Peningamál - 01.03.2004, Side 59

Peningamál - 01.03.2004, Side 59
tekið hafa upp verðbólgumarkmið bendir ótvírætt til þess að stefnan skili árangri. Verðbólgumark- miðsríkjum hefur því tekist að bæta peningastefnu sína og hafa þau í sumum tilfellum verið leiðandi í því að skapa ný viðmið um hvað telst vera best í framkvæmd peningastefnu. Nýja-Sjáland varð fyrst ríkja til að taka upp verðbólgumarkmið í mars 1990. Síðan þá hefur ríkj- um á verðbólgumarkmiði fjölgað hratt eins og áður hefur komið fram. Í árslok 1993 voru fimm ríki á formlegu verðbólgumarkmiði og fimm árum síðar voru þau orðin tíu talsins. Fimm árum síðar hafði fjöldinn aftur u.þ.b. tvöfaldast og nú er 21 ríki sem byggir peningastefnu sína á formlegu verðbólgu- markmiði. Mynd 1 sýnir þessa þróun og það verðbólgustig sem var við lýði við upptöku markmiðsins. Eins og sést á myndinni hefur fjölgunin verið mest meðal þróunar- og nýmarkaðsríkja á síðustu árum. Fram til ársins 1998 voru aðeins tvö þróunar- og nýmark- aðsríki á verðbólgumarkmiði en hefur fjölgað um ellefu síðan þá. Á sama tíma hefur iðnríkjum á verð- bólgumarkmiði einungis fjölgað um þrjú. Nánar er fjallað um ríkjasafnið og tímasetningu verðbólgu- markmiðsins í hverju ríki í þriðja kafla. Um þessar mundir eru þrjú ár frá því að Seðla- banki Íslands tók upp verðbólgumarkmið. Óhætt er að fullyrða að þrátt fyrir töluverðan mótbyr í upphafi, sem rekja má m.a. til uppsafnaðra vandamála í tengslum við fyrri ramma peningastefnunnar, hafi kostir hinnar nýju stefnu komið ótvírætt í ljós. Seðla- bankanum hefur tekist betur að miðla til almennings og stjórnmálamanna hver meginviðfangsefni pen- ingastefnunnar eru og þannig hefur hann aukið skiln- ing á og tiltrú til peningastefnunnar. Þetta hefur ekki síst haft áhrif á umfjöllun um peningastefnuna innan Seðlabankans sjálfs, sem nú endurspeglar betur hvaða markmiðum peningastefnan getur náð og hverjum ekki. Áherslur í umræðum um stjórn pen- ingamála innan og utan bankans hafa því færst frá skammtímasjónarmiðum yfir í umræðu um verðbólguhorfur til næstu missera, en það endur- speglar mun betur raunverulega virkni peningastefn- unnar. Þessi grein er skipulögð með þeim hætti að í næsta kafla eru skilgreind megineinkenni peninga- stefnu með verðbólgumarkmiði og þau skilyrði, ef einhver, sem þurfa að vera til staðar áður en hægt er að taka upp slíka stefnu. Í þriðja kafla er gerð grein fyrir þeim ríkjum sem tekið hafa upp verðbólgu- markmið, meginástæðum þess að breytt var um pen- ingastefnu í viðkomandi ríkjum og sérkennum sem greina þau frá ríkjum sem ekki hafa tekið upp verðbólgumarkmið. Í kaflanum eru einnig reifaðar hugmyndir um hvaða ríki gætu bæst í hópinn á næstu árum. Fjórði kafli fjallar um mismunandi fyrirkomu- lag og útfærslu verðbólgumarkmiðs og fimmti kafli inniheldur lokaorð. 2. Verðbólgumarkmið: skilgreining og forkröfur 2.1. Skilgreining verðbólgumarkmiðs Við fyrstu sýn mætti ætla að tiltölulega auðvelt sé að skilgreina hvað felst í peningastefnu með verðbólgu- markmiði. Þegar nánar er skoðað kemur hins vegar í ljós að svo er ekki. Einkenni peningastefnunnar inn- an þess ríkjahóps sem almennt er skilgreindur sem ríki með verðbólgumarkmið eru margvísleg og mörg einkenni sem virðast vera sameiginleg með ríkjum með verðbólgumarkmið má einnig heimfæra upp á önnur ríki sem almennt er viðurkennt að hafi ekki verðbólgumarkmið í þeirri merkingu sem yfirleitt er lögð í slíka peningastefnu. Af þessum sökum eru skilgreiningar á sérkennum verðbólgumarkmiðsstefnunnar nokkuð mismun- andi.2 Almennt má þó segja að með verðbólgumark- 58 PENINGAMÁL 2004/1 Mynd 1 1990 1992 1994 1996 1998 2000 2002 0 5 10 15 20 25 % Verðbólga við upphaf verðbólgumarkmiðs í 21 verðbólgumarkmiðslandi Heimildir: Sjá töflu 1. Ung PerTaíSvi S-Afr S-Kór Pól Mex Bra NorSví Bre Kan N-Sjá Chí Ísr Ást Ték Kól Ísl Fil 2. Peningastefna með verðbólgumarkmiði hefur verið skilgreind með margvíslegum hætti, allt frá mjög almennri skilgreiningu, í t.d. Leider-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.