Peningamál - 01.03.2004, Blaðsíða 35
óvenjuhátt um nokkurt skeið gæti kallað fram
verðfall einhvern tíma á næstu fimm árum. Um þá
hættu sem heimilunum stafar af þessu er fjallað nán-
ar hér á eftir.
Gengi hlutabréfa hækkaði um þriðjung frá október-
lokum til febrúar
Í nóvember sl. var lýst ákveðnum efasemdum um að
hækkun hlutabréfaverðs undanfarið ár stæði föstum
fótum í hagnaðarhorfum og vaxtarmöguleikum ís-
lenskra fyrirtækja. Þótt verðið virtist ekki úr takti við
söguleg v/h-gildi,5 kynni hækkunin e.t.v. að tengjast
uppstokkun á eignarhaldi og í sumum tilvikum tog-
streitu um völd. Síðan þá hefur verð hlutabréfa haldið
áfram að hækka. Frá októberlokum 2003 til loka
febrúar sl. hækkaði úrvalsvísitalan um þriðjung.
Í nóvemberskýrslunni var þess getið að þótt verð
hlutabréfa hefði hækkað mjög á liðnu ári væru v/h-
hlutföll enn nokkuð nærri sögulegu meðaltali. Síðan
þá hefur verð hlutabréfa á þennan mælikvarða
hækkað töluvert, en hlutfallið er enn mun lægra en á
árunum 2000 og 2001, ef miðað er við tólf mánaða
hagnað fyrirtækjanna. Hafa ber í huga að v/h-gildi
eru mjög næm fyrir skammtímasveiflum í hagnaði
fyrirtækja og breytingu væntinga um vöxt þeirra.
V/h-gildi nokkurra fyrirtækja sem skráð eru í
Kauphöllinni eru mun hærri en meðaltal markaðar-
ins, en það felur í sér væntingar um öran vöxt þessara
fyrirtækja. Um hann ríkir hins vegar ætíð mikil
óvissa.
Tiltölulega fáir virðast standa á bak við aukna
eftirspurn eftir innlendum hlutabréfum, því að líf-
eyrissjóðir virðast hafa haldið að sér höndum og
fremur leitað á erlenda markaði. Að verulegu leyti
virðist vera um skuldsett hlutabréfakaup að ræða með
þátttöku innlendra lánastofnana. Mikil en oft á tíðum
óljós eignatengsl þeirra sem standa á bak við þessi
viðskipti fela í sér hættu á keðjuverkun, ef einhverjir
þeirra sem keypt hafa hlutabréf fyrir lánsfé lenda í
erfiðleikum við að standa við skuldbindingar sínar og
verð bréfanna lækkar. Þessi einkenni þróunar á hluta-
bréfamarkaði að undanförnu, þ.e.a.s. að fá fyrirtæki
skuli standa á bak við hækkun úrvalsvísitölunnar, að
fáir kaupendur eigi hlut að máli, að innbyrðis tengsl
þeirra séu veruleg og loks að töluvert virðist kveða að
skuldsettum hlutabréfakaupum, gefa tilefni til að
gæta aukinnar varúðar í viðskiptum með hlutabréf. Í
ljósi þess hve íslenski hlutabréfamarkaðurinn er
grunnur ætti verð hlutabréfa að endurspegla aukna
áhættu sem af því stafar og v/h-hlutföll því sennilega
almennt að vera lægri en á dýpri mörkuðum.
Heimilin
Í nóvemberúttektinni var komist að þeirri niðurstöðu
að staða heimilanna væri tiltölulega traust, a.m.k. til
fárra ára litið. Samspil hárrar og vaxandi skuldastöðu
og íbúðaverðs sem ætti sér vart fordæmi síðan á
verðbólguárunum í byrjun níunda áratugarins – þeg-
ar hlutfall skulda af ráðstöfunartekjum var aðeins
brot af því sem nú er – væri þó áhyggjuefni, en talið
var ólíklegt að greiðslubyrði af háum skuldum yrði
alvarlegt vandamál nema kaupmáttur ráðstöfunar-
34 PENINGAMÁL 2004/1
Mynd 2
1985 1987 1989 1991 1993 1995 1997 1999 2001 2003
0,7
0,8
0,9
1,0
1,1
1,2
1,3
Hlutfall
3,0
3,5
4,0
4,5
5,0
5,5
6,0
% af VLF
Markaðsverð íbúða, byggingarkostnaður
og íbúðafjárfesting 1985-2003
Myndin sýnir hlutfall vísitölu íbúðaverðs í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu og vísitölu byggingar-
kostnaðar, eftir að báðar vísitölur hafa verið normaliseraðar á meðaltal áranna 1985-2003.
Heimildir: Fasteignamat ríkisins, Seðlabanki Íslands.
Hlutfall markaðsverðs og
byggingarkostnaðar
Íbúðafjárfesting sem % af VLF
Meðalhlutfall
1985-2003
5. Hlutfallið á milli markaðsvirðis félags og hagnaðar eftir skatta, v/h-
hlutfallið er algengasti mælikvarðinn á verð hlutabréfa.
Mynd 3
31. des.
2000
1. júlí
2001
31. des.
2001
1. júlí
2002
31. des.
2002
1. júlí
2003
31. des.
2003
31. des.
2004
0
5
10
15
20
25
30
35
40
45
V/h-gildi
V/h-gildi íslenska hlutafjármarkaðarins
2000-20041
1. Hlutfall markaðsvirðis og hagnaðar (hagnaður/tap vegna gjaldmiðlahreyfinga undanskilið)
hlutafélaga sem nú mynda úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands og nokkurra annarra veltumikilla
hlutafélaga 2000-2002. Spá fyrir 2003 og 2004. Í spá er Landsbanka Íslands hf. sleppt.
Heimild: Greiningardeild Landsbanka Íslands hf.