Peningamál - 01.03.2006, Blaðsíða 5

Peningamál - 01.03.2006, Blaðsíða 5
I Yfirlit þjóðhags- og verðbólguspár Forsendur um stýrivexti og gengi hafa breyst verulega Mikið ójafnvægi í þjóðarbúskapnum undanfarið ár veldur mikilli óvissu um þróun ýmissa hagstærða sem gegna lykilhlutverki í mati á verðbólguhorfum. Í Peningamálum hefur verið brugðist við þessu með því að draga nokkuð úr áherslu á einstakar spár, t.d. með því að greina frá ólíkum verðbólguferlum sem byggjast á mismunandi forsendum og með því að leggja sérstaka áherslu á mat á óvissu verðbólgu spárinnar. Svokölluð grunnspá byggist á þeirri forsendu að stýrivextir Seðlabankans, sem nú eru 10,75%, haldist óbreyttir á spá- tímanum. Þetta er ekki gert vegna þess að Seðlabankinn telji að það sé líkleg vaxtaþróun. Þvert á móti hefur Seðlabankinn oft breytt vöxtum um leið og spáin er gefin út. Slík spá er hins vegar gagnleg sem við- miðun við ákvarðanir í peningamálum. Í grunnspánni er einnig reiknað með óbreyttu gengi krónunnar á spátímanum. Almennt er talinn lítill ávinningur af því að spá fyrir um gengisbreytingar samkvæmt kenn- ingunni um slembigöngu (e. random walk). Þessi forsenda getur þó orkað tvímælis þegar raungengi gjaldmiðils er óvenju hátt eða lágt. Í grunnspánni sem hér er birt er gert ráð fyrir því að gengisvísitala erlendra gjaldmiðla verði 116 stig á næstu tveimur árum. Það felur í sér u.þ.b. 12% lægra gengi krónunnar en í grunnspánni sem birt var í desember. Einnig er birt fráviksspá með breytilegum stýrivöxtum og gengi samkvæmt spám greiningaraðila á fjármálamarkaði. Spárnar ná til fyrsta ársfjórðungs 2008. Mun meira ójafnvægi í þjóðarbúskapnum en áður var talið Nýjar þjóðhagstölur frá Hagstofu Íslands benda til þess að vöxtur Þróun og horfur í efnahags- og peningamálum1 Mun verri verðbólguhorfur að óbreyttum vöxtum Sviptingar á gjaldeyrismarkaði í febrúar og mars í kjölfar yfirlýsingar matsfyrirtækisins Fitch um neikvæðar horf- ur fyrir lánshæfiseinkunn ríkissjóðs, og skrifa greiningardeilda nokkurra erlendra fjármálastofnana í kjölfarið, undirstrika hve efnahagsástandið er viðkvæmt fyrir tiltölulega smávægilegum atburðum. Spám um framvindu efnahagsmála sem byggjast á þeirri forsendu að stýrivextir Seðlabankans og gengi krónunnar haldist óbreytt verður því sem fyrr að taka með miklum fyrirvara. Verðbólguhorfur næstu tveggja ára hafa versnað töluvert sökum meiri vaxtar eftir spurnar undanfarin tvö ár en áður var reiknað með og vegna þess að gengi krónunnar er nú mun lægra en þegar Seðlabankinn lagði mat á verðbólguhorfur síðast í desember. Spenna á vinnumark- aði hefur einnig haldið áfram að aukast og launakostnaður hækkað verulega umfram það sem samrýmst getur verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Á móti kemur að útlit er fyrir að húsnæðismarkaðurinn fari brátt að leita jafnvægis á ný og húsnæðisverðbólga er á undanhaldi. Lægra gengi krónunnar mun þó hafa meiri áhrif á verð- bólguna næstu misseri, enda vöxtur eftirspurnar enn þá hraður. Nýlegir atburðir undirstrika að ekki er hægt að útiloka nokkuð snöggar breytingar. Í kjölfar gengisóróleikans í febrúar og mars hafa verðbólguvæntingar færst í aukana, sem hefur leitt til lækkunar raunstýrivaxta og aukinnar eftirspurnar eftir verðtryggðum skuldabréfum. Ávöxtunarkrafa þeirra hefur því lækkað. Því hefur slaknað nokkuð á peningalegu aðhaldi á sama tíma og flest bendir til að auka þurfi aðhaldið verulega og á tiltölulega skömmum tíma. 1. Í þessari grein eru notaðar upplýsingar sem fyrir lágu 28. mars 2006, en spár byggjast á upplýsingum til 17. mars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.