinnuafls (breyting milli ársmeðaltala, %)...................................... 3¾ 2 1½ 1¾ ½ -¼
Atvinnuleysi (% af mannafla)............................................................................ 3½ 3 2¼ - ¼ -
1. Stutt lárétt strik (-) táknar að breyting er engin.