Peningamál - 01.03.2006, Qupperneq 48

Peningamál - 01.03.2006, Qupperneq 48
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 1 48 Lækkun á gengi krónunnar skapar aukinn verðbólguþrýsting Ein meginástæða þess að verðbólguhorfur hafa versnað svo mikið sem raun ber vitni, þrátt fyrir hærri stýrivexti en þegar síðasta spá var gerð í desember, er veruleg lækkun á gengi krónunnar undanfarnar vikur. Þrátt fyrir að ætla megi að dregið hafi úr áhrifum gengisbreytinga á verðbólgu á undanförnum árum, er hætt við því að svo mikil gengis- lækkun, á sama tíma og mikillar ofþenslu gætir enn í þjóðarbúskapn- um, auki verðbólguþrýsting mun lengur en sem nemur tímabundnum verðbólguáhrifum hækkunar innflutningsverðs. Þannig dregur gengis- lækkunin eftirspurn aftur inn í landið, með tilheyrandi þrýstingi á inn- lend aðföng. Ennfremur er hætt við því að skörp gengislækkun hafi áhrif á verðbólguvæntingar um nokkurt skeið, svo lengi sem traust á verðbólgumarkmið og peningastefnu Seðlabankans nægir ekki til að gefa verðbólguvæntingum kjölfestu. Undirliggjandi ójafnvægi meira en áður var talið... Eins og lýst er í kafla IV hefur hagvöxtur verið meiri en áður var talið. Þensla á innlendum húsnæðismarkaði hefur einnig verið þrálátari og skýrir að hluta þá staðreynd að verðbólga síðustu mánaða hefur verið mun meiri en spáð var í desember. Framleiðsluspenna er af þessum ástæðum talin meiri nú en í desember. Hafa ber í huga að óvissan er líklega enn meiri en venjulega við núverandi skilyrði. Eftir sem áður er ljóst að eftirspurn er langt umfram það sem framleiðslan getur annað. Þessi spenna brýst fram í aukinni verðbólgu nema peningastefnan bregðist við. ... sem kemur m.a. fram í miklum vexti launakostnaðar... Spenna og ójafnvægi í þjóðarbúskapnum birtist einnig á innlendum vinnumarkaði. Samkvæmt grunnspánni eru horfur á að atvinnuleysi nái lágmarki um mitt þetta ár og verði þá komið undir 1½%, sem er mun minna atvinnuleysi en samræmst getur jafnvægi á vinnumarkaði og verðstöðugleika. Líkt og áður hefur verið fjallað um hefur vöxtur launakostn- aðar á framleidda einingu verið langt umfram verðbólgumarkmið Seðlabankans á undanförnum misserum. Miðað við það ójafnvægi sem skapast hefur í þjóðarbúskapnum eru horfur á að svo verði áfram á spátímabilinu, jafnvel þótt aðgengi að erlendu vinnuafli hafi létt töluvert á spennunni og hjálpað til við að halda aftur af vexti launakostnaðar. Í grunnspánni er gert ráð fyrir að launakostnaður á framleidda einingu hækki á bilinu 4-6½% á næstu tveimur árum. Að öðru óbreyttu mun svo mikill vöxtur skapa verulegan verðbólgu- þrýsting sem hætt er við að fóðri verðbólguna áfram um langt skeið, sérstaklega ef verðbólgan leiðir til þess að háar verðbólguvæntingar festa sig í sessi. ... og auknum verðbólguvæntingum Eins og áður hefur verið fjallað um virðast verðbólguvæntingar hafa aukist töluvert frá desemberbyrjun. Miklar verðbólguvæntingar ýta undir verðbólgu og gera æ erfiðara að koma böndum á hana ef ekk- ert verður til að breyta þeim. Í grunnspánni birtist þetta í því að hægt dregur úr verðbólgunni þegar líða tekur á spátímabilið. Ef gert er ráð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.