Peningamál - 01.03.2004, Blaðsíða 31

Peningamál - 01.03.2004, Blaðsíða 31
30 PENINGAMÁL 2004/1 Engin algild skilgreining er á fjármálastöðugleika en almennt má segja að í hugtakinu felist að mikilvæg- ustu fjármálafyrirtæki og markaðir starfi tiltölulega hnökralaust. Tvennt þarf til að svo sé, annars vegar að mikilvægustu fjármálafyrirtækin séu traust í þeim skilningi að yfirgnæfandi líkur séu á að þau geti staðið við skuldbindingar sínar án truflana eða utanaðkomandi aðstoðar, og hins vegar að mikilvæg- ustu markaðir séu traustir þannig að markaðsaðilar geti átt viðskipti snurðulaust og á verði sem endur- speglar grundvallarmarkaðskrafta og breytist ekki verulega til skamms tíma án tilverknaðar þeirra. Í þessari greiningu á stöðugleika fjármálakerfisins er fjallað með skýrari hætti en áður um stöðugleika markaða. Dregin eru fram nokkur einkenni innlendra markaða, bæði veikleikar og styrkleikar, og vikið að aðstæðum á erlendum lánsfjármörkuðum. Greiningar Seðlabankans á stöðugleika fjármála- kerfisins eru birtar hálfsárslega í Peningamálum. Á liðnum árum hafa birtingardagarnir verið snemma í maí og nóvember ár hvert en nú hefur verið ákveðið að í ár verði þeir í mars og september. Af þeirri ástæðu er stutt síðan síðasta greining bankans birtist. Umfjöllunin sem var í nóvemberhefti Peningamála 2003 stendur óhögguð í öllum meginatriðum þrátt fyrir að margt athyglisvert hafi komið fram síðan þá. Í kjölfar greiningar bankans á stöðugleika fjár- málakerfisins í nóvember sl. hélt bankastjórn fundi m.a. með stjórnendum viðskiptabankanna og stærsta sparisjóðsins. Á fundunum ítrekaði bankastjórnin áhyggjur sínar af hraðri aukningu útlána og mikilli erlendri fjármögnun til skamms tíma. Bankastjórnin sá ástæðu til að fylgja sjónarmiðum sínum eftir með Niðurstaða greiningar Seðlabankans er að staða mikilvægustu fjármálafyrirtækja og markaða sé tiltölulega traust. Þjóðhagsleg skilyrði eru á heildina litið góð og hafa lítið breyst frá síðustu greiningu á fjármálastöðugleika. Helstu áhyggjuefnin eru útlánaþensla, sem að mestu er fjármögnuð erlendis, og hátt eignaverð. Stutt er síðan síðasta greining bankans á stöðugleika fjármálakerfisins var birt en margt hefur borið til tíðinda. Athygli hafa vakið skuldsett kaup á skráðum sem óskráðum félögum og eru þau viðskipti ein skýringin á mikilli útlánaaukningu banka. Þessi viðskipti hafa þrýst upp verði nokkurra skráðra fyrirtækja, þ.m.t. fjármálafyrirtækja, og sú spurning verður áleitnari hver áhrifin yrðu ef hluta- bréfaverð lækkar á ný. Hækkun raunverðs fasteigna á höfuðborgarsvæðinu hefur stöðvast í bili a.m.k. en veruleg verðlækkun er ósennileg í bráð. Þróun eignaverðs er mikilvæg þegar fjármálastöðugleiki er metinn og hefur jafnframt áhrif á framvindu peningamála, einkum við þær aðstæður sem nú ríkja. Hjöðnun hlutabréfa- og fasteignaverðs gæti eitthvað hamlað gegn hugsanlegri ofþenslu næstu ára. Mesta áraunin fyrir stöðugleika fjármálakerfisins og peningastefnuna væri ef lækkun eignaverðs yrði samtímis hægari aukningu ráðstöfunartekna eða jafnvel samdrætti að loknum stórframkvæmdum. 1. Í þessari grein eru notaðar tölulegar upplýsingar sem tiltækar voru þann 3. mars 2004. Stöðugleiki fjármálakerfisins1 Viðunandi staða en áhyggjur af útlánum, erlendum skuldum og eignaverði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.