Peningamál - 01.03.2004, Blaðsíða 60

Peningamál - 01.03.2004, Blaðsíða 60
miði sé verðstöðugleiki formlega gerður að megin- markmiði peningastefnunnar og hafi hún önnur markmið hafi verðstöðugleiki forgang umfram þau. Hugsunin er að gefin séu skýr skilaboð um hvert sé meginverkefni peningastefnunnar og á hvaða kvarða beri að meta frammistöðu seðlabankans. Verðstöðug- leiki er jafnframt skilgreindur með tölulegu verð- bólgumarkmiði, helst til nokkurra ára. Með þessu er þó ekki verið að segja að verðstöðugleiki sé mikil- vægara markmið en önnur markmið hagstjórnar, heldur endurspeglar það hverju hægt er að ná fram með peningastefnunni og hverju ekki.3 Vandamálið við þessa skilgreiningu á verðbólgu- markmiði er hins vegar að verðstöðugleiki er megin- markmið peningastefnu flestra seðlabanka nú orðið og fjöldi þeirra gefur opinberlega út töluleg verðbólguviðmið jafnvel þótt viðkomandi ríki séu al- mennt ekki talin meðal verðbólgumarkmiðsríkja eins og fram kemur í næsta kafla. Augljóst dæmi er Evr- ópski seðlabankinn sem hefur verðstöðugleika sem eina markmið peningastefnunnar, nánar skilgreint sem verðbólga undir en sem næst 2%. Almennt er bankinn hins vegar ekki talinn á verðbólgumarkmiði, og sjálfur hefur hann lagt áherslu á þá túlkun (sjá t.d. tilvísanir í Truman, 2003). Það sem e.t.v. greinir verðbólgumarkmiðsríki frá öðrum ríkjum er hins vegar áhersla viðkomandi seðlabanka á að auka gagnsæi peningastefnunnar og reikningsskil seðlabankans. Af þessum sökum hafa aukið gagnsæi og reikningsskil verið talin til megin- einkenna verðbólgumarkmiðsstefnunnar. Þótt gagn- sæi og reikningsskil peningastefnunnar hafi verið að aukast víðast hvar (sjá t.d. Eijfinger og Geraats, 2002), kemur áhersla á þetta skýrast fram þar sem seðlabankinn er ábyrgur fyrir að ná vel skilgreindu tölulegu markmiði (sjá t.d. Debelle, 2001). Aðrir hafa nefnt sem eitt einkenni stefnunnar að hún hafi ekkert eiginlegt millimarkmið, en allar mikilvægar upplýsingar séu nýttar til að ná mark- miðinu og að verðbólguspáin sjálf verði í raun milli- markmið peningastefnunnar (sjá t.d. Svensson, 1997, og Mishkin, 2000a). Þetta greinir verðbólgumark- miðsstefnuna frá fastgengisstefnu og peningastefnu sem byggist á peningamagnsmarkmiði þar sem gengisþróun og þróun peningamagns verða óhjá- kvæmilega mikilvægasta mælistika ákvarðana í peningamálum. Undir verðbólgumarkmiði skipta hins vegar allar hagstærðir sem mögulega geta haft áhrif á verðbólguframvinduna máli. Þetta þýðir einnig að verðbólgumarkmiðið hvílir ekki á stöðugu sambandi einnar hagstærðar við verðbólgu, eins og t.d. sambandi peningamagns og verðbólgu. Það sam- band hefur reynst mjög óstöðugt en það gerir notkun peningamagns sem millimarkmiðs mjög erfiða. Þessu til viðbótar hefur tækjasjálfstæði seðla- banka stundum verið nefnt sem eitt megineinkenni peningastefnu með verðbólgumarkmið (t.d. Mishkin og Schmidt-Hebbel, 2001). Þetta telst þó varla leng- ur til sérkenna verðbólgumarkmiðsríkja, samanber almenna þróun til aukins seðlabankasjálfstæðis víða um heim (sjá grein höfundar í Peningamálum, 2000/4), þótt verðbólgumarkmiðsríkin hafi vissulega verið í fararbroddi þeirrar þróunar. Einnig gerir það enn erfiðara að skilgreina ná- kvæmlega peningastefnu með verðbólgumarkmiði að verðbólgumarkmiðsríkin ganga sjálf mislangt í þessum efnum (sjá nánar í fjórða kafla). Ekki er t.d. algilt að seðlabankar hafi hlotið formlegt sjálfstæði strax við upptöku verðbólgumarkmiðs, samanber Englandsbanka sem fékk ekki formlegt sjálfstæði fyrr en árið 1997 og sænska seðlabankann sem fékk ekki formlegt sjálfstæði fyrr en árið 1999, en báðir bankarnir tóku upp formlegt verðbólgumarkmið nokkrum árum áður. Gagnsæi peningastefnunnar var jafnframt oft á tíðum ekkert sérlega mikið við upptöku verðbólgu- markmiðsins. Þannig hófst t.d. útgáfa verðbólgu- skýrslu í mörgum tilvikum ekki fyrr en nokkrum ár- um eftir upptöku verðbólgumarkmiðsins. T.d. hóf seðlabanki Ísraels ekki útgáfu verðbólguskýrslu fyrr en árið 1998 og seðlabanki Chíle ekki fyrr en árið 2000, sex og tíu árum eftir að þeir tóku formlega upp verðbólgumarkmið. Útgáfa opinberrar verðbólguspár hófst oft einnig nokkru eftir að verðbólgumarkmiðið var tekið upp, eins og t.d. í Svíþjóð, og enn eru dæmi um að seðlabankar á verðbólgumarkmiði gefi ekki út PENINGAMÁL 2004/1 59 mann og Svensson (1995) og Cottarelli og Giannini (1997), í nákvæmt tilgreindan lista af skilyrðum, samanber t.d. Mishkin (2000a). Mismun- andi útfærslur er einnig að finna í t.d. Mishkin og Schmidt-Hebbel (2001), Masson o.fl. (1997), Bernanke o.fl. (1999) og Truman (2003). 3. Þótt ekki sé unnt að nota peningastefnuna til að viðhalda hagvexti kerf- isbundið fyrir ofan þann vöxt sem skynsamleg notkun framleiðsluþátta býður upp á hverju sinni getur skynsamlega ákvörðuð peningastefna sem skilar lítilli og stöðugri verðbólgu aukið skilvirkni markaðshag- kerfisins sem getur stuðlað að minni hagsveiflum og aukinni vaxtar- getu hagkerfisins til langs tíma. Þetta er í raun meginframlag peninga- stefnunnar til bættrar velferðar almennings.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.