Peningamál - 01.03.2004, Side 27

Peningamál - 01.03.2004, Side 27
fjármagn til skamms tíma sem síðan væri hægt að bæta upp. Þess í stað þurfa lánastofnanir að leita að fjármagni úti á markaðnum eða leita í fyrirgreiðslu Seðlabankans. Þetta eykur mikilvægi krónumark- aðarins en skapar jafnframt spennu þótt tiltölulega litlar hreyfingar eigi sér stað. Þegar líður að lokum bindiskyldutímabils stilla fjármálafyrirtækin stöðu sína af og verja hana með hæstu mögulegum vöxtum. Ekki er ósennilegt að þetta ferli breytist með aukinni reynslu af nýju fyrirkomulagi. Vextir fjármagns til lengri tíma, t.d. 3 mánaða, hafa hins vegar verið stöðugri. Vaxtarófið gefur til kynna að markaðurinn vænti síður vaxtahækkana Seðlabankans á næstu mánuðum og er áberandi að vextir á markaði hækka upp fyrir stýrivexti bankans á bilinu 9-12 mánuðum en á miðju síðasta ári voru vextir yfir stýrivöxtum þegar á bilinu 3-6 mánuðir. Hlutabréfaverð á fleygiferð í Kauphöllinni Líflegt hefur verið á hlutafjármarkaði síðustu mánuði en síðustu 12 mánuði hefur verð hlutabréfa eins og það er mælt í úrvalsvísitölunni hækkað um tæplega 86%. Frá áramótum til 3. mars 2004 var hækkunin rúmlega 21%. Vísitölur lyfjagreina og vísitölur bygg- inga- og verktakastarfsemi hafa hækkað mest þegar litið er 12 mánuði aftur í tímann en bygginga- og verktakastarfsemi hefur hækkað um tæplega 54% fyrstu tvo mánuði ársins. Breytingar á tilhögun verðbréfaútgáfu Íbúðalána- sjóðs Um áramótin samþykkti ríkisstjórnin að farið yrði að tillögum nefndar sem fjallaði um fyrirkomulag fjár- mögnunar Íbúðalánasjóðs. Nefndin gerði tillögur um að gefin yrði út ný tegund skuldabréfa, svokölluð íbúðabréf, sem yrðu jafngreiðslubréf og yrðu afborg- anir ársfjórðungslegar. Jafnframt yrði útgáfu hús- og húsnæðisbréfa hætt og eigendum boðið upp á skipti í hin nýju bréf. Vegna áhættu sjóðsins af endur- greiðslum húsbréfa fyrir gjalddaga mælti nefndin þó með að slík skipti þeirra færu fram yfir nokkurn tíma. Önnur tillaga nefndarinnar var að hætta að afhenda skuldabréf gegn fasteignaveðbréfi en í staðinn fengi lántaki greitt í peningum og yrðu kjör hans miðuð við niðurstöður undangenginna útboða til fjármögnunar- innar. Í tillögunum er gert ráð fyrir að fyrirfram endurgreiðsla fari einungis fram gegn endurgjaldi sem eyði áhættu sjóðsins af vaxtabreytingum í fram- tíðinni. Unnið er að útfærslu framkvæmdar og er stefnt að því að nýju fyrirkomulagi verði hrundið af stokkunum fyrir mitt ár. Ávöxtun skuldabréfa hækkaði en lækkaði síðan á ný Óvissa um húsnæðislán vegna hugmynda um 90% lán til íbúðakaupa olli nokkru róti á verðbréfa- markaði. Um miðjan ágúst hafði ávöxtunarkrafa húsbréfaflokks með gjalddaga 2026 lækkað í 4,45% og sveiflaðist á tiltölulega þröngu bili allt til loka nóvember. Þá tók ávöxtunin að stíga en hneig á ný og í lok ársins var hún 4,50%. Um áramótin var tilkynnt um fyrirhugaðar breytingar á tilhögun útgáfu Íbúðalánasjóðs sem skýrt er frá hér að ofan og í kjölfarið hækkaði ávöxtun allhratt og fór í 4,62% undir lok janúar. Í byrjun febrúar snerist þróunin síðan við og í byrjun mars var ávöxtun þessa flokks 4,52%. Ávöxtun ríkisbréfa steig frá hausti og náði há- 26 PENINGAMÁL 2004/1 Heimild: Seðlabanki Íslands. J F M A M J J Á S O N D | J F 3,0 4,0 5,0 6,0 7,0 8,0 % Mynd 3 Daglegar tölur 3. janúar 2003 - 3. mars 2004 Vextir á krónumarkaði og stýrivextir Dagvextir á krónumarkaði3 mánaða vextir á krónu- markaði Stýrivextir Mynd 4 Heimild: Kauphöll Íslands. Úrvalsvísitala hlutabréfa í Kauphöll Íslands Daglegar tölur 1. júlí 2003 - 3. mars 2004 Júlí | Ágúst | Sept. | Okt. | Nóv. | Des. | Jan. | Febr. | 1.400 1.600 1.800 2.000 2.200 2.400 2.600 2.800 31. des. 1997=1.000
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.